Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032
1901286
Velja ráðgjafa við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
2.Breyting á aðalskipulagi-Brennimelslína 1.
1202023
Vatnshamralína 2 / Akraneslína 2
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulegar breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar samkvæmt skipulagslögum sbr 2.mgr.36 gr.123/2010 vegna styrkingar flutningskerfis í nágrenni við Akranes. Framkvæmdin hefur ekki breytingar á landnotkun í för með sér og hefur ekki mikil áhrif á svæðið í heild sinni. Aðalskipulagsbreytingin skal vera kynnt aðliggjandi landeigendum.
3.Narfastaðaland skipulag
1812012
Deiliskipulagstillaga-lýsing-umsagnir
Lýsingartillagan var auglýst sbr. 40.gr skipulagslaga nr.123/2010 og einnig var haldinn kynningarfundur um skipulagslýsinguna þann 8.febrúar.
Umsagnir bárust með athugasemdum og ábendingum frá eftirfarandi stofnunum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Nefndin tekur undir þær athugasemdir og ábendingar sem bárust frá umsagnaraðilum.
Nefndin samþykkir ábendingarnar og leggur til að þær verði teknar til greina inn í deiliskipulagstillöguna.
USN nefnd samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.
Umsagnir bárust með athugasemdum og ábendingum frá eftirfarandi stofnunum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Nefndin tekur undir þær athugasemdir og ábendingar sem bárust frá umsagnaraðilum.
Nefndin samþykkir ábendingarnar og leggur til að þær verði teknar til greina inn í deiliskipulagstillöguna.
USN nefnd samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.
4.Hóll - Stofnun lóðar - Háhóll
1902014
Guðmundur Þórir Friðjónsson, kt. 260544-4709 sækir um að stofna lóð sem stofnuð yrði úr upprunalandi Hóll L133182.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar.
Skipulags- umhverfisfulltrúa falið að leita umsagnar Stofnunar Árna Magnússonar vegna nafngiftar á umræddri lóð.
Skipulags- umhverfisfulltrúa falið að leita umsagnar Stofnunar Árna Magnússonar vegna nafngiftar á umræddri lóð.
5.Leyfi til efnistöku í landi Kjalardals- endurnýjun.
1606040
Umsókn um framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Kjalardal.
Nefndin samþykkir að framlengja framkvæmdaleyfið til 30.júní 2020 þar sem allar forsendur málsins eru óbreyttar síðan gefið var út leyfi dags. 28. apríl 2015. Nefndin leggur til að unnið verði að mati á umhverfisáhrifum ef um frekari efnistöku á umræddu svæði verður að ræða.
6.Ölver 13 - L133754 - Notkunarbreyting Mhl.01
1903001
Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, kt. 311253-3959 sækir um breytingu á notkunarflokki. Óskað er eftir breytingu á mhl. 01, 42,9 fm úr sumarbústað í geymslu á lóðinni Ölver 13, L133754, F2105553. Fasteign er óíbúðarhæf.
Usn nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytta notkun fasteignar.
7.Ölver 13 og 13b - Sameining lóða
1902033
Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, kt. 311253-3959 sækir um samruna á lóðunum Ölver 13, L133754 og Ölver 13b, L221646. Óskað er eftir að Ölver 13b sameinist Ölver 13.
Misræmi er á milli gagna sem bárust við skráningu Ölvers 13b og við samanburð skráðra landstærða skv. afmörkun mæliblaða.
Mikið ósamræmi er á gögnum samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár (Tölvupóstur dags, 21.febrúar 2013).
Nefndin leggur til að unnið verði að hnitsettum uppdrætti af þessu svæði þar sem allir aðliggjandi lóðarhafar skrifi upp á sem samþykkir aðilar vegna þessa misræmis.
Einnig leggur nefndin til að deiliskipulagið verði tekið upp í heild sinni og uppfært í hnit vegna misræmismála.
Mikið ósamræmi er á gögnum samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár (Tölvupóstur dags, 21.febrúar 2013).
Nefndin leggur til að unnið verði að hnitsettum uppdrætti af þessu svæði þar sem allir aðliggjandi lóðarhafar skrifi upp á sem samþykkir aðilar vegna þessa misræmis.
Einnig leggur nefndin til að deiliskipulagið verði tekið upp í heild sinni og uppfært í hnit vegna misræmismála.
8.Ölver 13 - L133754 - Niðurrif Mhl.03
1902030
Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, kt. 311253-3959 sækir um niðurrif á mhl.03 á lóðinni Ölver 13, L133754, F2105553. Um er að ræða gróðurhús, 10.2 fm sem búið er að fjarlægja gler úr og eftir stendur timburgrind.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
9.Sorphirðusamningur
1604001
Farið yfir stöðu mála eftir fund með Íslenska gámafélaginu.
Formaður og skipulags- og umhverfisfulltrúi fóru yfir helstu atriði af fundi með fulltrúum Íslenska gámafélagsins.
Rætt m.a um fjölgun losunardaga á flokkuðu sorpi og stærð íláta fyrir flokkað sorp.
Rætt m.a um fjölgun losunardaga á flokkuðu sorpi og stærð íláta fyrir flokkað sorp.
10.Grenndarstöð í Melahverfi
1805026
Grenndarstöð við Bugðumel í Melahverfi.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í framkvæmdir við grenndarstöð við Bugðumel.
11.Hreinsunarátak Hvalfjarðarsveitar 2019
1903005
Nú fer að koma að hinni árlegu vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit og eru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar fyrirtækja hvattir til að taka til hjá sér fyrir sumarið.
Hreinsunarátak í þéttbýli verður frá 24. maí til 10. júní og í dreifbýli frá 1. júní til 31. ágúst skv. verklagsreglum um hreinsunarátak sem hægt er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skipulags - og umhverfisfulltrúa falið að auglýsa hreinsunarátakið.
Skipulags - og umhverfisfulltrúa falið að auglýsa hreinsunarátakið.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Nefndin þakkar Eflu, Verkís og Landlínum sem sýndu áhuga á endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar og kynningu á fyrirtækjum sínum þann 19. febrúar 2019.