Fara í efni

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

17. fundur 02. janúar 2025 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Rakel Sunna Bjarnadóttir aðalmaður
  • Mikael Bjarki Ómarsson aðalmaður
  • Díana Ingileif Ottesen aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Kinga Korpak og Veronika Jara Heimisdóttir boðuðu forföll.

1.Fundargerðir nemendafélags Heiðarskóla

2412027

Fundargerðir frá september-desember 2024.
Fundargerðir framlagðar.

2.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun.

2411033

Á sveitastjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar þann 27. nóvember 2024 var samþykkt verklagsreglur fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun og mun það taka gildi 1. janúar 2025."
Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaþing Vesturlands

2408028

Fara yfir helstu málefnin sem fram komu á Ungmennaþingi Vesturlands.
Rætt var um málefnin sem fram komu á Ungmennaþingi Vesturlands og ákveðið var að í framhaldinu skildi taka nokkur málefni eins og til dæmis stöðu hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga í skólum, stöðumat í sundi og húsnæðismál fyrir ungt fólk og vinna áfram með þau.

4.Ósk um samráð við ungmennaráð um samráðsgátt barna

2411011

Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Efni síðunnar