Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

74. fundur 17. janúar 2017 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Sæmundur Víglundsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, tillaga að breytingu

1701017

Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 8. desember 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á tillögu að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2010, heimildir um veitinga- og gististaði.
Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.

2.Ásklöpp 199950 - Umsögn - Lögbýlisskráning

1701015

Bjarni Rúnar Jónsson óskar eftir umsögn varðandi íbúðarhúsalóðina Ásklöpp, lnr. 199950, stærð 5.964,2 fm, að hún fái lögbýlisskráningu.
USN nefnd gerir ekki athugasemd við að umrædd lóð fái lögbýlisskráningu.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.Áætlun vegna dekkjakurls

1701022

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um kurlað dekkjagúmmí á gervigrasvöllum.
Lagt fram.

4.Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð

1701019

Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 13. desember 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á tillögu að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, breyttar heimildir um fjölda íbúða á völdum svæðum.
Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.

5.Breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1701014

Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, miðsvæði Borgarness. Fyrirhugað að breyta Aðalskipulagií Borgarnesi fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir, M1 og M3.
Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.

6.Erindi til Umhverfisstofnunar

1612027

Erindi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð til Umhverfisstonunar frá 29. ágúst s.l vegna starfsemi GMR endurvinnslu ehf á Grundartanga.
USN nefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og hvetur Umhverfisstofnun að svara bréfrita sem fyrst samkvæmt eðlilegum stjórnsýsluháttum ríkisstofnunar.

7.Eystra-Miðfell 2 - Stofnun lóðar - Hábær

1612028

Jón Valgarðsson eigandi Eystra-Miðfells 2, lnr.22413, óskar eftir að stofna íbúðarhúsalóð sem á að heita Hábær. Um er að ræða 3418 fm lóð og mun íbúðarhúsið, mhl.08 færast yfir á Hábæ.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

8.Framkvæmdarleyfi - Hækkun Hafnarbakka á 2. áfanga Tangabakka Grundartanga

1701020

Faxaflóahafna sækir um framkvæmdarleyfi fyrir hækkun hafnarbakka á 2. áfanga Tangabakka, Grundartanga.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði veitt. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

9.Framkvæmdaleyfi, borun jarðhitaholu í landi Eyrar í Svínadal

1701016

Hvalfjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun jarðhitaholu í landi Eyrar í Svínadal.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum vegna málsins.

10.Framkvæmdarleyfi - Brúarstæði á Þverá hjá Geitabergi

1701023

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á brúarstæði á Þverá hjá Geitabergi
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum vegna málsins.

11.Garðavellir 4 - breyting á deiliskipulagi

1609049

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á skipulagi Krosslands (Kross) skv. 43. greina laga nr. 123 frá 2010. Einnig leggur nefndin til að grenndarkynna stærð byggingar á Garðavöllum 4.

12.Kambshólslandi - breyting á deiliskipulagsskilmálum

1609045

Sótt er um breytingar á deiliskipulagi í landi Kambhóls. Breytingar felst í því að byggingarskilmálar svæðisins breytast.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leita samráðs við lögfræðing sveitarfélagsins.

13.Landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

1701021

Umhverfis- og auðlindamála undirbrýr nú gerð annarrar skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins og hvetur alla þá sem áhuga hafa til að koma með ábendingar.
Lagt fram.

14.Vallanesland C - Sameina lóðir - Nafnabreyting - Lögbýli

1701002

Þórður Magnússon eigandi að Vallanesi C (lnr.193645), B (lnr.193644) og C-1 (lnr.193585) óskar eftir sameiningu lóðanna B og C-1 við Vallanes C. Einnig óskar hann eftir því að Vallanes C fá nafnið Vallanes 1 og jákvæða umsókn varðandi lögbýlisskráningu.
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við sameiningu ofangreindra lóða og að lóðin heiti Vallanes 1.
USN nefnd gerir ekki athugasemd við að umrædd lóð fái lögbýlisskráningu.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

15.Vallanesland C-1 - Lnr.193585 - Breytingu á sumarhúsi í íbúðarhús

1504034

Lagt var fyrir USN nefdnarfund nr. 54 (20.05.2015) og nr. 61 (13.11.2015) umsókn frá Þórði Magnússyni um breytta skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús á Vallaneslandi C-1.

Bókun USN nefndar á fundi nr.54:
Byggingarfulltrúa falið að gera úttekt á húsnæðinu og meta hvort mannvirkið sé í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar er varðar skilgreiningar á íbúðarhúsnæði.

