Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Kortlagning hávaða á Grundartanga
1505017
Í tengslum við breytingu aðalskipulags á Grundartanga haustið 2014 og þær athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagsins, ákvað USN nefnd á 49. fundi sínum 11.des. 2014 að nauðsynlegt væri að kortleggja hávaða frá iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Sveitarstjórn staðfesti þessa ákvörðun USN nefndar á fundi sínum 15. des. 2014.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra, formanni USN nefndar og skipulags- og umhverfisfulltrúa verði falið að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um hljóðmælingar og kortlagningu hávaða frá iðnaðarsvæðinu við Grundartanga í samræmi við reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005.
2.Samkomulag um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga.
1505002
Gert hefur verið samkomulag á milli Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga
USN nefnd fagnar samkomulagi þessu og telur það tryggja bætta aðkomu Hvalfjarðarsveitar að undirbúningi og ákvörðunum um þá starfsemi sem fyrirhuguð sé á Grundartanga. Samkvæmt 2 gr. samkomulagsins eru aðilar sammála um að móta stefnu um æskilega nýja starfsemi á svæðinu þar sem umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Því leggur USN nefnd til við sveitarstjórn að skipa formann USN nefndar sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í þessa stefnumótunarvinnu og jafnframt óska eftir tilnefningu frá Faxaflóahöfnum.
3.Stefnumótun USN nefndar
1503014
Á USN nefndarfundi 22. apríl 2015 var formanni nefndar falið að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og senda á nefndarmenn.
USN nefnd stefnir að vinnufundi í júní n.k. vegna stefnumótunarvinnu.
4.Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis Grundartanga
1505016
Gefin hefur verið út skýrsla um umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga fyrir árið 2014.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að hafa samband við verkefnisstjóra umhverfisvöktunarinnar og óska eftir kynningu á niðurstöðum vöktunarinnar fyrir USN nefnd.
5.Tilkynning frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um styrkveitingu til framkvæmda við göngustíga, uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.
1406013
Borist hefur styrkur frá Ferðamálastofu vegna framkvæmda við Glym í Botnsdal. Hafnar eru framkvæmdir í samvinnu við Umhverfisstofnun og landeigendur um bætt aðgengi á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi lagði fram samantekt, dagsett 19. maí 2015, um vinnu vegna framkvæmda við Glym síðustu ár.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni USN nefndar að fylgja verkefninu eftir.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni USN nefndar að fylgja verkefninu eftir.
6.Ráðstefnur og fundir 2015
1504030
Fundir og ráðstefnur sem skipulags- og umhverfisfulltrúi og nefndarmenn hafa sótt.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi og nefndarmenn gerðu grein fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fundum sem þau hafa sótt undanfarin mánuð.
Það má helst nefna fund vegna umhverfisvöktunar á Grundartanga og SATS fund í Ólafsvík (samtök tæknifólks hjá sveitarfélögum).
Það má helst nefna fund vegna umhverfisvöktunar á Grundartanga og SATS fund í Ólafsvík (samtök tæknifólks hjá sveitarfélögum).
7.Efra-Skarðsland - Ósk um nafnabreytingu
1504006
Borist hefur erindi frá Ármanni Rúnari Ármannssyni þar sem óskað er eftir nafnabreytingu á Efra-Skarðslandi. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2015 og eftirfarandi bókun gerð: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindu til umsagnar USN nefndar"
USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 og gerir þar af leiðandi ekki athugasemd við breytinguna.
8.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands, sem haldinn var 9. apríl 2015.
1505006
Sveitarstjórn hefur borist ályktun af aðalfundi Búnaðasambands Vesturlands, sem haldinn var 9. apríl 2015, svohljóðandi: "Vegna aukinna krafna um ásýnd bújarða og umhverfismál í sveitum skora Búnaðarsamtök Vesturlands á sveitarfélög á starfssvæði Búnaðarsamtakanna að tryggja greiðan aðgang að timbur og járngámum."
Erindið lagt fram til kynningar og jafnframt vísað til USN nefndar.
Erindið lagt fram til kynningar og jafnframt vísað til USN nefndar.
Hvalfjarðarsveit býður árlega upp á aðgengi að járn og timburgámum víðsvegar um sveitarfélagið og hvetur íbúa- og sumarbústaðaeigendur til góðrar umgengni á löndum sínum og lóðum.
9.Greinargerð-skipulagsskilmálar, frá lóðarleiguhöfum í Svarfhólsskógi.
1408005
Sveitarfélagið hefur móttekið óskir 18 lóðarhafa í Svarfhólsskógi um breytingar á skilmálum deiliskipulags frístundarbyggðar. Málið var tekið fyrir á fundi USN nefndar 21. ágúst 2014 og eftirfarandi bókun gerð "USN nefnd leggur til að formaður og skipulagsfulltrúi kalli formann félags frístundalóðarhafa í Svarfhólsskógi og landeiganda á sinn fund"
Skipulagsfulltrúi gerði tilraun til að boða formann félagsins og landeigenda á sinn fund en náði ekki í landeiganda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. USN leggur til að skipulags- og umhverfisfulltrúi hafi samband við hlutaðeigandi.
10.Vallanesland C - breyting á skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús.
1504034
Borist hefur erindi frá Þórði Magnússyni varðandi breytingu á skráningu sumarhúss á Vallaneslandi C í íbúðarhús.
Byggingarfulltrúa falið að gera úttekt á húsnæðinu og meta hvort mannvirkið sé í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar er varðar skilgreiningar á íbúðarhúsnæði.
11.Leynisvegur 6 - breyting á deiliskipulagi og viðbygging
1505018
Borist hefur erindi frá Snók verktökum varðandi breytingu á deiliskipulagi og viðbyggingu við hús. Óskað er eftir því að nýtingarhlutfall lóðar hækki úr 0.4 í 0.6, byggingarreitur stækki og að hægt verði að byggja 3-5 metra frá lóðarmörkum. Einnig er óskað eftir því að staðsetja eldsneytisdælu á lóð ásamt niðurgröfnum eldsneytistönkum og olíuskilju.
USN nefnd felur skipulags - og umhverfisfulltrúa falið að ræða við skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna og bréfritara.
12.Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál
1409023
Erindi hefur borist frá Norðuráli hf. dags. 5. mars 2015 vegna aukningar í framleiðslu Norðuráls á Grundartanga. Málið var tekið fyrir á 53. fundi USN nefndar 22. apríl 2015 og gerð eftirfarandi bókun. "USN nefnd telur fyrirhugaða framleiðsluaukningu Norðuráls á Grundartanga kalla á breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagsáætlana nr. 123/2010. skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram."
Málinu frestað, nefndarfólk óskaði eftir lengri tíma til að kynna sér gögnin.
13.Krafa um ógildingu deiliskipulag - Glammastaðir
1505015
Borist hefur erindi frá Land-lögmenn fh. Valz þar sem farið er fram á ógildingu deiliskipulags vegna Glammastaða.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að leita álits lögmanns og Skipulagsstofnunar vegna erindisins.
Fundi slitið.