Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar
Dagskrá
Þorsteinn Már Ólafsson og Unndís Ída Ingvarsdóttir boðuðu forföll.
1.Forvarnir.
1910041
Forvarnir - fara yfir.
Ungmennaráðið fór yfir forvarnir sem þeim fannst vera mikilvægar.
Hugmyndir sem komu fram voru skyndihjálp í grunnskóla, sjálfstyrkingarnámskeið til að auka sjálfstraust unglinga, efla þekkingu á skaðsemi rafretta og bæta þekkingu á heilsu, mataræði og hreyfingu. Einnig er mikilvægt að stuðla að umhverfisvænna samfélagi.
Ungmennaráð leggur til við Fjölskyldu- og frístundanefnd að skoða tillögur Ungmennaráðs um þeirra hugmyndir.
Hugmyndir sem komu fram voru skyndihjálp í grunnskóla, sjálfstyrkingarnámskeið til að auka sjálfstraust unglinga, efla þekkingu á skaðsemi rafretta og bæta þekkingu á heilsu, mataræði og hreyfingu. Einnig er mikilvægt að stuðla að umhverfisvænna samfélagi.
Ungmennaráð leggur til við Fjölskyldu- og frístundanefnd að skoða tillögur Ungmennaráðs um þeirra hugmyndir.
2.Íþrótta- og æskulýðsmál
1911030
Fara yfir íþrótta- og æskulýðsmál.
Ungmennaráð ræddi íþróttir og æskulýðsmál í Hvalfjarðarsveit og fannst vanta nánari upplýsingar um það sem er í boði.
Sú hugmynd kom fram að senda út auglýsingu um það sem er í boði í nágrenni sveitarfélagsins. Markmið er að senda út auglýsinguna á nýju ári.
Sú hugmynd kom fram að senda út auglýsingu um það sem er í boði í nágrenni sveitarfélagsins. Markmið er að senda út auglýsinguna á nýju ári.
Fundi slitið - kl. 17:30.