Bókun USN nefndar á fundi nr.61:
Mannvirkið uppfyllir kröfur sem íbúðarhúsnæði samkvæmt gildandi byggingarreglugerð. Hinsvegar stendur sumarhúsið á 3,2 ha sumarhúsalóð sem er ekki í eigu umsækjanda. Mælt er með að stofnuð verði lóð undir mannvirkið sem verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Samkvæmt fundarbókun USN nefndar af fundi nr. 64, uppfyllir sumarhúsið kröfur byggingarreglugerðar sem íbúðarhúsnæði. Sumarhúsalóðin er nú í eigu umsækjanda.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að frístundahúsinu verði breytt í íbúðarhús.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40

1701001F

  • 16.1 1610032 Akravellir 12 - Einbýlishús og bílskúr
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.800,-
    Byggingarleyfisgjald 179,8 m², kr. 53.940,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.500,-
    Úttektargjald 7 skipti kr. 75.600,-
    Mæling fyrir húsi á lóð kr. 59.500,-
    Aukamæling fyrir húsi á lóð kr. 59.500,-
    Lokaúttekt kr. 29.900,-
    Heildargjöld samtals kr. 305.740,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 16.2 1607013 Asparskógar 20 - Rekstrarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald vegna umsóknar kr. 10.800,-

    Heildargjöld samtals kr. 10.800,-
  • 16.3 1612009 Austurás 5 - Tilkynnt framkvæmd - Viðbygging
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.700,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.400,-
    Heildargjöld samtals kr. 27.100,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt.
  • 16.4 1611012 Ásfell 1 - Eignaskiptayfirlýsing - Eldri fellur úr gildi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald við móttöku umsóknar kr .10.700,-
    Yfirferð eignarskiptayfirlýsingar kr. 21.600,-
    Samtals 32.300,-

    Óskað er eftir því að reikning sé skipt eftir hlutafallstölum
    Fastanúmer 222-7022 43,66% Kr. 14.102,-
    Fastanúmer 222-7023 56,34% Kr. 18.198,-

    Heildargjöld kr. 14.102,-
  • 16.5 1603015 Elkem - Mhl.06 - Viðbygging
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.700,-,-
    Byggingarleyfisgjald 89,6 m², kr. 26.880,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.400,-

    Heildargjöld samtals kr. 53.980,-
  • 16.6 1609031 Elkem - Mhl.06 - Viðbygging - Spennapallur
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.800,-
    Byggingarleyfisgjald 32,9 m², kr. 9.870,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.600,-
    Úttektargjald 2 skipti kr. 21.600,-
    Lokaúttekt kr. 15.000,-
    Heildargjöld samtals kr. 73.870,-
    Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 16.7 1611001 Elkem - Mhl.32 - Tegnivirki - Geymsla og tæknirými
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.700,-
    Byggingarleyfisgjald 65,8 m², kr. 19.740,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.500,-
    Úttektargjald 4 skipti kr. 42.800,-
    Lokaúttekt kr. 59.700,-
    Heildargjöld samtals kr. 149.440,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 16.8 BF020129 Fornistekkur 14
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Lokaúttekt kr. 14.900,-
    Heildargjöld kr. 14.900,-
  • 16.9 1509055 Fornistekkur 5 - Sumarhús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.200,-
    Byggingarleyfisgjald 48 m², kr. 14.400,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 15.600,-
    Uppsetning á skráningartöflu kr. 10.200,-
    Úttektargjald 5 skipti kr. 51.000,-
    Mæling fyrir húsi á lóð kr. 59.500,-
    Lokaúttekt kr. 14.100,-
    Heildargjöld samtals kr. 175.000,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 16.10 1608007 Hafnarfjall 2 - Hótel Hafnarfjall - Stöðuleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Samþykkt er að veita stöðuleyfi í hálft ár samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012.

    Gjöld:
    Stöðuleyfi til hálfs árs kr. 20.000,- x 5 smáhýsi
    Heildargjöld kr. 100.000,-
  • 16.11 1609030 Höfn 2 - Stofnun lóðar - Hafnarskógar 77
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Umsýsla vegna stofnun lóðar kr. 16.600,-
    Veðbókavottorð kr. 1.500,-
    Heildargjöld kr. 18.100,-

    Samræmist gildandi deiliskipulagi og er samþykkt.
  • 16.12 1603027 Kúhalli 9 - Mhl.03 - Köld geymsla
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.700,-
    Byggingarleyfisgjald 32,3 m², kr. 9.690,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.400,-
    Úttektargjald 2 skipti kr. 21.400,-,-
    Lokaúttekt kr. 14.800,-
    Heildargjöld samtals kr. 72.990,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 16.13 1610013 Litla Lambhagaland - Nafnabreyting - Litli-Lambhagi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Umsýslugjöld vegna breytingar á lóð kr. 16.500,-
    Heildargjöld kr. 16.500,-
  • 16.14 1612026 Norðurás 1 - Viðbygging
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.700,-
    Byggingarleyfisgjald 49 m², kr. 14.700,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.400,-
    Úttektargjald 5 skipti kr. 53.500,-
    Lokaúttekt kr. 14.800,-

    Heildargjöld samtals kr. 110.100,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 16.15 1605026 Ytra-Hólmsland - Hamar - Viðbygging
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 40 Gjöld:
    Afgreiðslugjald kr. 10.800,-
    Byggingarleyfisgjald 36,5 m², kr. 10.950,-
    Yfirferð uppdrátta kr. 16.600,-
    Úttektargjald 5 skipti kr. 54.000,-
    Lokaúttekt kr. 30.000,-
    Heildargjöld samtals kr. 122.350,-

    Samrýmist skipulagi og er samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar