Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur á 350. fundi sínum þann 26. apríl 2022 samþykkt að auglýsa Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan samanstendur m.a. af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, sveitarfélagsuppdrætti, þéttbýlisuppdrætti fyrir Melahverfi og Krossland ásamt fleiri uppdráttum. Einnig er auglýst tillaga að skrá yfir vegi í náttúru Íslands skv. 32. gr. laga um náttúruvernd.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 tekur við af Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Í nýja aðalskipulaginu er stuðlað að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnuuppbyggingu og blómlegt mannlíf til að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Áfram verður stuðlað að öflugum landbúnaði, áframhaldandi fjölbreyttri iðnaðarstarfsemi og fjölbreyttum atvinnutækifærum s.s. við ferðaþjónustu, skógrækt, umhverfisvernd ofl.
Aðalskipulagstillögu má sjá hér:
Tillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík frá og með 11. maí 2022 til 22. júní 2022.
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. júní 2022.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti stílað á skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar