Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Upplýsingagjöf vegna verksamnings um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit 2017 - 2022.
1803028
Kynningardagur
AH og ÁH fóru yfir drög að dagskrá vegna kynningarfundar um úrgangsmál og dag umhverfisins.
Ákvörðun dagsetningar og nákvæmari dagskrá verður unnin á milli funda.
Ákvörðun dagsetningar og nákvæmari dagskrá verður unnin á milli funda.
2.Hreinsunarátak 2018
1804004
Skipulags- og umhverfisfulltrúi fór yfir hvernig hreinsunarátakið gekk í fyrra hvað varðar fyrirkomulag og kostnað.
USN nefnd ákveður að hreinsunarátak 2018 verði 18. maí til 4. júní n.k.
USN nefnd ákveður að hreinsunarátak 2018 verði 18. maí til 4. júní n.k.
3.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar
1803005
Nefndin gerir engar athugasemdir og vísar málinu til sveitarstjórnar.
4.Ártröð 10 og 12 - Breyting á deiliskipulagi
1804001
Guðmunda Kristinsdóttir óskar eftir að texti á deiliskipulagi "mýrlendi óbyggt i fyrstu síðar jafnvel til sameiginlegra nota" verði fjarlægður.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að skipulagið verði leiðrétt í samræmi við óskir lóðaeiganda.
Málinu vísað til sveitarstjórn.
Málinu vísað til sveitarstjórn.
5.Rekstrarleyfi í skipulögðum frístundahverfum.
1710021
Farið var á fund með skipulagsstofnun, Landlínur sendu endurbætta tillögu.
Farið yfir drög að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfarðarsveitar 2008-2020.
Málinu er vísað til kynningar í sveitarstjórn. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti skipulagsstofnunar á tillögunni.
Málinu er vísað til kynningar í sveitarstjórn. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti skipulagsstofnunar á tillögunni.
6.Kross - deiliskipulagsbreyting, fyrirspurn
1804005
Fyrirspurn vegna lóða 8 og 10 við Ásvelli er varðar breytingu á skipulagi og leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að kanna vilja landeigenda um að breyta deiliskipulaginu á þann hátt að hús við Ásvelli 2 -12 verði einnar hæðar í stað tveggja.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að kanna vilja landeigenda um að breyta deiliskipulaginu á þann hátt að hús við Ásvelli 2 -12 verði einnar hæðar í stað tveggja.
7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - 2018
1710015
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt 5,1 milj kr styrk til áframhaldandi verkefna við Glym í Botnsdal
Lagt fram og kynnt.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Daniel Ottesen vek af fundi kl. 16:05