Úthlutun úr afreksstyrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar
Á fundi Fjölskyldu- og frístundanefndar þann 30. nóvember 2022 voru teknar fyrir umsóknir í Afreksstyrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar en sjóðurinn er ætlaður til þess að styðja við bakið á afreksfólki sem á lögheimili í Hvalfjarðarsveit og hefur skarað fram úr og/eða fengið viðurkenningu fyrir störf/afrek sín á sviði íþrótta. Úthlutað er 2x á ári úr sjóðnum og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 15. apríl og 15. nóvember ár hvert. Ein umsókn barst í sjóðinn í seinni úthlutun á þessu ári og fékk Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir úthlutað styrk úr sjóðnum að fjárhæð kr. 120.000.
Guðbjörg Bjartey er hluti af afrekshópi Sundfélags Akranes og stundar nám á afreksbraut í Fjölbrautarskóla Vesturlands. Hún er í unglingalandsliði Íslands og hefur verið í æfingabúðum og keppnisferðum erlendis á þessu ári.
Guðbjörg Bjartey hefur unnið til fjölda verðlauna á árinu, hún setti ásamt sundfélögum sínum tvö Akranesmet á árinu í 4*50 metra fjórsundi og 4*50 metra skriðsundi á aldrinum 15-17 ára. Í mars fór hún á Extra mót Sundfélags Hafnarfjarðar en þar átti hún sjötta besta afrekið hjá konum á mótinu fyrir 100 metra skriðsund.
Á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í nóvember sl. var hún unglingameistari í 50 metra skriðsundi. Þessi árangur tryggði henni áframhaldandi sæti í unglingalandsliðinu í sundi. Á Sumarmóti SSÍ í júní sló hún Akranesmet í blandaðri sveit 4*100 metra skriðsundi, bæði í unglingaflokki og fullorðinsflokki og á sama móti vann hún til silfursverðlauna í 100 metra flugsundi.
Reglur Afrekssjóðs Hvalfjarðarsveitar má sjá hér: