Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Deiliskipulag Bjarkaráss í landi Beitistaða
1407014
Haldinn var kynningarfundur þann 29. sept. sl. með lóðarhöfum Bjarkaráss. Lóðarhafar tveggja lóða mættu á fundinn. Lóðarhafar voru beðnir um að koma með ábendingar við tillögu deiliskipulags áður en sveitarfélagið tæki ákvörðun um frekari afgreiðslu á málinu.
2.Endurskoðun aðalskipulags.
1409020
Nefnarmönnum var falið á 45. fundi USN nefndar að kynna sér gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.
Nefndarmenn fóru yfir ýmsar hugmyndir og atriði varðandi gildandi aðalskipulag.
Ákveðið að kynna minnisblað sem gert var á fundinum fyrir sveitarstjórn.
Ákveðið að kynna minnisblað sem gert var á fundinum fyrir sveitarstjórn.
3.Fjárhagsáætlun 2015-2018 undirbúningur
1405016
Byggingarfulltrúa falið á 44. fundi USN nefndar að senda nefndarmönnum nauðsynleg gögn fyrir fundinn.
Sjá gögn á eftirfarandi slóð: http://hvalfjardarsveit.is/frettir/nr/182305/
Sjá gögn á eftirfarandi slóð: http://hvalfjardarsveit.is/frettir/nr/182305/
Formaður fór yfir nokkra kostnaðarliði í fjárhagsáætlun nefndarinnar og var falið að koma þeim áfram til sveitarstjórnar.
4.Silicor ráðstefna
1410001
Haldin var ráðstefna um Silicor Materials á Grundartanga þann 26. september 2014 í Háskólanum í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2015
1410002
Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2015 rennur út kl. 16:00 þann 14. október 2014.
Samþykkt að sækja um til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna áframhaldandi uppbyggingar við fossinn Glym í samstarfi við landeigendur.
Formanni og byggingarfulltrúa falið að vinna að umsókn.
Formanni og byggingarfulltrúa falið að vinna að umsókn.
6.Deiliskipulag Melahverfis
1409031
Umfjöllun um lóðir Lækjamel 12 og 14
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóð við Lækjarmel 14 verði "opið svæði til sérstakra nota" og deiliskipulagi Melahverfis I verði breytt í samræmi við það.
7.Náttúrverndarsvæði - Ástandsskýrsla 2014
1410016
6. nóvember 2014 verður haldinn 17. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúrvernd skulu nefndir veita Umhverfisstofnun yfirlit yfir störf sín með skýrslu í lok hvers árs.
Ólafur Jóhannesson tekur að sér að gera drög að ársskýrslu fyrir nefndina.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Skipulagsfulltrúa falið að boða ofangreinda lóðarhafa á fund og fara yfir skipulagsmál á svæðinu.