Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

149. fundur 08. desember 2021 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Brekka - Forsamráðsfundur og kynning á vindorkugarði

2111022

Fyrirtækið Zephyr ásamt Eflu kynnir fyrirhugaðan vindorkugarð í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit.
Ketill Sigurjónsson frá Zephyr Iceland, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristjánsdóttir frá Eflu fóru yfir frumgögn og umhverfismatsferlið vegna fyrirhugaðs vindmyllugarðs í landi Brekku.

Nefndin þakkar fyrir kynningu og umræður.

2.Frístundabyggð Birkihlíð Kalastaðir - Tillaga á breytingu deiliskipulags.

2111021

Tillaga á breytingu deiliskipulags í landi Kalastaða sem felur í sér breytingu á mænisstefnu á lóðum nr. 4-14, 16-24 og 46 -49.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundarbyggðina Birkihlíð í landi Kalastaða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Réttarhagi I og II stofnun lóða

2109022

Umsögn Stofnunar Árna Magnússonar um tillögur á nöfnum á lóðum úr landi Leirár.
Nafnafræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir fyrir sitt leyti engar athugasemdir við nöfnin Réttarhagi I og II.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja stofnun lóðar Réttarhagi I og Réttarhagi II úr landi Leirár landnr:133774.

4.Stofnun lóða á Hlíðarfæti

2105008

Umsögn Stofnunar Árna Magnússonar um tillögur á nöfnum á lóðum úr landi Hlíðarfótar.
Borist hefur umsögn frá Nafnafræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir þær ábendingar sem bárust og leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja stofnun lóða úr landi Hlíðarfótar landnr, 133180 sem verður Hlíðarfótur II, Hlíðarfótur III og Tjörn í samræmi við umsögn frá Stofnun Árna Magnússonar.

5.Narfastaðaland 1 no. 1A - stofnun lóða Engjalækjar 1-4

2106052

Umsögn Stofnunar Árna Magnússonar um tillögur á nöfnum á lóðum úr landi Narfastaðalands 1 no. 1A.
Nafnafræðisvið Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum gerir fyrir sitt leyti engar athugsemdir við nöfnin Engjalæk 1,2,3 og 4.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja stofnun lóða við Engjalæk 1,2,3 og 4 úr Narfastaðalandi 1 no. 1A landnr:203933.

6.Þórisstaðir 133217 - Stofnun lóðar Þórisstaðir 2

2111044

Umsókn um stofnun lóðar og landskipti fyrir fyrirhugaða lóð Þórisstaða II úr landi Þórisstaða. Uppr.landnr: 133217
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitararstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Þórisstaði II úr landi Þórisstaða landnr: 133217.

7.Sólvellir 3, stofnun lóða.

2102152

Tillaga að nýjum lóðarblöðum fyrir íbúðarlóðir á Sólvöllum 3. Málið var á dagskrá nefndarinnar 8.9.2021 sl.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðanna Sólvellir 3, 4 og 5 úr landi Sólvalla 3 landnr: 189095 í samræmi við uppdrátt. Sólvellir 3 verður framvegis Sólvellir 6.

8.Leirá - lýsingartillaga að deiliskipulagi - Réttarhaga I og II

2111023

Lýsing fyrir nýtt deiliskipulag, sem heitir Réttarhagi I og II í landi Leirár í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa lýsingu á deiliskipulagtillögu fyrir Réttarhaga I og Réttarhaga II í landi Leirár sbr. 40.gr. skipulagslaga nr: 123/2010.

9.Lísuborgir- tillaga að deiliskipulagi.

2110020

Fyrirspurn vegna draga að deiliskipulagstillögu sem hugsað er: svæði A eru bústaðir, svæði B og D er hugsað fyrir bústaði til útleigu en svæði C er hugsað fyrir þjónustuhús fyrir allar lóðirnar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til áframhaldandi vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

10.Fannahlíð-breyting á notkun.

2111026

Sótt er um breytingu á notkun yfir í frístundahús.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi bréfritara um að fyrrum félagsheimili í Fannahlið verði frístundahús.

11.Bjarkarás 11-byggingarleyfi

2109006

Málið var á dagskrá USN nefndarfundi þann 02. nóvember sl. og voru athugsemdir sem bárust á auglýstum tíma kynnt málsaðila.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd tekur undir innsendar athugasemdir er varðar hæð byggingarinnar og hafnar erindinu á þeim forsendum.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

12.Hafnarsel 8 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

2111017

Fyrirspurn vegna byggingu á 68m² frístundarhúsi ásamt 20m² gróðurhúsi/bragga lóðinni Hafnarási 8.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi sem er í samræmi við deiliskipulag.

13.Stjórnsýslukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur

1806042

Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Lagt fram til kynningar mál nr. 90/2018 hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem haldinn var 10. nóvember 2021 kæra á gjaldtöku „fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur" þar er felld úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 8. maí 2018 um að synja beiðni um endurgreiðslu álagðs hreinsunargjalds rotþróa.

Málið er í vinnslu hjá sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar 341. fundi þann 23. nóvember 2021.

14.Námskeiðið - Loftslagsvernd í verki.

2111006

Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.
Boð um þátttöku sveitarfélaga landsins í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki lagt fram til kynningar.

15.Innleiðing hringrásarkerfis.

2102005

Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis með meiri samræmingu í söfnun og meðhöndlun á úrgangsmálum sveitarfélaga.
Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis lagt fram til kynningar.

16.Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

2109025

Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.
Lagt fram til kynningar.

17.Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði 18a í landi Valdastaða

2111015

Óskað er eftir umsögn vegna breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði 18a í landi Valdastaða í Kjósahreppi í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að gera engar athugasemdir við verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029 í samræmi við 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar