Bók til landsmanna – Fjallkonan - Þú ert móðir vor kær
19. júní 2024
Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna sem gefin er landsmönnum.
Í Hvalfjarðarsveit er hægt að nálgast bókina á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi og í sundlauginni að Hlöðum.
Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar.
Fjallkonan er þjóðartákngervingur Íslands, táknmynd sjálfstæðrar þjóðar og lands. Í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Þýðingar á formála og útdrætti greina eru á pólsku og ensku.