Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Eyrarskógar í landi Eyrar í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 8. júlí 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarskógar frá 1990 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að skipta lóð nr. 0 í fjóra hluta sem fá númerin 101, 102, 103 og 104.

Breytingin byggir á deiliskipulagstillögu Hrísabrekkna frá 1995. Skipulag Hrísabrekkna öðlaðist gildi, en ekki ofangreind breyting.  Úthlutun lóðanna fjögurra hefur átt sér stað og uppbygging er hafin á svæðinu þar sem talið var að tillaga breytingar frá 1995 væri í gildi. 

Tilgangur breytingar er að samræma deiliskipulagið við úthlutun lóðanna  og uppbyggingu.

Allar megin forsendur breytingar deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi og var því fallið frá bæði lýsingu og opnum kynningarfundi á breytingu tillögu deiliskipulags.  Lóðarhöfum Eyrarskógar 101, 102, 103 og 104 var boðið til fundar og kynningar á skipulaginu þann 1. desember 2014.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillögu má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is  frá 30. desember 2014 til og með 10. febrúar 2015.

Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 10. febrúar 2015 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðasveitar

Breyting deiliskipulags Eyrarskógar