Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

63. fundur 22. janúar 2016 kl. 15:15 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
  • Ólafur Melsted embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Breyting á úrgangferli GMR endurvinnslunnar ehf., Grundartanga. Beiðni um umsögn.

1512016

Á 62. fundi USN nefndar 17.des. 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Erindið rætt og farið yfir framlögð gögn. USN nefnd felur formanni og skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna drög að svari við erindinu sem send verður nefndarmönnum til yfirlestrar og samþykktar. Umsögn verður afgreidd á milli funda."
Umsögn var afgreidd á milli funda og staðfest á 211. fundi sveitarstjórnar þann 12. janúar 2016. Í ljósi viðbragða frá VSÓ Ráðgjöf ítrekaði nefndin afstöðu sína með bréfi dags. 18. janúar 2016.

2.Stefnumótun USN nefndar

1503014

Á 62. fundi USN nefndar 17. desember 2015 var gerð eftirfarandi bókun:"Farið yfir drög að stefnumótun."
Formanni nefndar falið að ljúka við drög að stefnumótun nefndarinnar og senda til sveitarstjórnar.

3.Úrgangsmál / Gámavellir

1601016

Borist hafa kvartanir undanfarnar vikur frá íbúum sveitarfélagsins vegna gámavalla.
USN nefnd fer þess á leit við Íslenska Gámafélagið að umgengni og aðbúnaður sorphirðuverktaka við gámavelli í sveitarfélaginu sé ávallt til fyrirmyndar.

4.Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðavatns

1506031

Á 62. fundi USN nefndar 17. des. 2015 var gerð eftirfarandi bókun:"Málið er í fresti til næsta fundar nefndarinnar þar sem beðið er umsagnar veiðifélags. FLG er því frjálst að senda athugasemdir sínar. Nauðsynlegt er að þær berist í tíma fyrir næsta fund nefndarinnar sem verður í lok janúar. Athugasemdir félagsins þurfa að berast ekki seinna en 13. janúar nk. Skipulagsfulltrúa falið að senda félaginu umbeðin gögn."
Frestað. Samþykkt að veita umsækjanda hæfilegan frest til að tjá sig um innsendar athugasemdir og erindi.
Afstaða umsækjanda skal berast fyrir 10. febrúar n.k. en stefnt er að afgreiða málið á næsta fundi.
Nefndin óskar einnig eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á innsendum umsögnum.
Vísað til áframhaldandi vinnslu skipulagsfulltrúa og lögmanns sveitarfélagsins.

5.Óskað eftir að skipulögð frístundabyggð í landi Beitistaða (sunnan þjóðvegar) verði breytt í íbúðabyggð.

1503044

Á 61. fundi USN nefndar 13. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og byggingarfulltrúi hafa kynnst sér málið. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að senda málið til umsagnar hjá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun."
Skipulagsfulltrúi sendi erindið til umsagnar hjá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Umsagnir hafa borist frá báðum aðilum.
Málinu frestað.

6.Breyting á deiliskipulagi-Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1-Leynisvegur 1

1512015

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags.nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundartangi-austursvæði, iðnaðarsvæði 1, Leynisvegur 1.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1 - Leynisvegur 1 sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni grenndarkynningu fyrir Norðuráli og Elkem.

7.Breyting á deiliskipulag Melahverfis 2. áfangi.

1512023

Borist hefur erindi frá sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar varðandi breytingu á deiliskipulagi Melahverfis 2. áfanga.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Melahverfis 2. áfanga sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Elkem Grundartanga, ósk um nýja innkeyrslu fyrir rútur.

1512024

Borist hefur erindi frá Elkem á Grundartanga dags. 14. des. 2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að gera nýja innkeyrslu fyrir rútur á lóð Elkem.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið, þmt. afgreiðslu á framkvæmdaleyfi.

9.Grundartangi skipulagsmál

1601001

Borist hefur erindi frá Jónu Thors dags. 24. des. 2015 varðandi skipulagsmál á Grundartanga.
Lögð voru fram drög að svari til bréfritara. Samþykkt að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að svara erindinu.

10.Deiliskipulag í Krosslandi - fyrirspurn varðandi þakhalla húsa

1601004

Borist hefur erindi frá Birni Páli Fálka Valssyni og Ómari Líndal Marteinssyni varðandi byggingarkvaðir í Krossalandi.
Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfriturum.

11.Áskorun til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og USN nefndar að taka á sig sönnunarbyrði vegna ákvarðanatöku í umhverfismálum sveitarfélagsins.

1512004

Á 62. fundi USN nefndar 17.desember 2015 var gerð eftirfrandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagfulltrúa í samráði við lögmann sveitarfélagsins falið að svara erindu í samræmi við umræður á fundinum."
Drög að svarbréfi lagt fram.
Skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins falið að ljúka við bréfið í samræmi við umræður á fundinum.

12.Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, nýr kirkjugarður

1601011

Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 11. jan. 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á tillögu að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 - 2030, nýr kirkjugarður.
Lagt fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og laga nr. 105/206 um umhverfismat áætlana.

13.Vinna við samræmda lóðaafmörkun, bréf til sveitarfélaga

1601012

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga móttekið 12. janúar 2016 þar sem óskað er eftir ábendingum og athugasemdum varðandi vinnu um samræmda lóðaafmörkun sveitarfélaga.
Framlagt.

14.Hagamelur 9 - Bílskúr

1512029

Anna G. Torfadóttir sækir um að byggja bílskúr sem verður einnig nýttur sem vinnustofa og geymsla á lóðinni Hagamelur 9. Stærð byggingar verður 90,3 m2.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum á Hagamel.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar