Breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020
16. nóvember 2020
Bjarkarás
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 22. september 2020 tillögu að óverulegri breytingu á gildandi Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Gerð er minniháttar breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Uppdráttur aðalskipulags er óbreyttur, þ.m.t. stærð og aðkoma. Gerð er breyting á texta greinargerðar á bls. 26 sem snýr að heimild frá því að reisa einbýlishús á einni hæð yfir í tvær hæðir.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, skipulag@hvalfjardarsveit.is
Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar