Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Ljósmælingar á Grundartangahöfn
1511016
Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags. 13. nóvember 2015 varðandi ljósmælingar á Grundartangahöfn.
USN nefnd þakkar erindið og fagnar því að ljósmælingar hafi verið framkvæmdar við Grundartanga og að hafnarstjórn hyggist fara í aðgerðir sem dragi sem mest úr því að lýsing beinist frá Grundartangasvæðinu. USN nefnd óskar eftir því við stjórn Faxaflóahafna að fá að fylgjast með framvindu málsins.
2.Breyting á úrgangferli GMR endurvinnslunar ehf., Grundartanga. Beiðni um umsögn.
1512016
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 9. desember 2015 varðandi breytingar á úrgangsferli GMR endurvinnslunar á Grundartanga.
Erindið rætt og farið yfir framlögð gögn.
USN nefnd felur formanni og skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna drög að svari við erindinu sem send verður nefndarmönnum til yfirlestrar og samþykktar.
Umsögn verður afgreidd á milli funda nefndar.
USN nefnd felur formanni og skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna drög að svari við erindinu sem send verður nefndarmönnum til yfirlestrar og samþykktar.
Umsögn verður afgreidd á milli funda nefndar.
3.Stefnumótun USN nefndar
1503014
Á 55. fundi USN nefndar 5. júní 2015 var gerð eftirfarandi bókun: USN nefnd hefur lokið við drög að stefnumótun.
Formanni falið að senda drögin til skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa til yfirlestrar og óskað er eftir ábendingum og upplýsingum frá þeim.
Formanni falið að senda drögin til skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa til yfirlestrar og óskað er eftir ábendingum og upplýsingum frá þeim.
Farið yfir drög að stefnumótun.
4.Skjólskógar við Hafnarfjall.
1511015
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar dags. 13. nóvember 2015 varðandi átak við gerð skjólskóga undir Hafnarfjalli.
USN nefnd leggur til við sveitarstjóra að verða við erindinu og eiga fund með bréfritara.
Fulltrúar USN verða skipulags- og umhverfisfulltrúi og varaformaður USN nefndar.
Fulltrúar USN verða skipulags- og umhverfisfulltrúi og varaformaður USN nefndar.
5.Slaga - ósk um stækkun skógræktarreits
1501019
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Akraness dags. 23. nóvember 2015 varðandi land milli Slögu og moldartippa til skógræktar við norðanvert Akrafjall.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og varaformanni að óska eftir fundi með bréfritara og vinna málið áfram.
6.Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
1308017
Á 61. fundi USN nefndar 13. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsfulltrúi hefur sent skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum. Umsagnir hafa borist frá Orkusölunni dags. 29. september 2015, Vegagerðinni dags. 23. september 2015, Skorradalshreppi dags. 6. október 2015, Minjastofnun Íslands dags. 9. október 2015, Kjósarhreppi dags. 10. október 2015, Bændasamtökum Íslands dags. 6. október 2015, Umhverfisstofnun dags. 18.október 2015, Skipulagsstofnun dags. 15. október 2015 og Akraneskaupstað dags. 4. nóvember 2015.
Í ljósi framkominna ábendinga frá umsagnaraðilum felur USN nefnd formanni og skipulagsfulltrúa að leita ráðgjafar varðandi flokkun landbúnaðarlands og í framhaldi mótun stefnu á grundvelli hennar.
Í ljósi framkominna ábendinga frá umsagnaraðilum felur USN nefnd formanni og skipulagsfulltrúa að leita ráðgjafar varðandi flokkun landbúnaðarlands og í framhaldi mótun stefnu á grundvelli hennar.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni að vinna málið áfram.
7.Áskorun til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og USN nefndar að taka á sig sönnunarbyrði vegna ákvarðanatöku í umhverfismálum sveitarfélagsins.
1512004
Borist hefur erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur dags. 1. desember 2015 þar sem skorað er á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og USN nefnd að taka á sig sönnunarbyrði vegna ákvörðunartöku í umhverfismálum sveitarfélagsins
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa í samráði við lögmann sveitarfélagsins falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
8.Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðavatns
1506031
Borist hefur erindi frá FLG (félagi sumarhúsaeiganda á Glammastöðum) varðandi Glammastaði, deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðarvatns.
Málið er í fresti til næsta fundar nefndarinnar þar sem beðið er umsagnar veiðifélags. FLG er því frjálst að senda athugasemdir sínar. Nauðsynlegt er að þær berist í tíma fyrir næsta fund nefndarinnar sem verður í lok janúar. Athugasemdir félagsins þurfa að berast ekki seinna en 13. janúar nk. Skipulagsfulltrúa falið að senda félaginu umbeðin gögn.
Fundi slitið - kl. 18:00.