Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun USN nefndar 2022
2110031
Yfirferð á fjárhagsáætlun 2022.
Farið yfir drög af fjárhagsáætlun 2022 þá málaflokka sem heyra undir nefndina.
Farið yfir drög af fjárhagsáætlun 2022 þá málaflokka sem heyra undir nefndina.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fór yfir framlögð drög að fjárhagsáætlun.
2.Gjaldskrá sorphirðu og urðun sorps í Hvalfjarðarsveit
2110056
Enduskoðun á gjaldskrá og yfirferð.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á gjaldskrá um sorphirðun og urðun sorps í Hvalfjarðarsveit.
Guðný Tómasdóttir starfsmaður skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
Guðný Tómasdóttir starfsmaður skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
3.Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit
2110057
Enduskoðun á gjaldskrá og yfirðferð.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja endurskoðaða gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit.
Guðný Tómasdóttir starfsmaður skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
Guðný Tómasdóttir starfsmaður skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
4.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.
2102151
Drög af Deiliskipulagstillögu til kynningar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd skoðaði fyrstu drög að lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Melahverfi III.
Afgreiðslu frestað. Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Afgreiðslu frestað. Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
5.Melahverfi 2 Lnr.133639 - Stofnun lóða í þéttbýli - Lyngmelur
2110043
Umsókn um stofnun lóðanna Lyngmel 2,2a,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 og 16.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofna lóðirnar við Lyngmel 2,2a,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 og 16. sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
6.Eiðisvatn 1 - Breyting á lóðamörkum
2105030
Breyting á lóðastærðum og stofnun lóða fyrir samruna.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna og skiptingu lands á milli Litla-lambhagalands (133640) og Eiðisvatns I (207940). Litla-lambhagaland verður eftir breytingar 36.652,8m² og Eiðisvatn I verður 18.925,7m².
ÁH vék að fundi undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
ÁH vék að fundi undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
7.Ölver 12
2110055
Skipulag er varðar sumarbústaðalóðina Ölver 12, fastanr. 2105552, landnr. 133753
Aðkoma er frá vegi í landi Narfastaða og liggur aðalvegur að lóð gegnum land Narfastaða“. Árið 1997 var samþykkt deiliskipulag fyrir það svæði sem sumarhúsið stendur á og var þar gert ráð fyrir þessari aðkomu. Um það bil 10 árum síðar var samþykkt deiliskipulag fyrir aðliggjandi land, Narfastaðir, lóðir við Háholt og er þar gert ráð fyrir sumarhúsi(Háholt 22) sem veldur misræmi á skipulagi.
Aðkoma er frá vegi í landi Narfastaða og liggur aðalvegur að lóð gegnum land Narfastaða“. Árið 1997 var samþykkt deiliskipulag fyrir það svæði sem sumarhúsið stendur á og var þar gert ráð fyrir þessari aðkomu. Um það bil 10 árum síðar var samþykkt deiliskipulag fyrir aðliggjandi land, Narfastaðir, lóðir við Háholt og er þar gert ráð fyrir sumarhúsi(Háholt 22) sem veldur misræmi á skipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
8.Lísuborgir-breyting á notkun
2110020
Óskað er eftir breytingu á landnotkun fyrir spildu mína, Hafnarland Lísuborgir, þar sem núverandi landnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunotkun. Áformuð er uppbygging gistiþjónustu á svæðinu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum um málið.
9.Krossvellir 4-byggingarleyfi
2110053
Óskað er eftir breytingu á færslu á innkeyrslu lóðar við Krossvelli 4 og heimilað verði að setja upp útitröppur út fyrir byggingarreit.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila færslu á innkeyrslu lóðar og einnig að heimila útitröppur út fyrir byggingarreit við Krossvelli 4 í samræmi við byggingarleyfi fyrir Krossvelli 2.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
10.Bjarkarás 11-byggingarleyfi
2109006
Sveitarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 14. september 2021 að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Bjarkarás 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 12, Silfurberg, Silfurtún og landeiganda Bjarkaráss skv. 2. mgr., 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Alls bárust tvær athugasemdir á auglýstum tíma.
Alls bárust tvær athugasemdir á auglýstum tíma.
Málið var grenndarkynnt og bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna fyrirhugaðs byggingarleyfis.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við umhverfis- og skipulagsfulltrúa að funda með málsaðila vegna athugasemda sem bárust á auglýstum tíma.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við umhverfis- og skipulagsfulltrúa að funda með málsaðila vegna athugasemda sem bárust á auglýstum tíma.
11.Birkihlíð 16 - Nýbygging - frístundahús
2110017
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi ásamt geymsluhúsi úr forsmíðuðum einingum á steyptum sökkli.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu vegna þess að umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
12.Höfn 1 - Tilkynningarskyld framkvæmd
2110036
Tillkynningarskyld framkvæmd sem byggð verður á grunni eldri viðbyggingar sem verður rifinn. Á lóð er sótt um leyfi til að reisa yfirbyggða gufu, útisturtu og hálfopin búningsklefa sem er fellt inn í landslagið.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila útgáfu á byggingarleyfi og að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
13.Draghálsvirkjun
1911008
Farið yfir stöðu mála.
Bréf skipulags- og umhverfisfulltrúa dagsett 29. október 2021 til málsaðila lagt til kynningar fyrir umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.
14.Óskað er eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna styrkumsóknar á framkvæmdum við Hafnarafjall.
2110058
Umsókn Ferðafélag Borgarfjarðarhérðaðs í Framkvæmdarsjóð Ferðamannastaða vegna framkvæmda í og við Hafnarfjall. Fyrirhugað er að stækka bílastæði við rætur Hafnarfjalls, gerð og uppsetning upplýsingarskiltis, stikun gönguleiðar milli "tindanna sjö", uppsetning áningarstaða í gili við gönguleið, uppsetning og gerð útsýnisskífu á toppi Hafnarfjalls.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fagnar frumkvæði Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs að verkefninu og leggur til við sveitarstjórn að jákvæð umsögn verði veitt. Verkefnið fellur vel að endurskoðun Aðalskipulags 2020 - 2032.
15.Glammastaðaland-fyrirspurn
2110052
Fyrirspurn er varðar landeiganda sem hefur ekki sinnt þeim kvöðum og skyldum sem á honum liggja er varðar þessar lóðir sé miðað við samþykkt núverandi deiliskipulag ætti að liggja vegur og vatn að öllum lóðum í sumarhúsabyggðinni Kjarrás í landi Glammastaða.
Getur skipulags og byggingarfulltrúi sveitarinnar beitt sér fyrir því að svo verði gert.
Getur skipulags og byggingarfulltrúi sveitarinnar beitt sér fyrir því að svo verði gert.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með lögmanni sveitarfélagasins.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
16.Háimelur 1 - Raðhús
2105024
Fyrirspurn þar sem óskað er eftir að fá að breyta fyrirkomulaginu á lóðinni Háimelur 1 að þar rísi fjórar raðhúsaíbúðir í stað þriggja.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að farið verði í deiliskipulagsbreytingu á Háamel 1 þar sem íbúðum verði fjölgað úr þremur í fjórar.
Fundi slitið - kl. 17:00.