Fara í efni

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

2. fundur 04. febrúar 2019 kl. 17:30 - 19:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigríður Elín Sigurðardóttir
  • Þorsteinn Már Ólafsson
  • Fríða Sif Atladóttir
  • Unndís Ida Ingvarsdóttir
  • Anton Teitur Ottesen
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir félagsmála- og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Undirbúningur fyrir fund með sveitarstjórn

1901275

Ungmennaráð gerir tillögu að hitta sveitastjórn þriðjudaginn 5. mars kl. 16:00.
Ráðið ætlar að kynna Ungmennaþing Vesturlands fyrir sveitarstjórn ásamt að vera með framsögu.

2.Ungmennaþing Vesturlands

1810013

Fara yfir skýrslu frá Ungmennaþingi Vesturlands.
Farið var yfir skýrslu um Ungmennaþing Vesturlands og kynnt hvernig þingið gekk fyrir sig, farið var yfir ályktanir, hvað er brýnast, hvað er vel gert og hvað má betur fara.

3.Efla félagsstarf í Hvalfjarðarsveit

1901276

Ungmennin vilja efla félagsstarf í sveitinni fyrir allan aldur. Það væri hægt að hafa ungbarnasund og íþróttaskóla fyrir yngstu kynslóðina.
Hafa íþróttahúsið opið 1x viku og vera með skipulega dagskrá. Gott væri að íþróttahúsið væri opið þegar skóla lýkur.
Ungmennin vilja að Félagsmiðstöðin 301 færi í heimsóknir í aðrar félagsmiðstöðvar, t.d. í Arnardal eða í Óðal. Þau vilja fara á fleiri böll og halda ball.

4.Ungmennaþing Hvalfjarðarsveitar

1901277

Rætt var um að halda ungmennaþing Hvalfjarðarsveitar einu sinni á ári og hafa staðsetninguna í Heiðarskóla. Hugmyndin var að hafa þingið fyrir ungmenni á aldrinum 14 - 25 ára.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Efni síðunnar