Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum
Í samræmi við reglur um styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Hlutverk sjóðsins er að taka þátt í framkvæmdum við endurbætur á neysluvatnslögnum (kalt vatn), borun eða endurbætur við neysluvatnsból tengdum íbúðarhúsum í Hvalfjarðarsveit, sem ekki tengjast opinberum veitum. Það er ekki hlutverk sjóðsins að styrkja framkvæmdir vegna framtíðaruppbyggingar eða nýbygginga.
Hámarksfjárhæð til einstakra framkvæmda getur mest orðið 50% af kostnaði í tilfellum þar sem hvorki t.d. rekstur eða frístundabyggð tengist viðkomandi framkvæmd eða veitu, en getur þó aldrei orðið hærri en nemur 750.000 kr. Þar sem rekstur eða frístundabyggð tengist viðkomandi veitu getur styrkur mest orðið 25% og ekki hærri en 375.000 kr.
Umsóknum skulu fylgja greinargóðar skýringar á ástæðum fyrirhugaðra framkvæmda ásamt drögum að verk- og kostnaðaráætlun.
Reglur um styrktarsjóð má sjá hér.
Umsóknir skulu berast til verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is