Fara í efni

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2018

Á 283. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26. mars sl. var ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2018 samþykktur, sjá HÉR.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins árið 2018 samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 74,9mkr.  Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2018 námu 838,2mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 830,9mkr.  Rekstrargjöld A og B hluta árið 2018 voru alls 781,3mkr.  Veltufé frá rekstri var 14,35% og veltufjárhlutfall 1,95%.

 

Heildareignir sveitarfélagsins í árslok 2018 voru 2.407,9mkr. og heildarskuldir námu 202,5mkr., þ.a. voru langtímaskuldir 110,9mkr. 

 

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 2.205,5mkr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall var 92%.

 

Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2017 og 2018 eru að skuldaviðmið sveitarfélagsins lækkar úr 34,8% árið 2017 í 13,8% árið 2018 enda voru langtímaskuldir sveitarfélagsins greiddar niður um rúmar 100mkr. milli ára.  Rekstrarjöfnuður sveitarfélagsins síðustu þriggja ára (samanlögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) hækkar um tæplega 85mkr.

 

Hvalfjarðarsveit 2. apríl 2019

Linda Björk Pálsdóttir

sveitarstjóri