Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

97. fundur 02. apríl 2019 kl. 17:30 - 20:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032.

1901286

Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá EFLU fara yfir helstu punkta vegna endurskoðun aðalskipulag sveitarfélagsins.
USN nefnd fundaði með fulltrúum Eflu um vinnuna sem er framundan vegna endurskoðunar aðalskipulags. Drög að skipulagslýsingu munu liggja fyrir næsta fund nefndarinnar þann 7. maí n.k.

2.Vallarnes 1 - skógrækt.

1901165

Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt samkvæmt 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

Framkvæmdaleyfið hefur verið grenndarkynnt samkvæmt skipulagslögum 123/2010 og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma vegna fyrirhuguðu skógræktarlandi á jörðinni Vallarnesi 1. Svæðin þrjú eru tæplega 22 ha stærð. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.

3.Brekku - breyting á deiliskipulagi.

1803026

Breyting á deiliskipulagi Brekku var grenndarkynnt samkvæmt 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagið tekur til stækkunar íbúðarhúsalóðar vestan megin aðkomuvegar ásamt færslu og stækkun byggingarreits.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.
Breyting á deiliskipulagi Brekku í Hvalfjarðarsveit sem snýr að stækkun íbúðarhúsalóðar vestan aðkomuvegar ásamt færslu og stækkun byggingarreits. Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni né skuggavarp. Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt skipulagslögum 123/2010 aðliggjandi lóðarhöfum og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingarnar á deiliskipulaginu.

4.Sorphirðusamningur.

1604001

Farið yfir stöðu mála.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða sorphirðusamninginn með það að markmiði að fjölga sorphirðudögum á flokkuðu sorpi í samræmi við fylgigögn frá Íslenska Gámafélaginu.

5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaðir - 2019.

1810045

Glymur - Synjun á styrk.
Nefndin harmar þá ákvörðun Framkvæmdasjóðs ferðamanna um synjun umsóknar um styrk. Undanfarin ár hefur verið uppbygging á svæðinu þar sem mikil aðsókn er að Glymssvæðinu. Skipulags- og umhverfisfulltrúinn hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni þar sem verkefnið snýr að brýnum þörfum að aðgengi og öryggismálum svæðisins.

6.Reiðvegur-athugasemd-Hafnarskógur.

1903044

Erindi frá Félagi Frístundabyggðar í Hafnarskógi.

Í deiliskipulagi frístundarbyggðar Höfn II er sýnd reiðleið á skipulagsuppdrætti sem unnin er af teiknistofunni Jaðar dags, 22. maí 2000. Reiðleið liggur í gegnum frístundarsvæðið eftir „gamall aflagður hringvegur“ og ættu lóðarhöfum að hafa verið kunnugt um reiðleiðina áður en framkvæmdir hófust á frístundarsvæðinu þar sem hún er hluti af deilskipulaginu. Núverandi akvegur frístundasvæðis var lagður ofan á gamla reiðleið í gegnum svæðið.

Nefndin leggur til að þar sem vinna á endurskoðun aðalskipulagsins er að hefjast eru reiðvegir í sveitarfélaginu er Hafnarskógur hluti af því sem verður skoðað og tekið til endurskoðunar með Vegagerð ríkisins og hagsmunaðilum.

ÁH vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Efni síðunnar