Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Umsókn um styrk vegna vatnslagnar í Herdísarholti
1508012
Borist hefur umsókn um styrk vegna vatnslagnar í Herdísarholti frá Gunnari H. Tyrfingssyni
USN nefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að verða við umsókn bréfritara og styrkja framkvæmdina um 500.000 kr í samræmi við reglur sveitarfélagsins um "styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum".
USN nefnd felur skipulags - og umhverfisfulltrúa ásamt sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
USN nefnd felur skipulags - og umhverfisfulltrúa ásamt sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
2.Hléseyjarvegur - beiðni um merkingu
1506054
Borist hefur erindi frá Jóhönnu Harðardóttur og Sigurði Ingólfssyni dags. 22. júní 2015 varðandi merkingu við Hléseyjarveg. Óskað er eftir að bæjarmerking verið sett upp eins fjótt og auðið er. Málið var tekið fyrir á 57. fundi USN nefndar 6. júlí 2015 og gerð eftirfarandi bókun:"USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar fyrir næsta fund."
Skipulagsfulltrúi hefur rætt við bréfritara og skoðað málið. Skipulagsfulltrúi leggur til að bæta þurfi merkingar í samræmi við ábendingar bréfritara.
USN nefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa og felur honum að ljúka málinu.
USN nefnd telur mikilvægt að merkingar í sveitarfélaginu séu góðar og því leggur USN nefnd til við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir fjármagni í áframhaldandi vinnu við verkefnið árið 2016.
USN nefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa og felur honum að ljúka málinu.
USN nefnd telur mikilvægt að merkingar í sveitarfélaginu séu góðar og því leggur USN nefnd til við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir fjármagni í áframhaldandi vinnu við verkefnið árið 2016.
3.Kúludalsá - Endurnýjun á vatnslögn - Ósk um styrk
1508026
Borist hefur umsókn um styrk úr styrktarsjóði vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur Kúludalsá 1.
Málinu frestað þar til frekari gögn berast í samræmi við reglur sveitarfélagsins um "styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum".
4.Akrafjall - öryggiskeðja eða kaðlar
1509009
Borist hefur erindi frá Petrínu Ottesen varðandi öryggiskeðju eða kaðal á gönguleið á Háahnjúk á Akrafjalli.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið.
5.Dagur íslenskrar náttúru 2015
1509019
Dagur íslenkrar náttúru verður haldinn hátíðlegur 16. september nk. Boðið er uppá fjölbreytta dagskrá.
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru sem er 16. september og átaki Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, hvetur USN nefnd íbúa Hvalfjarðarsveitar að deila á samfélagsmiðlum mynd, frásögn, tónlist, ljóði eða hverju því sem endurspeglar uppáhalds stað eða fyrirbæri þeirra í Hvalfjarðarsveit.
Nota má myllumerkin "#DÍN og #stadurinnminn"
Nota má myllumerkin "#DÍN og #stadurinnminn"
6.Samkomulag vegna göngubrúar yfir Hafnará í Hvalfjarðarsveit.
1409052
Hvalfjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu göngubrúar yfir Hafnará.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Greinargerð-skipulagsskilmálar, frá lóðarleiguhöfum í Svarfhólsskógi.
1408005
Sveitarfélagið hefur móttekið óskir 18 lóðarhafa í Svarfhólsskógi um breytingar á skilmálum deiliskipulags frístundarbyggðar. Málið var tekið fyrir á fundi USN nefndar 21. ágúst 2014 og eftirfarandi bókun gerð "USN nefnd leggur til að formaður og skipulagsfulltrúi kalli formann félags frístundalóðarhafa í Svarfhólsskógi og landeiganda á sinn fund." Málið var tekið fyrir að nýju á fundi USN nefndar 20. maí 2015 og eftirfarandi bókun gerð: "Skipulagsfulltrúi gerði tilraun til að boða formann félagsins og landeigenda á sinn fund en náði ekki í landeiganda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. USN leggur til að skipulags- og umhverfisfulltrúi hafi samband við hlutaðeigandi."
Málinu frestað vegna fyrirhugaðs fundar með landeiganda.
8.Breyting á deiliskipulagi - Ölver - Narfastaðir - fyrirspurn
1508022
Borist hefur erindi frá Gunnari Vali Gíslasyni og Hervöru Poulsen dags. 25. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir því að eigendur lóðanna og ræktunarsvæðis fái að vinna á eigin kostnað og leggja fram til efnislegrar umfjöllunar hjá skipulagsyfirvöldum Hvalfjarðarsveitar tillögu að breytingu á deilskipulagi Ölvers og Narfastaða.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.
9.Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál
1409023
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. júlí 2015 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags lóðar Norðuráls hf. á Grundartanga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 3. september 2015. Athugasemdir bárust frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð (dags. 2. september 2015), Gunnari Þór Gunnarssyni (vantar dags.) og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, Kúludalsá (dags. 2. sept. 2015) við auglýstri tillögu.
USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna drög að svörum við athugsemdum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
10.Stóri-Lambhagi 2/Kringlumelur - Ósk um nafnabreytingu - Stóri-Lambhagi 5
1509011
Sótt er um nafnabreytingu á íbúðarhúsalóðinni Stóri-Lambhagi 2 Kringlumelur, lnr.133636. Óskað er eftir að íbúðarhúsalóðin heiti Stóri-Lambhagi 5.
USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 og gerir því ekki athugsemdir við breytinguna.
11.Stóri-Lambhagi 5 - Íbúðarhús - Lnr.133636
1509010
Sótt er um að byggja 200 fm íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Stóri-Lambhagi 2 Kringlumelur, lnr.133636. Á lóðinni var áður íbúðarhús sem var rifið og afskráð 2009. Á lóðinni er fasteignaréttur.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr skipulaga nr.123/2010 fyrir eigendum:
Litli Lambhagi (lnr 133639), Lambhagi 2 (lnr 192687), Stóri Lambhagi 4 (lnr 133659), Stóri Lambhagi 2 (21) (lnr 219307), Stóri Lambhagi 2 (lnr 133657), Stóri Lambhagi 2b (lnr 175751), Stóri Lambhagi 1a (lnr 222783), Stóri Lambhagi 1b (lnr 175641), Stóri Lambhagi 1 (lnr 133653), Stóri Lambhagi 2 Hlaðbúð (lnr 133631), Stóri Lambhagi vélaverkstæði (lnr 176024), Stóri Lambhagi 1d vélaverkstæði (lnr 133654)
Litli Melur (lnr 133643), Stóri Lambhagi 3 (lnr 133658).
Litli Lambhagi (lnr 133639), Lambhagi 2 (lnr 192687), Stóri Lambhagi 4 (lnr 133659), Stóri Lambhagi 2 (21) (lnr 219307), Stóri Lambhagi 2 (lnr 133657), Stóri Lambhagi 2b (lnr 175751), Stóri Lambhagi 1a (lnr 222783), Stóri Lambhagi 1b (lnr 175641), Stóri Lambhagi 1 (lnr 133653), Stóri Lambhagi 2 Hlaðbúð (lnr 133631), Stóri Lambhagi vélaverkstæði (lnr 176024), Stóri Lambhagi 1d vélaverkstæði (lnr 133654)
Litli Melur (lnr 133643), Stóri Lambhagi 3 (lnr 133658).
12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 35
1509002F
Lagt fram og kynnt.
- 12.1 1507035 Hlaðir - Fjölskylduhátíð - TækifærisleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Gjöld:
Afgreiðslugjald á umsögn kr. 10.200,-
Heildargjöld samtals kr. 10.200,-
Veitt er jákvæð umsögn. - 12.2 1506053 Hæðarbyggð 4 - SumarhúsAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Gjöld:
Afgreiðslugjald kr. 10.500,-
Byggingarleyfisgjald 98,6 m², kr. 29.580,-
Yfirferð uppdrátta kr. 16.100,-
Úttektargjald 5 skipti kr. 52.500,-
Lokaúttekt kr. 14.600,-
Útsetning kr. 59.500,-
Heildargjöld samtals kr. 182.780,-
Samrýmist skipulagi og er samþykkt - 12.3 1507031 Innri Hólmur - Stofnun lóðar - Hólabrú 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Gjald:
Umsýsla vegna stofnun lóðar kr. 15.600,-
Þinglýsingarvottorð/Veðbókavottorð kr. 1.500,-
Heildargjöld samtals kr. 17.100,- - 12.4 1507034 Kambshólsland - Brennuleyfi - 2015Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Jákvæð umsögn afgreidd.
Afgreiðslugjald kr. 10.200,-
Heildargjald kr. 10.200,- - 12.5 1506052 NA - Mhl.57 - SteypuskáliAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Gjöld:
Afgreiðslugjald kr. 10.200,-
Byggingarleyfisgjald 10.044,2 m², kr. 3.013.260,-
Yfirferð uppdrátta kr. 15.600,-
Úttektargjald 75 skipti kr. 765.000,-
Lokaúttekt kr. 56.500,-
Heildargjöld samtals kr. 3.860.560,-
Samrýmist skipulagi og er samþykkt - 12.6 1507027 Neðra-Skarð - Stofnun lóðar - Neðra-Skarð 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Gjöld:
Umsýsla vegna stofnun lóðar kr. 15.600,-
Veðbókavottorð kr. 0,-
Heildargjöld samtals kr. 15.600,- - 12.7 1507036 Vatnaskógur - Fjölskylduhátíð - TækifærisleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 35 Gjöld:
Afgreiðslugjald á umsögn kr. 10.200,-
Heildargjöld samtals kr. 10.200,-
Veitt er jákvæð umsögn.
Daníel og Ólafur véku af fundi eftir afgreiðslu 9. liðar.
Fundi slitið - kl. 19:00.
USN nefnd þakkar kærlega fyrir mjög áhugavert verkefni, kynningu og hvetur jafnframt íbúa Hvalfjarðarsveitar að kynna sér verkefnið.