Breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020
Stefnumörkun um iðnaðarsvæði
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 4. desember 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar stefnumörkun um iðnaðarsvæði. Tillagan var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Að mati sveitarstjórnar gáfu innsendar athugasemdir ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Iðnaðar- og athafnasvæði á Grundartanga
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 4. desember 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu landnotkunar iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Að mati sveitarstjórnar gáfu innsendar athugasemdir tilefni til breytinga á auglýstri tillögu. Eftirfarandi breytingar voru gerðar:
· Mótvægisaðgerðum gagnvart efna-, hljóð-, sjón- og ljósmengun er lýst með nákvæmari hætti og samsvarandi breytingar eru gerðar á umhverfisskýrslu.
· Hert hefur verið á stefnumörkun um meðferð úrgangs.
· Í öryggisskyni er sett inn ný vegtenging við Grundartangaveg milli lóðar Norðuráls og Hólmavatns. Vegurinn verður skilgreindur sem tengivegur.
· Á Katanesi minnkar iðnaðarsvæðið um 1 ha og verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Á umræddu svæði eru fornleifar.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Breytt stefnumörkun um iðnaðarsvæði