Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Vorhreinsun 2016
1602019
Á 65. fundi USN nefndar 30. mars 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna gögn varðandi árlega vorhreinsun fyrir næsta fund og einnig að vinna drög að reglum um vorhreinsun í sveitarfélaginu."
2.Styrkur 2016
1510026
Á 65. fundi USN nefndar 30. mars 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Fundur er fyrirhugaður með landeigendum vegna verkefnisins á næstunni."
Lögð fram fundargerð samráðsfundar með fulltrúum landeigenda í Stóra-Botni sem fram fór 7. apríl sl. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram.
3.Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
1308017
Á 65. fundi USN nefndar 30. mars 2016 var gerð eftirfarandi bókun:"Fundargerð stýrihóps lögð fram."
Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur fundað með fulltrúum ráðgjafastofunnar Steinsholt slf. og óskað eftir tilboði og tímaáætlun í vinnu við endurskoðun á landbúnaðarkafla aðalskipulags varðandi flokkun landbúnaðarlands. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að kalla saman stýrihóp þegar umrædd gögn hafa borist.
4.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall
1603029
Á 65. fundi USN nefndar 30. mars 2016 var gerð eftirfarandi bókun:"Samkvæmt Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er landnotkun umrædds svæðis skilgreind sem verslun og þjónusta, opið svæði til sérstakra og náttúruvernd-ófriðlýst.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna."
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna."
Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með Skipulagsstofnun varðandi málið. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir umsögn Skipulagsstofnunar og Umhverfissstofnunar við deiliskipulagstillöguna.
5.Deiliskipulag hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði - breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis, austursvæðis
1510022
Á 208. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun:"Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að auglýsa tillöguna sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að auglýsa tillöguna sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að fella niður ákvæði í breytingu á deiliskipulagi austursvæðis hvað kerbrotagryfjur varðar þar sem ekki er tímabært að skilgreina slíkar gryfjur á svæðinu.
6.Melahverfi 2 - Rotþró - Tímabundin niðursetning
1604031
Tæknideild óskar eftir samþykki USN nefndar og sveitarstjórnar á bráðabirgðastaðsetningu rotþróar á lóðinni Holtamelur 14, Melahverfi 2. Rotþró mun þjónusta hús við Háamel.
USN nefnd óskar eftir upplýsingum og samanburði við bráðabirgðastaðsetningu annars vegar og hins vegar gagnvart endanlegri staðsetningu rotþróar fyrir Melahverfi 2. Auk þess verði kannaður möguleikinn á því að nýta núverandi rotþró með hugsanlegum stækkunarmöguleikum.
7.Litli-Lambhagi - Nafnabreyting - Melahverfi 02 - Lnr.133639
1604034
Óskað er eftir nafnabreytingu á Litla-Lambhaga. Nýtt nafn er Melhagi 02.
Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Ákveðið að hafa vorhreinsun með sambærilegum hætti og verið hefur.