Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
Brynja Þorbjörnsdóttir sat fundinn í stað Helga Magnússonar sem boðaði forföll.
1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032
1901286
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson mæta frá Eflu og fara yfir stöðu mála í vinnu á endurskoðun aðalskipulags.
USN nefnd og ráðgjafar frá EFlU fóru yfir þá vinnu sem unnin hefur verið við endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 til 2032. Fjallað var aðallega um kafla um íbúðasvæði, frístundasvæði sem og landnotkun.
Rætt um mögulega dagsetningu á opnum íbúafundi í lok september.
Rætt um mögulega dagsetningu á opnum íbúafundi í lok september.
2.Framkvæmdaleyfi á endurnýjun hitaveitu frá Deildartungu að Akranesi.
1907004
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun hitaveitu í landi Kjalardals, Fellsaxlar og Litlu-Fellsaxlar.
Verkið er áfangi hitaveituæðar frá Deildartungu að Aðkranesi.
Verkið er áfangi hitaveituæðar frá Deildartungu að Aðkranesi.
Fyrir fundinn liggja jákvæðar umsagnir frá Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands sem og samningar við landeigendur.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði gefið út.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði gefið út.
3.Endurnýjun hitaveitulagna og förgun eldri lagna í Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð
1907009
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
USN nefnd felur formanni og skipulags- og umhverfisfulltrúa að skila umsögn í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umræður á fundinum.
USN nefnd felur formanni og skipulags- og umhverfisfulltrúa að skila umsögn í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umræður á fundinum.
4.Stefna um meðhöndlun úrgangs
1907010
Til umfjöllunar er hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefna til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:20.