Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Melahverfi 2. áfangi, Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 9. febrúar 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melahverfis 2. áfanga frá 2010 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytingu á fjölda íbúða í fjölbýlishúsum sem hafa heitið F1, F2, F3 og F4. Forsenda breytingar er að auka sveigjanleika hvað varðar íbúðarfjölda fjölbýlishúsa. Skilmálabreytingin felst í því að texta og hluta töflu 1 í greinargerð er breytt.

Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 7. mars til og með 29. apríl 2016.

Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. apríl 2016 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar 

Breyting á deiliskipulagi-Melahverfi II