Borað eftir heitu vatni í Hvalfjarðarsveit
14. desember 2015
Þessa dagana vinna starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða að hitastigulsborunum í leit að heitu vatni í landi Eyrar og Kambshóls í Svínadal. Framkvæmdin er á vegum Hvalfjarðarsveitar og er unnið samkvæmt samningi sem gerður var við landeigendur fyrr á árinu. Þegar þetta er ritað hefur ein hola verið boruð í landi Eyrar og nú er verið að bora í landi Kambshóls og gengur borunin vel. Eftir að borun lýkur í landi Eyrar og Kambshóls er stefnt að því að bora í landi Grafar. Væntingar eru um að heitt vatn geti fundist á þessum stöðum sem mögulega verði hægt að virkja.
Meðfylgjandi mynd tók Stefán G. Ármannsson sl. laugardag.