Fara í efni

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017 lagður fram.

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017 lagður fram til fyrri umræðu.

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 13. mars sl. var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017 lagður fam til fyrri umræðu.
Afkoma af rekstri Hvalfjarðarsveitar á árinu 2017 var jákvæð og betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2017 námu 787,1 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 779,4 millj. kr. Rekstrargjöld A og B hluta á árinu 2017 voru alls kr. 726,2 millj. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 67,5 millj. kr. Veltufé frá rekstri var 14,5% og veltufjárhlutfall 1,52%.

Laun og launatengd gjöld námu alls 397,1 millj. kr. og voru ársverk um 52.

Heildareignir sveitarfélagsins námu í árslok 2.467,6 millj. kr. og heildarskuldir 334 millj. kr. Þar af voru langtímaskuldir 213,3 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 nam 2.133,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

 

Hvalfjarðarsveit 14. mars 2018
Skúli Þórðarson , sveitarstjóri.