Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar
26. febrúar 2024
Umsóknum fyrir Afrekssjóð þarf að skila inn fyrir 15. apríl nk.
- Afreksstyrkir eru ætlaðir til þess að styðja við bakið á afreksfólki sem á lögheimili í Hvalfjarðarsveit.
- Umsækjandi þarf að hafa skarað fram úr og/eða hafa fengið viðurkenningu fyrir störf/afrek sín á sviði íþrótta.
- Afrekssjóður veitir styrki vegna þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, sýningum erlendis og ferðastyrk vegna íþrótta.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Kynning á umsækjanda.
- Yfirlit og staðfesting á afrekum/viðurkenningum.
- Staðfesting á þátttöku.
- Kvittanir vegna útlagðs kostnaðar.
Reglur sjóðsins er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Umsóknir skulu berast Fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Einnig er hægt að senda á netfangið fristund@hvalfjardarsveit.is