Afhjúpun söguskiltis við Laxárbakka
15. ágúst 2024
Á Hvalfjarðardögum, laugardaginn 17. ágúst nk. kl. 11:00 mun Hallfreður Vilhjálmsson, fyrrum sláturhússtjóri við sláturhús SS við Laxá, afhjúpa söguskilti við Hótel Laxárbakka.
Skiltið er hið sjötta í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit".
Á skiltinu er farið yfir sögu Melahverfisins, Heiðarskóla og sláturhúss við Laxá.
Að afhjúpun lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Hótel Laxárbakka sem áður hýsti rekstur sláturhússins.
Öll velkomin.