Fara í efni

Auglýsing - samþykkt deikiskipulags

Hvalfjarðarsveit deiliskipulag

Hótel Hafnarfjall – samþykkt deiliskipulags

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 9. maí 2017 deiliskipulag fyrir Hótel Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit. Tillagan var samþykkt skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að fært var inn á uppdrætti upplýsingar um áætlaðan gestafjölda á svæðinu, útfærslu tjaldsvæðis og þjónustu við það. Einnig hafa lagnaleiðir fyrir að- og fráveitu verið færðar inn á deiliskipulagið.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar