Fara í efni

Ágætu íbúar

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og að liðin eru 35 ár frá  kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands fyrst kvenna,  samþykkti sveitarstjórn að kaupa 297 birkiplöntur til gróðursetningar. Birkiplönturnar eru jafnmargar kvenkyns íbúum sveitarfélagsins. Stefnt að gróðursetningu þeirra 25. júní nk. á lóð Heiðarskóla í  samvinnu við Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

Sveitarstjórn hvetur íbúa Hvalfjarðarsveitar til að mæta fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 19.30 í Heiðarskóla og taka þátt í útplöntuninni. Gott er ef íbúar hafa með sér stunguskóflu til verksins

Með kveðju

Ólafur Melsted
Skipulags- og umhverfisfulltrúi