Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Áshamar 2 - fyrirspurn um sameiningu lóða.
1712003
Fyrirspurn er varðar sameiningu lóðar við Áshamar, Áshamar 2 og Lindás.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið.
2.Fellsendi - Mhl.03 - Vélaskemma
1706022
Á 79. fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar og á 244. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að heimila byggingu á vélaskemmu í landi Fellsenda, lnr. 133625.
Óskað er eftir að snúa byggingunni um 90°.
Óskað er eftir að snúa byggingunni um 90°.
USN nefnd samþykkir erindið.
3.Gerði - Stofnun lóðar - Arnesvík
1709001
Umsögn frá Örnefnanefnd móttekið 14.10.2017 er varðar heiti á íbúðarhúsalóð í landi Gerðis.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna umsækjanda niðurstöðu Örnefnanefndar og málsmeðferð skv. 5. gr. laga um örnefni nr. 22/2015.
Niðurstaða örnefnanefndar er að nafnið Arnesvík /Arnesarvík á lóð úr landi Gerðis sé ekki í samræmi við lög um örnefni og leiðbeiningar nefndarinnar um nafngiftir býla.
Niðurstaða örnefnanefndar er að nafnið Arnesvík /Arnesarvík á lóð úr landi Gerðis sé ekki í samræmi við lög um örnefni og leiðbeiningar nefndarinnar um nafngiftir býla.
4.Gjaldskrá, fyrir sorphirðu og urðun sorps í Hvalfjarðarsveit
1712009
Lagt fram til kynningar
5.Lýsing við Brennimel
1712008
Skipulagsfulltrúa falið að skrifa rekstraraðila tengivirkis á Brennimel, Landsneti, um að draga úr ljósmagni frá tengivirkinu líkt og fyrirtæki á Grundartanga hafa gert á undanförnum misserum varðandi ljósmagn/ljósmengun frá iðjuverunum á Grundartanga.
6.Rekstrarleyfi í skipulögðum frístundahverfum.
1710021
Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi, sveitarstjóri og lögfræðingur sveitarfélagsins fóru á fund með Skipulagsstofnun varðandi rekstrarleyfi á skipulögðum frístundasvæðum. Erindið var á dagskrá á fundi nefndarinnar 8. nóvember 2017 og var eftirfarandi bókað: Skipulagsfulltrúi greindi frá fundinum. Lagt verður fram minnisblað á næsta fundi.
Minnisblað lagt fram.
7.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes
1712004
Reykjavíkurborg kynnir drög að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 -2040
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
8.Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu
1712001
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar samgöngu- og þróunarása fyrir hágæðakerfi almenningsamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Athugasemdafrestur til og með 18. janúar 2018
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
9.Aðalskipulag Reykjavíkur, niðurfelling Kópavogsganga
1712007
Uppfærð drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
10.Endurskoðun á Aðalskipulagi Kjósárhrepps 2005-2017
1712006
Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 sem gildir 2017 til 2029.
Lagt fram til kynningar.
11.Kambshólsland - breyting á deiliskipulagsskilmálum
1609045
Óskað er eftir að beiðni um deiliskipulagsbreytingu verði felld niður.
USN nefnd samþykkir beiðnina.
12.Kross - breyting á deiliskipulagi
1710018
Kross 1. áfangi - deiliskipulagsbreyting.
USN nefnd samþykkir að auglýsa erindið og vísar því til sveitarstjórnar.
13.Narfastaðir - nýtt deiliskipulag
1709003
Nýtt deiliskipulag lagt fram.
Afgreiðslu frestað.
14.Athugasemdir frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð við tillögu að umhverfisvöktunaráætlun fyrir iðjuverin á Grundartanga 2017 - 2021
1712005
Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð
Erindið lagt fram.
15.Vernd og endurheimt votlendis - Samband íslenskra sveitarfélaga
1712002
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindaráðuneytið er varðar vernd og endurheimt votlendis.
Umhverfisfulltrúa falið að kanna áhuga á sameiginlegum fundi nágrannasveitarfélaga með landgræðslustjóra.
16.Umhverfisvöktunaráætlun fyrir iðjuverin á Grundartanga 2017-2021
1712014
Umsagnarfrestur vegna tillögu um endurskoðaða vöktunaráætlun var 14. nóvember s.l.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir lengri umsagnafresti hjá Umhverfisstofnun. Nefndarmenn afgreiða umsögn milli funda eins fljótt og auðið er.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir lengri umsagnafresti hjá Umhverfisstofnun. Nefndarmenn afgreiða umsögn milli funda eins fljótt og auðið er.
Fundi slitið - kl. 18:00.