Fara í efni

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

9. fundur 03. febrúar 2022 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Fríða Sif Atladóttir formaður
  • Bjarki Rúnar Ívarsson varaformaður
  • Anton Teitur Ottesen ritari
  • Rakel Sunna Bjarnadóttir aðalmaður
  • Mikael Bjarki Ómarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan í c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá: Mál nr. 1910041 Forvarnir. Málið verður nr. 2 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt einróma.

Mikael Bjarki Ómarsson og Fríða Sif Atladóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Nemendafélag Heiðarskóla- fundargerðir 2021

2201056

Fundargerðir 2021.
Fundargerðir Nemendafélags Heiðarskóla framlagðar.

2.Forvarnir.

1910041

Forvarnarnarverkefni Vika6 á vegum Samfés 2022.
Ungmennaráð hvetur Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að taka þátt í forvarnarverkefninu Vika6. Einnig viljum við fá aukna kynfræðslu fyrir unglingastig og miðstig.

3.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar - drög

2201038

Drög að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

4.Ungmennaþing Vesturlands 2021

2110048

Farið yfir skipulag á Ungmennaþingi Vesturlands.
Kynning á Ungmennaþingi Vesturlands sem fram fer 12.-13. mars 2022.

5.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þáttöku og áhrifa.

2201060

Erindi frá Umboðsmanni barna.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar