Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

141. fundur 01. júní 2021 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Glymur í landi Stóra-Botns.

2009025

Samkomulag á milli Hvalfjarðarsveitar og Björgunarsveitar vegna endurbóta við Glym í landi Stóra-Botns.
Lögð fram drög að samkomulagi milli Björgunarfélags Akraness og Hvalfjarðarsveitar vegna viðhalds merktra gönguleiða við Glymsgil í landi Stóra-Botns.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2.Birkihlíð 42- skiptin lóðar.

2103097

Fyrirspurn frá lóðarhafa um skiptingu lóðar í tvo hluta.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd mun óska eftir breytingu á deilskipulagi varðandi skiptingu lóðar í tvo hluta þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi eins og fram kemur í fyrirspurninni. Nefndin getur ekki heimilað aukið byggingarmagn innan stækkaðrar lóðar miðað við skilmála gildandi deiliskipulags. Breytinguna á deiliskipulaginu þarf að vinna í samráði við landeigendur.

3.Bonn-áskorunin - alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum.

2105019

Erindi frá Skógræktinni.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið. Sveitarfélagið er í vinnu við endurskoðun aðalskipulags þar sem skilgreint er flokkun landbúnaðarlands sem sýnir aukin landgæði og jarðvegsauðlinda í sveitarfélaginu þar á meðal skógrækt sem er hluti af flokkuninni.

4.Umsókn um byggingarleyfi á Neðra-Skarði.

2105020

Sótt er um að lengja geymslu/fjárhús samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhafa samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafi að Neðra Skarði II (L176172).

5.Erindi vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2105011

Óviðunandi meðferð á umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fjallaði um athugasemdir bréfritara en tekur ekki undir athugsemdir sem lagðar eru fram í bréfi frá umsækjanda þann 3. maí s.l vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Kúludalsár.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að fyrirhuguð skógrækt sé framkvæmdaleyfisskild skv. 5. gr í reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.


6.Asparskógar 6 - Viðbygging

2101104

Breytingar á aðaluppdráttum eftir grenndarkynningu. Settar hafa verið svalir á efri hæð viðbyggingar frá fyrri kynningu.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Asparskóga 3, 4, 5, 7, 8, 19 og 20 og landeiganda.

7.Stóri Lambhagi-breyting á landnotkun.

2105041

Óskað er eftir að land mitt, landnr. 219310 sem er 13,7 ha., verði sett á aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sem skógræktarsvæði og að heimild verði fyrir að reisa 4 frístundahús á svæðinu
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.

8.Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka - kynning á tillögu að matsáætlun

2102056

Hólaskarð ehf. áformar efnistöku í Melasveit, Hvalfirði. Um er að ræða efnistöku á landskika sem liggur á millli Bakkanámu og Skorholtsnámu auk þess efnis sem enn er nýtanlegt úr Bakkanámu.
Hvalfjarðarsveit barst þann 20. maí 2021 bréf þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna efnistöku Hólaskarðs ehf. í Bakka- og Skorholtsnámu við Grunnafjörð. Í dag er Bakkanáma skilgreind sem setnáma/sjávarkambur þar sem áætlað er að taka um 400-600 þúsund m³ af efni úr námunni á 11,4 ha svæði. Til stendur að stækka efnistökusvæðið um 5 ha og vinna allt að 1,5 milljón m3 af malarefni sem verður notað til steypugerðar.
Í tillögu að matsáætlun kemur fram að fjallað verði sérstaklega um eftirfarandi umhverfisþætti:
- Jarðfræði og jarðmyndanir
- Landslag og sjónrænir þættir
- Hljóðvist og umferð
- Gróður og vistgerðir
- Áhrif vegna foks
- Samfélag og atvinnulíf
- Fornminjar
- Vatnsvernd
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að framsett tillaga að matsáætlun lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt og að þeir umhverfisþættir sem til stendur að meta séu lýsandi fyrir umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Nefndin gerir því ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun. Nefndin vekur athygli á því að efnistökusvæði í landi Skorholts er ekki á gildandi aðalskipulagi.

9.Deiliskipulagsbreyting-Vestri Leirárgarðar.

2102006

Tillaga að breytingum á skilmálum í gildandi deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að ekki séu nægilega veigamiklar ástæður fyrir því að breyta núgildandi deiliskipulagi að Vestri-Leirárgörðum þannig að hin umrædda skipulagskvöð um umferðarrétt verði felld úr gildi.
Vegna hagsmuna allra þeirra aðila sem eiga þátt í málinu verði að ná samkomulagi um breytingu á akstursleiðinni áður en hægt sé að samþykkja hið framlagða deiliskipulag.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna deiliskipulagstillögunni.

10.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk).

2101013

Erindi frá Akraneskaupstað.
Á 322. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26.01.2021 var tekið fyrir erindi dags. 13.01.2021 frá Akraneskaupstað þar sem óskað var eftir færslu sveitarfélagamarka þ.e.a.s. breyttum lögsögumörkum milli sveitarfélaganna.
Samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar.

Um er að ræða land sem kallað er Grjótkelduflói og Slaga, þar sem fyrirhugað er að atvinnustarfsemi muni rísa í framtíðinni og óskar bæjarstjórn Akraness eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samkomulag verði gert um færslu sveitarfélagamarka (staðarmarka) sbr. fylgigögn sem fylgdu með erindinu.

Í erindi Akraneskaupstaðar var vísað til 3. mgr. 4. gr. laga um sveitarfélög nr. 138 frá 2011, sem tilgreinir staðarmörk sveitarfélaga og getur ráðherra breytt mörkum sveitarfélaga ef samkomulag er um slíkt milli sveitarfélaga.

Með erindinu fylgdu eftirfarandi gögn/skjöl auk fleiri gagna sem skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar hefur aflað í kjölfar erindis Hvalfjarðarsveitar.

1)
Bréf frá bæjarstjóra Akraneskaupstaðar dags. 13.01.2021.
2)
Yfirlýsing um lögsögumörk milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, ódagssett skjal.
3)
Yfirlitskort af landamerkjum á svæðinu, ódagsett skjal.
4)
Dwg-skrá (Auto-Cad) með landamerkjum sbr. punktur nr. 3.
5)
Punktatafla með skýringum á hnitum í dwg-skrá.
6)
Landamerki Akraneskaupstaðar austan og norðan Berjadalsár dags. 18.05.2020, ásamt viðaukum.

Í kjölfar afgreiðslu sveitarstjórnar var erindið tekið fyrir á 131. fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar þann 16. febrúar 2021 og samþykkti nefndin að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir ábendingum/athugasemdum aðliggjandi landeigenda vegna marka landeigna vegna erindisins.

Var landeigendum aðliggjandi lands kynnt erindi Akraneskaupstaðar og boðið að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við þau landamerki sem vísað var til í fylgiskjölum í gögnum Akraneskaupstaðar, áður en Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fjallaði um erindið að nýju.
Óskað var eftir að athugsemdir eða ábendingar lægju fyrir í síðasta lagi 18. maí 2021.
Ekki var um að ræða grenndarkynningu eða slíkt, heldur var um að ræða kynningu á þeim landamerkjagögnum sem lágu til grundvallar í erindi Arkaneskaupstaðar og sem kunnu að varða hagsmuni aðliggjandi landeigenda.
Engar athugasemdir bárust frá landeigendum.

Umrætt land sem í daglegu tali er kallað Grjótkelduflói og Slaga hefur verið í eigu Akraneskaupstaðar síðan árið 1928 en er innan sveitarfélagamarka Hvalfjarðarsveitar.
Á svæðinu er skógræktarreitur á vegum Skógræktarfélags Akraness á um 30-40 ha svæði, þar er efnislosunarsvæði eða svokallaður jarðvegstippur á vegum Akraneskaupstaðar, þar er Skotfélag Akraness með æfingasvæði skotfélagsins þar sem er rekstur skotíþróttavalla- og æfingasvæðis ólympískra íþróttagreina en starfsemin hófst árið 1995, á svæðinu eru beitarhólf fyrir hross og sauðfé, þar eru gönguleiðir og útivistarstígar svo sem í tengslum við Akrafjall, reiðleiðir og svo mætti áfram telja. Á svæðinu er því fjölbreytt landnotkun og aðstaða henni tengd.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd fjallaði um erindið og ákveðið var að fresta endanlegri afgreiðlsu til næsta fundar.

11.Flóttaleiðir á frístundarsvæðum.

2105042

Flóttaleiðir úr sumarhúsahverfum vegna hættu á gróðureldum.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir þá ábendingu sem varðar flóttaleiðir úr sumarhúsahverfum.
Nefndin er sammála um að vinna þarf forvarnir með þeim aðilum sem hafa þekkingu á staðháttum hvers sumarhúsahverfis í samstarfi við slökkviliðið með aðgengi að nægu slökkivatni. Sveitarfélagið hefur markað sér þá stefnu að við gerð og endurskoðun deiliskipulags fyrir frístundasvæði skal vinna öryggisáætlun fyrir hvert svæði, í samráði við brunavarnir, þar sem m.a verður gerð grein fyrir aðkomu slökkvibíla, aðgengi að slökkvivatni og mögulegum flóttaleiðum af svæðinu.

12.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Merkt svæði ÍB10 í drögum um endurskoðun aðalskipulags.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að framkvæma verðkönnun frá Mannviti, Verkís, Landmótun og Landlínum fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir Melahverfi III sem er afmarkað í endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Um er að ræða svæði sem er staðsett austan við núverandi Melahverfi I. Þar verði gerð ráð fyrir blandaðri byggð; einbýlishús, parhús og raðhús. Svæðið er um 7 hektarar að stærð. Fyrirhuguð landnotkun svæðisins er í samræmi við stefnumörkun fyrir þéttbýli í endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 til 2032.

13.Hæðarbyggð 4 - Geymsla

2105045

Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu.
Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til að unnið verði að breytingum á deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Hæðarbyggð í landi Kalastaða samkvæmt 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna máli áfram.

14.Stofnun lóða í Hlíðarfæti

2105008

Umsókn um stofnun þriggja lóðar úr landi Hlíðarfótar.

Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarsjórn að samþykkja stofnun lóðanna Hliðarfótar I, Hlíðarfótar II og Tjarnar úr landi Hlíðarfótar (L133180). í framlögðum gögnum koma fram upplýsingar um aðkomu og öflun neysluvatns.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita skal umsagnar hjá stofnun Árna Magnússonar um nafngift lóðanna.

15.Landbrot í Leirvogi í landi Beitistaða.

2105049

Erindi frá land- og lóðareigendum í landi Beitistaða.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar bréfritara fyrir erindið.
Fulltrúar sveitarfélagins hafa fundað með Vegagerðinni um stöðu sjóvarna almennt í Hvalfjarðarsveit.
Fyrirhugað er vettvangsferð með fulltrúum frá Vegagerðinni vegna sjóvarnarmála í Hvalfjarðarsveit.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar