Breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar
11. febrúar 2020
Eyri Svínadal
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 12. desember 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í aðalskipulaginu er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á frístundarsvæðum en orðið er. Unnin hafa verið drög að flokkun landbúnaðarlands þar sem land er flokkað í fjóra flokka. Land sem breytingin tekur til er í flokki II sem telst vera gott ræktunarland og styður nýtingu góðs landbúnaðarlands.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, skipulag@hvalfjardarsveit.is
Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar