Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
Ólafur Jóhannesson boðaði forföll og varamaður hans komst ekki á fundinn.
1.Ársfundur Umhverfisstofnunar
1612006
Ársfundur Umhverfisstofnunnar - lagt fram til kynningar
Erindi og gögn lögð fram frá ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Laxárbakka þann 10. nóvember s.l.
Hægt er að sjá gögnin á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Hægt er að sjá gögnin á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
2.Deiliskipulag - vinnubúðir/gistibúðir í landi Lyngholts.
1606036
Fulltrúar Snóks ehf, Kristmundur Einarsson og Hafdís Guðlaugsdóttir, kynntu hugmyndir sínar um tímabundnar starfsmannabúðir/gistibúðir í Lyngholti vegna uppbyggingar á Grundartanga.
Nefndin þakkar Kristmundi og Hafdísi fyrir góða kynningu.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og kalla eftir upplýsingum frá Silicor Materials varðandi staðsetningu og tilhögun vinnubúða vegna fyrirhugaðrar verksmiðju við Grundartanga.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og kalla eftir upplýsingum frá Silicor Materials varðandi staðsetningu og tilhögun vinnubúða vegna fyrirhugaðrar verksmiðju við Grundartanga.
3.Framkvæmdaleyfi - aðkomuvegur að Stóra-Lambahaga 2
1605009
Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt og bárust 3 athugasemdir.
USN leggur til við sveitarstjórn að gefa út framkvæmdaleyfi til lagningar heimreiðar að útihúsum og sumarbústaðarlandi í landi Stóra Lambhaga 2, landnúmer, 219307, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
Nefndin leggur um leið áherslu á að veiting framkvæmdaleyfis tekur þó ekki með nokkrum hætti afstöðu til eða heimilar aflagningu eða lokun eldri aðkomu að áðurnefndum útihúsum og sumarbústaðarlandi í ljósi kvaðar sem finna má í landskiptum jarðarinnar Stóra-Lambhaga 2, Hvalfjarðarsveit dags. 14. október 2009, sem hljóðar svo: ”Aðkoma að útihúsum og hlöðu liggur um veg sem liggur framhjá Hlaðbúð og sést á uppdrætti á landspildu sem er merkt 2 á uppdrætti (3,30 hektarar) og skal umferð að húsunum vera óhindruð í framtíðinni.“ Landskiptunum var þinglýst 30. apríl 2010.
Nefndin telur að umrædd kvöð hafi komist á með samkomulagi allra þeirra aðila sem skrifuðu undir landskiptin og skulbundu sig þar með til að gangast undir hana. Það sé ekki sveitarfélagsins að veita leyfi sem gangi þvert á það samkomulag.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomunum athugasemum í samræmi við bókun nefndarinnar.
USN leggur til við sveitarstjórn að gefa út framkvæmdaleyfi til lagningar heimreiðar að útihúsum og sumarbústaðarlandi í landi Stóra Lambhaga 2, landnúmer, 219307, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
Nefndin leggur um leið áherslu á að veiting framkvæmdaleyfis tekur þó ekki með nokkrum hætti afstöðu til eða heimilar aflagningu eða lokun eldri aðkomu að áðurnefndum útihúsum og sumarbústaðarlandi í ljósi kvaðar sem finna má í landskiptum jarðarinnar Stóra-Lambhaga 2, Hvalfjarðarsveit dags. 14. október 2009, sem hljóðar svo: ”Aðkoma að útihúsum og hlöðu liggur um veg sem liggur framhjá Hlaðbúð og sést á uppdrætti á landspildu sem er merkt 2 á uppdrætti (3,30 hektarar) og skal umferð að húsunum vera óhindruð í framtíðinni.“ Landskiptunum var þinglýst 30. apríl 2010.
Nefndin telur að umrædd kvöð hafi komist á með samkomulagi allra þeirra aðila sem skrifuðu undir landskiptin og skulbundu sig þar með til að gangast undir hana. Það sé ekki sveitarfélagsins að veita leyfi sem gangi þvert á það samkomulag.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomunum athugasemum í samræmi við bókun nefndarinnar.
4.GMR endurvinnslunni ehf - ákvörðun Skipulagsstofnunar
1612004
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu breytts úrgangsferlis hjá GMR Endurvinnslunni. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdirnar skuli háðar mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram.
5.Kambshólslandi - breyting á deiliskipulagsskilmálum
1609045
Svarbréf frá embætti Sýslumanns á Vesturlandi lagt fram til kynningar
Lagt fram.
6.Kerfisáætlun 2016-2025
1611033
Fyrir liggur tillaga að Kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016.
Nefndarmenn komi athugsemdum, ef einhverjar eru, til skipulagsfulltrúa fyrir 20. desember n.k.
7.Matfugl að Hurðarbaki - Matsáætlun
1612007
Tillaga að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar stækkunar.
Formanni falið að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
8.Ársskýrsla náttúravernarnefndar 2016
1610021
Frestað.
Fundi slitið - kl. 20:00.