Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Skólastígur 3 - skipulag og nýting.
2010029
Aðilar frá Lifandi samfélagi mæta á fundinn og kynna sínar tillögur af Skólastíg 3.
Sighvatur Lárusson formaður stjórnar Lifandi samfélags boðaði forföll og mun koma síðar til fundar við nefndina.
2.Melahverfi-græn svæði
2002049
Kynnt er tillaga af göngustígum, hjóla- og reiðleiðum í Hvalfjarðarsveit.
Þóra Margrét Júlíusdóttir kynnti vinnu sína við gerð tillögu um göngu-hjóla- og reiðleiðir í og kringum Melahverfi.
Nefndin þakkar Þóru fyrir tillögurnar og er tillögunum vísað í áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Nefndin þakkar Þóru fyrir tillögurnar og er tillögunum vísað í áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
3.Deiliskipulag-Móar
1908039
Deiliskipulagstillaga fyrir Móa í Hvalfjarðarsveit
(landnr. 207358) tekur til núverandi byggingar sem eru
íbúðarhúss og tvö gestahús, auk nýrra bygginga sem eru 12
gestahúsa auk tjaldsvæðis, þjónustuhúss, geymslu og gróðurhúss.
(landnr. 207358) tekur til núverandi byggingar sem eru
íbúðarhúss og tvö gestahús, auk nýrra bygginga sem eru 12
gestahúsa auk tjaldsvæðis, þjónustuhúss, geymslu og gróðurhúss.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir athugsemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
4.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60-2013 (málsmeðferð ofl), 276. mál.
2011030
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013
(málsmeðferð ofl), 276. mál.
(málsmeðferð ofl), 276. mál.
5.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123-2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
2011032
Umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123-2010, mál 275
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd sendi umsögn um frumvarpið þann 1. desember s.l
Það er mat nefndarinnar að með fyrirliggjandi frumvarpi er verið að taka bæði skipulags- og framkvæmdavald af sveitarfélögum er varðar málefni flutningskerfis raforku. Skipulags- og framkvæmdavald er einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi er um óásættanlegt fordæmi að ræða þar sem vegið er að þeim rétti.
Með samþykkt þessa frumvarps er verið að skapa slæmt fordæmi og mikil hætta á að stigin verði frekari skref í þá átt að færa skipulagshlutverkið frá sveitarfélögum í fleiri málaflokkum eins og t.d. samgöngumálum.
Það er mat nefndarinnar að með fyrirliggjandi frumvarpi er verið að taka bæði skipulags- og framkvæmdavald af sveitarfélögum er varðar málefni flutningskerfis raforku. Skipulags- og framkvæmdavald er einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi er um óásættanlegt fordæmi að ræða þar sem vegið er að þeim rétti.
Með samþykkt þessa frumvarps er verið að skapa slæmt fordæmi og mikil hætta á að stigin verði frekari skref í þá átt að færa skipulagshlutverkið frá sveitarfélögum í fleiri málaflokkum eins og t.d. samgöngumálum.
6.Umsókn um framkvæmdaleyfi á skógrækt í landi Kúludalsár.
2009006
Umsókn um framkvæmdarleyfi á skógrækt í landi Kúludalsár.
Afgreiðslu frestað.
7.Fellsendavegur-héraðsvegur
2012031
Héraðsvegur frá Akrafjallsvegi nr. 51 á móts við Litlu-Fellsöxl að hringvegi nr: 1 á móts við Grundartangaveg.
Afgreiðslu frestað. Umhverfis-og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
8.Narfastaðaland 4 no. 2A - Nafnabreyting í Narfasel.
2006040
Narfastaðaland 4 no. 2A - Nafnabreyting í Narfasel.
Erindi var sent til stofnunar Árna Magnússonar vegna beiðni um umsögn vegna nafnabreytinga 07.09.2020 en hefur ekki borist ennþá svar frá þeim.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
9.Umsókn um heiti lóðar Narfastaðaland 4-2b í Narfabakka.
2009017
Umsókn um nafnabreytingu á Narfastaðalandi 4 no. 2b í Narfabakka
Erindi var sent til stofnunar Árna Magnússonar vegna beiðni um umsögn vegna nafnabreytinga 01.09.2020 en hefur ekki borist ennþá svar frá þeim.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10.Ferstikluland L133418 - Nafnabreyting - Nýlenda
2004014
Umsókn um nafnabreytingu á Ferstiklulandi L133418 - Nafnabreyting - Nýlenda
Erindi var sent til stofnunar Árna Magnússonar vegna beiðni um umsögn vegna nafnabreytinga 10.06.2020 en hefur ekki borist ennþá svar frá þeim.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
11.Vindmælingamastur Brekkukambur
2012037
Fyrir hönd landeiganda Brekku, Brekkmann ehf. óska ég hér með eftir leyfi til að reisa vindmælingamastur á Brekkukambi allt að 130m. hátt en líklegast verður það bara 80m. Mastrið verður staðsett ca. á miðjum Brekkukambi og mun standa í að lágmarki 1 ár og að hámarki 3 ár.
Afgreiðslu frestað og óskað frekari gagna.
12.Umsókn um leyfi til að setja upp skilti við Saurbæ
2012040
Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar sækir um að setja niður upplýsingaskilti við bílastæðið hjá Hallgrímskirkju í Saurbæ
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir upplýsingaskilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Fundi slitið - kl. 18:00.