Fara í efni

Auglýsing frá skipulagsfulltrúa

Auglýsing um óverulega breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 á þéttbýlisuppdrætti Melahverfis.

Um er að ræða breytta landnotkun í Melahverfi.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 11. nóvember 2014 tillögu að óverulegri breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020  á þéttbýlisuppdrætti Melahverfis sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. 

Breyting á aðalskipulagi tók til breyttrar landnotkunar í Melahverfi þar sem 3936 m² opið svæði til sérstakra nota er skilgreint í stað íbúðarsvæðis. Uppdrátt af breytingu má sjá á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, www.hvalfjardarsveit.is. 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

 

Breyting á þéttbýlisuppdráttum Melahverfis

 

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðasveitar