Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

130. fundur 04. febrúar 2021 kl. 15:00 - 18:10 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Innri-Hólmur L133691 - Niðurrif - Mhl.04 12

2012041

Eigandi Innri-Hólms 1, landeignanúmer L133691, sækir um niðurrif mannvirkja á jörðinni. Um er að ræða útihús, matshluta 04, fjós 159,1 m2 að stærð og byggt 1949 skv. Þjóðskrá Íslands og matshluta 12, haughús 67,4 m2 og byggt 1956 skv. Þjóðskrá Íslands.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á tilgreindum matshlutum á jörðinni Innri-Hólmi, L133691.

2.Stóri-Lambhagi 3 - Stofnun lóða - Lóð 2 og Lóð 3

2101011

Eigandi Stóra-Lambhaga 3, landeignanúmer L133658, óskar eftir stofnun lóðanna Stóri-Lambhagi 3 lóð 2, sem er 687 m2 að stærð og Stóri-Lambhagi 3 lóð 3 sem er 1.215 m2 að stærð.
Með erindinu fylgdi undirritað samþykki landeiganda Stóra-Lambhaga 3 sbr. eyðublað F-550 frá Þjóðskrá Íslands um skráningu nýrra landeigna. Með erindinu fylgdi einnig hnitsettur uppdráttur áritaður af landeiganda, en uppdrátturinn var unninn af Kristni H. Sveinssyni hjá Loftmyndum ehf í Reykjavík.
Matshluti 04 sem er fjárhús/hesthús, 98,8 m2 að stærð, byggt 1960 skv. Þjóðskrá Íslands og matshluti 05 sem er hlaða, 101,5 m2 að stærð, byggt 1959 skv. Þjóðskrá Íslands, færast á lóð 3.
Matshluti 06 sem er bílgeymsla, 60 m2 að stærð, byggð árið 1960 skv. Þjóðskrá Íslands, færist á lóð 2.
Umhverfis-, skipulags,- og náttúruverndarnefnd samþykkir erindið með þeim áskilnaði að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð þar sem við á, einnig kvöð um aðgengi að neysluvatni.

3.Asparskógar 6 - Viðbygging

2101104

Lóðarhafi og húseigandi sækir um leyfi til að byggja 14,4 fm viðbyggingu við sumarhúsið Asparskógum 6, landeignanúmer L133248, í Svarfhólsskógi en núverandi hús er 69,1 m2 að grunnfleti, byggt árið 1995 skv. Þjóðskrá Íslands.
Í gildi er þinglýstur lóðarleigusamningur frá 2003 og á lóðinni er einn matshluti, 01, sem er sumarhús.

Um er að ræða viðbyggingu við austur enda hússins, stækkun um 2,4 x 6 m. Á neðri hæð er herbergi stækkað, á efri hæð er glerskáli.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir dags. 13.02.2021 unnir af Hús og Skipulag, Reykjavík.

Í gildi er deiliskipulag "Skipulag sumarhúsa leigulönd að Svarfhóli Strandarhreppi" dags. 12. maí frá 1993, sem samþykkt var á fundi byggingarnefndar 20. júlí 1993 og er skipulagið áritað af byggingarfulltrúa.
Í gildi er ódagsett greinargerð en skv. grein "1-l" um "Stærð og útlit húsa" á bls. fjögur í greinargerð segir (leigulóðir):
"Um hámarksstærðir bústaða og önnur almenn sérákvæði vísast til greinar 6.10.4 í byggingarreglugerð frá 16. maí 1978.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Asparskóga 3, 4, 5, 7, 8, 19 og 20 og landeiganda.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi

2101108

Landeigandi sækir um leyfi fyrir vindmyllu á lóðinni Narfastaðaland 4 nr. 2B (Narfabakki), landeignanúmer L203959, úr landi Narfastaða.
Um er að ræða þriggja spaða vindmyllu, burðarsúla hennar verður 8-9 m á hæð, spaðarnir verða 5-6 m í þvermál og mesta hæð spaða í hæsta punkti verður því allt að 12 m. Vindmyllan verður stöguð með 3 - 4 stögum og á að þola vindálag uppá 45 - 50m/sek. Vindmyllan verður 2.500 Wött eða 2,5 kW. Ætlunin er að hafa starfsemi og búsetu á lóðinni knúna með heimafengnum orkugjöfum.
Um er að ræða eignarlóð sem er 12,2 ha að stærð.

Vindorkuver, 10 MW eða stærri eru matsskyldar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Vindmyllur sem eru 2 MW (og allt að 10 MW) eru tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar, sem tekur ákvörðun um hvort þær skuli háðar umhverfismati.
Vindmyllur sem eru undir 2 MW eru tilkynningarskyldar til viðkomandi sveitarstjórnar, sem tekur ákvörðun um hvort þær skuli háðar umhverfismati.
Vindorkuver geta haft áhrif á fuglalíf með tvennum hætti, annarsvegar vegna áflugs fugla á vindmyllur og hinsvegar vegna skerðingar á búsvæðum fugla á framkvæmdasvæði. Huga þarf sérstaklega að mikilvægum fuglasvæðum og farleiðum fugla þegar tekin er afstaða til uppbyggingar vindorkunýtingar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna í málinu áður en tekin er afstaða til erindisins.

5.Reiðvegir í Hvalfjarðarsveit

2002050

Erindi frá reiðveganefnd hestamannafélagsins Dreyra um undirgöng undir Akrafjallsveg nr. 51 við Berjadalsá vegna reiðvegar vegna endurskoðunar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar. Óskað er eftir að setja reiðleiðir við rætur Akrafjalls við skógræktarsvæðið í Slögu á aðalskipulag.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.

6.Tillaga um breytingar á samkomulagi um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga.

2012034

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.

Á 321. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN-nefnd.
Málið snýst um samkomulag sem Hvalfjarðarsveit og Faxaflóahafnir gerðu um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga sem undirritað var 6. maí 2015.

Í ljós hefur komin að tilvísun í A flokk viðauka 1 með lögum um mat á umhverfisáhrifum þarfnast endurskoðunar að mati Faxaflóahafna.
Í þann flokk geta fallið ýmis verkefni sem að öllu jöfnu teldust hafa jákvæð umhverfisáhrif og teldust því vera "græn".
Má þar nefna framleiðslu á rafeldsneyti (vetni, metanóli og fl.) og föngun og binding koltvísýrings frá stóriðjunni.

Af þessum sökum fara Faxaflóahafnir þess á leit við sveitarfélagið að skoðaðar verði breytingar á samkomulaginu skv. eftirfarandi tillögu:

1 mgr. 2. gr. samkomulags Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna

Aðilar samkomulags þessa eru sammála um eftirfarandi:
"Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif, og starfsemi þeirra þess eðlis að hún falli ekki undir flokk A í viðauka 1 um lög um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106/2000). Þar sem tilgreind starfsemi, sem ávallt er háð mati á umhverfisáhrifum og getur þar af leiðandi haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif."

Tillaga að breytingu:

Aðilar samkomulags þessa eru sammála um eftirfarandi:
"Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif."

Tillaga þessi fellir út texta um að starfsemi sem fellur undir A flokk í viðauka 1 við lög um mat á umhverfis­áhrifum sé fyrirfram útilokuð. Starfsemi og framkvæmdir sem falla undir nefndan A flokk eru því með sömu stöðu og framkvæmdir sem falla undir B og C flokk viðaukans.
Í a-lið 2. mgr. 2. gr. samkomulagsins er áskilið að ný fyrirtæki skili Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðarsveit og Skipulagsstofnun umhverfis­skýrslu, þar sem fyrirhugaðri starfsemi er ítarlega lýst. Á grundvelli þeirrar skýrslu taka samningsaðilar sameiginlega ákvörðun um hvort til úthlutunar lóðar komi. Það er, að mati Faxaflóahafna, faglegri nálgun við úthlutun lóða að byggja í öllum tilfellum á formlegri umhverfisskýrslu um líkleg umhverfisáhrif í stað þess að útiloka ákveðna starfsemi án skoðunar eða mats.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

7.Umsókn um að hefja skógrækt í landi Lækjar og athugasemdir við reiðvegaleið í aðalskipulagi.

2101002

Erindi frá landeiganda Lækjar.
Óskað er leyfis fyrir skógrækt skv. yfirlitsmynd af svæðinu sem fylgdi með erindinu.
Lækjarholt, sjá mynd 1.
Skógurinn verður framhald skógræktar sem hófst á 9. áratugnum hjá þáverandi landeigendum/ábúenedum. Skógurinn mun ná að öllum landamerkjum Vestri-Leirárgarða og Eystri-Leirárgarða sem markast af skurði að norðanverðu. Vestanmegin mun skógurinn ná að landamerkjum Lækjar og Lyngholts, þ.e. að Lækjarlæk. Austanmegin er Bjarkarás en þar var á landamerkjunum lagður trjáveggur til að aðskilja landamerkin eins og þau eru skv. jarðalýsingu. Á þessum stað hyggst landeigandi hafa bil á milli Bjarkaráss og skógræktarinnar og með tímanum mynda stíg meðfram landamerkjunum Læks m.a. vegna eldhættu.
Skv. landeiganda hentar svæðið vel til skógræktar, það sé vel gróið og yrði blanda af öspum og greni, en sérfræðingur Skógræktarinnar hefur skoðað svæðið. Í Stekkjarholt, sjá mynd 2, verður sett niður sitkagreni.
Einnig stendur til að búa til vindrofsvegg á stað í norðanverðum hólnum fyrir ofan bæinn sem kallast Harðhaus.
Óskað er leiðbeininga um hvernig hefja megi skógrækt í landi Lækjar.
Einnig er óskað leiðbeininga um hvort sækja þurfi um leyfi til að leggja sitkagrenisvegg meðfram þjóðvegi eitt norðanmegin og sunnanmegin til að mynda hljóðskermingu.

Gerðar eru athugasemdir við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar er varðar áætlaða reiðstíga á landamerkjum Lækjar og Leirárgarða, en skurður ræður þar merkjum. Er landeigandinn mótfallin því að reiðvegur verði lagður á þessum stað innan lands Lækjar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd frestar afgreiðslu málsins vegna fyrirspurnar um skógrækt í landi Lækjar og óskar eftir frekari gögnum frá landeiganda.
Samþykkt að vísa erindi vegna athugasemdar við reiðstíg á landamerkjum Lækjar og Leirárgarða til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

8.Bjarkarás 6 - Breyting á deiliskipulagi

2011057

Skipulagsstofnun staðfesti þann 16. nóvember 2020 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 22. september 2020. Var breytingin staðfest með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 8. desember 2020 var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Bjarkaráss, vegna Bjarkaráss nr. 6. Frestur til að skila inn athugasemdum var 20. janúar 2021.
Í breytingunni fólst að heimila tveggja hæða hús á lóð Bjarkaráss nr. 6 og að mesta leyfilega hæð mannvirkja verði 6,5 m sem var breyting á greinargerð deiliskipulagsins.
Meðfylgjandi voru teikningar unnar af Landlínum í Borgarnesi dags. 24.11.2020.
Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningarinnar.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi Bjarkaráss vegna lóðarinnar Bjarkaráss nr. 6, en málsmeðferð vegna málsins var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

9.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk).

2101013

Erindi frá Akraneskaupstað.
Á 322. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26.01.2021 var tekið fyrir erindi dags. 13.01.2021 frá Akraneskaupstað og samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.
Um er að ræða land sem kallað er Grjótkelduflói og Slaga, þar sem fyrirhugað er að atvinnustarfsemi muni rísa í framtíðinni og óskar bæjarstjórn Akraness eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samkomulag verði gert um færslu sveitarfélagamarka (staðarmarka) sbr. fylgigögn sem fylgdu með erindinu.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar. Uumhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd ráðgerir að veita umsögn um málið á næsta fundi nefndarinnar.

10.Breyting á deiliskipulagi Grundartanga-efnislosunarsvæði

2009044

Deiliskipulagsbreyting fyrir Faxaflóahafnir.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti að auglýsa umhverfisskýrslu og breytingu á deiliskipulagi á vestursvæði Grundartanga á 315. fundi sínum þann 13.10.2020.
Í breytingunni fólst m.a. að útvíkka efnislosunarsvæði / flæðigryfju á vestursvæði, suðaustan (neðan) Grundartangavegar, með því að bæta við flæðigryfju við hlið þeirrar sem fyrir var, en einnig fólst í breytingunni að leiðrétta lóðarstærðir, skipta upp lóðum við Tangaveg og Klafastaðaveg.

Kynning deiliskipulagstillögunnar var haldin 6. nóvember 2020 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og var tillagan einnig auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, á heimasíðu sveitarfélagsins og í lögbirtingarblaði.
Frestur til að skila athugasemdum var til 18. desember 2020.

Bréf bárust frá eftirtöldum aðilum sem sendar voru beiðnir um umsagnir:
Náttúrufræðistofnun Íslands, sem gerði engar athugasemdir.
Vegagerðin, sem gerði engar athugasemdir en kom með ábendingar.
Samgöngustofa, sem gerði engar athugasemdir.
Minjastofnun Íslands, Minjavörður Vesturlands sem gerði engar athugasemdir, en ábendingar.
Umhverfisstofnun sem gerði ekki athugasemdir.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, sem gerði engar athugasemdir en kom með ábendingar.

Ekki barst bréf eða athugasemdir frá Veðurstofu Íslands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

11.Heynes - aðalskipulag - endurskoðun

2101109

Erindi dags. 20.12.2020, móttekið 11.01.2021 frá Ingimar Magnússyni og Brynju Helgadóttur þar sem þau óska eftir að ýmiskonar landnotkun verði í aðalskipulagi jarðarinnar Heyness vegna endurskokðunar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Meðal þess sem fram kemur í erindinu er að ofan þjóðvegar 51, á ca. 7 ha landi verði heimilaðar 3-4 íbúðarhúsalóðir líkt og lóðin Móar sem skipt var út úr Heyneslandi.
Á svæðinu milli Þjóðvegar 51 og Innra-Hólmsvegar verði gert ráð fyrir tveimur atvinnulóðum um 1 ha hvor að stærð, ásamt tveimur smábýlum, íbúðarhúsi ásamt hesthúsi/vélageymslu.
Á gamla bæjarstæðinu verði gert ráð fyrir nýju íbúðarhúsi ásamt hesthúsi, fjárhúsi, hlöðu og vélageymslu.
Gert verði ráð fyrir tjaldstæði / húsvagnaaðstöðu neðan við Innnesveg ásamt aðstöðuhúsi/þjónustuhúsi, golfvelli ásamt þjónustu/gistihúsi, náttúrulaugum/baðlaugum, gróðurbelti, trjárækt ofl. Einnig endurgerð torfhússins Dægru sem stóð neðst á nesinu.


Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að funda með landeigendum vegna málsins.

12.Narfastaðaland 4 no. 2A, landeignanúmer L203958 - Nafnabreyting í Narfasel.

2006040

Með bréfi dags. 23. júní 2020 óskuðu eigendur Narfastaðalands 4 nr. 2A, eftir að fá að breyta nafni landsins í Narfasel. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum þann 7. júlí 2020 og óskaði umsagnar Örnefnanefndar hjá stofnun Árna Magnússonar á nafninu.
Með bréfi dags. 27. janúar 2021 tilkynnti Örnefnanefnd umsögn sína um nafnabreytinguna en á fundi hennar þann 15. janúar 2021 ákvað nefndin að gera ekki athugasemd við nafnið Narfasel. Nefndin bendir hinsvegar á að eðlilegra væri að nota heitið Narfastaðasel í stað Narfasels, þar sem fyrir því sé hefð að kenna sel við bæi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytinguna.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

13.Ferstikluland, landeignanúmer L133418 - Nafnabreyting - Nýlenda

2004014

Með bréfi dags. 2. apríl 2020 óskuðu eigendur sumarbústaðalandsins Ferstiklulands, eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar í Nýlendu. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum þann 5. maí 2020 og óskaði í kjölfarið umsagnar Örnefnanefndar hjá stofnun Árna Magnússonar á nafninu.
Með bréfi dags. 27. janúar 2021 tilkynnti Örnefnanefnd umsögn sína um nafnabreytinguna en á fundi hennar þann 15. janúar 2021 ákvað nefndin að gera ekki athugasemd við nafnið Nýlendu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytinguna.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

14.Umsókn um heiti lóðar Narfastaðaland 4-2b í Narfabakka.

2009017

Með bréfi dags. 7. september 2020 óskuðu eigendur Narfastaðalands 4 nr. 2B, eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar í Narfabakka. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum þann 17. september 2020 og óskaði í kjölfarið umsagnar Örnefnanefndar hjá stofnun Árna Magnússonar á nafninu.
Með bréfi dags. 27. janúar 2021 tilkynnti Örnefnanefnd umsögn sína um nafnabreytinguna en á fundi hennar þann 15. janúar 2021 ákvað nefndin að gera ekki athugasemd við nafnið Narfabakka.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytinguna.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

15.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu, Lækjarvegur (5073-01) af vegaskrá.

2012053

Með tölvupósti dags. 23. desember 2020 tilkynnir Vegagerðin um fyrirhugaða niðurfellingu Lækjarvegar nr. 5073-01 af vegaskrá þar sem hann uppfyllir ekki lengur skilrði c. liðar 2. mgr. 8. gr. vegalaga um héraðsvegi, sem er einn flokkur þjóðvega. Mun vegurinn verða felldur út af vegaskrá sem þjóðvegur frá og með áramótum 2020/2021 og mun viðhald og þjónusta vegarins ekki vera á ábyrgð Vegagerðarinnar frá og með þeim tíma. Landeiganda hefur verið bent á að hægt sé að sækja um að vegurinn verði aftur tekinn inn á vegaskrá sem héraðsvegur þegar komin sé föst búsetja og lögheimili að Læk.
Lagt fram.

16.Umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu ofl), 375. mál.

2101058

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jarðalög. Þess var óskað að umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021.
Á 322 fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 26.01.2021 var samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.
Lagt fram.

17.Umsögn um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

2101010

Erindi frá Umhverfis- auðlindarráðuneyti dags. 12.01.2021, þar sem vakin er athygli á að drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 hefur verið birt í Samráðsgátt og stendur umsagnarferlið til 23. febrúar 2021.
Óskað er eftir umsögnum um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032, en meginmarkmið stefnunnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Drögin eru sett fram undir heitinu "Í átt að hringrásarhagkerfi".
Lagt fram.

18.Plokkdagurinn 2021.

2101117

Stóri plokkdagurinn verður haldinn fjórða árið í röð þann 24. apríl 2021 og eru sveitarfélög hvött til aðkomu að honum.
Aðstoð sveitarfélaga getur falist í að:
- Vinna með plokkurum í sveitarfélaginu við að finna svæði hentug til plokks.
- Beina athygli íbúa að svæðum sem þurfa heimsókn.
- Auðvelda plokkurum að losna við afrakstur plokksins.
- Kynna daginn á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.
- Gera ruslapoka aðgengilega fyrir almenning.
Frekari upplýsingar má finna á plokk@plokk.is
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefninu.

19.Sorp - nýjar merkingar á sorpílátum

2101103

Erindi dags. 14. janúar 2021 frá Hrefnu B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra hjá Sorpurðun Vesturlands.
Unnið hefur verið að gerð nýrra merkinga fyrir söfnun úrgangs. FENÚR, www.fenur.is, hefur staðið að vinnu við endurnýjun merkjanna en verkefnið er liður í samnorrænu verkefni.
Eru fulltrúar sveitarfélaga hvattir til samráðs við verktaka á sínu starfssvæði, um að skipta eldri merkjum út fyrir þessi nýju.
Með erindinu fylgdi slóð/hlekkur á handbók vegna málsins.
Lagt fram.

20.Sorphirðudagatal 2021.

2101130

Sorphirðudagatal 2021 fyrir Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram.

21.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

2101107

Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 26.01.2021. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Óskað er umsagnar fyrir 9. febrúar n.k.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Efni síðunnar