Að gefnu tilefni
Vegna umræðu um launakjör sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar er rétt að eftirfarandi komi fram:
Samkvæmt 32. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 ber sveitarstjórn að ákveða hæfilega þóknun til sveitarstjórnarmanna fyrir störf þeirra.
Launagreiðslur sveitarstjórnar byggjast reglum sem samþykktar voru af fyrrverandi sveitarstjórn þann 6. mars 2014 og eru í dag:
Oddviti 16% af þingfararkaupi, kr. 122.070- á mánuði.
Sveitarstjórnarfulltrúar 7% af þingfararkaupi, kr. 53.403- á mánuði.
Þá er greitt fyrir hvern sveitarstjórnarfund sem fulltrúi situr:
Oddviti 3% af þingfararkaupi, kr. 22.888-.
Sveitarstjórnarfulltrúar 2% af þingfararkaupi, kr 15.259-.
Áætla má að sveitarstjórnarfundir séu um 22 á ári.
Þann 28. nóvember sl. samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar breytingar á reglum um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna. Samþykktin tekur gildi þann 1. júní 2018.
Breytingin felur í sér að bæði laun oddvita og kjörinna sveitarstjórnafulltrúa verða hlutfall af 80% af þingfararkaupi (sem er nú kr. 880.955-), í stað þess að vera hlutfall af fullu þingfararkaupi (sem er nú kr. 1.101.194-) eins og nú er.
Frá og með 1. júní nk. verða laun sveitarstjórnarmanna sem hér segir:
Oddviti 20% af 80% þingfararkaupi, kr. 176.191- á mánuði.
Sveitarstjórnarfulltrúar 9% af 80% þingfararkaupi, kr. 79.286- á mánuði.
Greitt fyrir hvern sveitarstjórnarfund sem fulltrúi situr:
Oddviti 3% af 80% þingfararkaupi, kr. 26.429-
Sveitarstjórnarfulltrúar 2% af 80% þingfararkaupi, kr. 17.619-.
Hér eru reglurnar sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl.
Hvalfjarðarsveit 12. janúar 2018
Björgvin Helgason, oddviti.