Fara í efni

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

10. fundur 10. janúar 2023 kl. 16:30 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Anton Teitur Ottesen ritari
  • Rakel Sunna Bjarnadóttir aðalmaður
  • Mikael Bjarki Ómarsson aðalmaður
  • Friðmey Ásgrímsdóttir aðalmaður
  • Kinga Korpak aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning formanns og varaformanns.

2206003

Kosning formanns, varaformanns og ritara.
a) Formaður
Lögð fram tillaga um Kinga Korpak sem formann Ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða.
b) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Mikael Bjarki Ómarsson sem varaformann Ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða.
c)Ritari
Lögð fram tillaga um Friðmey Ásgrímsdóttir sem ritar Ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða.

2.Starfsreglur Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar

2102009

Starfsreglur Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
Farið yfir starfsreglur Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar og hvað felst í starfi Ungmennaráðs. Stjórnsýsluleg vinnubrögð kynnt nefndarmönnum.

3.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Kynna útivistarsvæðið í Melahverfi.
Útivistarsvæðið í Melahverfi kynnt og rætt um notagildi svæðisins.

4.Hugmyndir og ábendingar Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar

2301008

Hugmyndir og ábendingar Ungmennaráðs.
Ungmennaráð vill benda menningar- og markaðsnefnd og mannvirkja- og framkvæmdanefnd á að gott væri að hafa bekk með borði við félagsheimilið Miðgarð. Einnig væri gott að laga malbikið í beygjunni við Miðgarð.

5.Sveitarstjórnarþing Evrópuráðs 2023.

2212036

Lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar