Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

86. fundur 05. apríl 2018 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Lulu Munk Andersen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Ása Hólmarsdóttir vek af fundi kl. 15:55
Daniel Ottesen vek af fundi kl. 16:05

1.Upplýsingagjöf vegna verksamnings um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit 2017 - 2022.

1803028

Kynningardagur
AH og ÁH fóru yfir drög að dagskrá vegna kynningarfundar um úrgangsmál og dag umhverfisins.
Ákvörðun dagsetningar og nákvæmari dagskrá verður unnin á milli funda.

2.Hreinsunarátak 2018

1804004

Skipulags- og umhverfisfulltrúi fór yfir hvernig hreinsunarátakið gekk í fyrra hvað varðar fyrirkomulag og kostnað.
USN nefnd ákveður að hreinsunarátak 2018 verði 18. maí til 4. júní n.k.

3.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar

1803005

Nefndin gerir engar athugasemdir og vísar málinu til sveitarstjórnar.

4.Ártröð 10 og 12 - Breyting á deiliskipulagi

1804001

Guðmunda Kristinsdóttir óskar eftir að texti á deiliskipulagi "mýrlendi óbyggt i fyrstu síðar jafnvel til sameiginlegra nota" verði fjarlægður.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að skipulagið verði leiðrétt í samræmi við óskir lóðaeiganda.
Málinu vísað til sveitarstjórn.

5.Rekstrarleyfi í skipulögðum frístundahverfum.

1710021

Farið var á fund með skipulagsstofnun, Landlínur sendu endurbætta tillögu.
Farið yfir drög að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfarðarsveitar 2008-2020.
Málinu er vísað til kynningar í sveitarstjórn. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti skipulagsstofnunar á tillögunni.

6.Kross - deiliskipulagsbreyting, fyrirspurn

1804005

Fyrirspurn vegna lóða 8 og 10 við Ásvelli er varðar breytingu á skipulagi og leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að kanna vilja landeigenda um að breyta deiliskipulaginu á þann hátt að hús við Ásvelli 2 -12 verði einnar hæðar í stað tveggja.

7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - 2018

1710015

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt 5,1 milj kr styrk til áframhaldandi verkefna við Glym í Botnsdal
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar