Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

126. fundur 03. nóvember 2020 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Fundi var frestað vegna tæknibilunar kl. 17:20 þann 3 nóv.
Áframhald var á fundi 4 nóv. kl. 16:15 til 17:30 sem var haldin í fjarfundi.

Ása Hólmarsdóttir boðaði forföll.

1.Umhverfis-skipulags og náttúrunefnd-fjárhagsáætlun 2021

2011004

Fjárhagsáætlun 2021
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fór yfir tillögu nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

2.Óskað er eftir staðfestingu vegna nýrrar verksmiðju.

2009030

Erindi frá Lífland ehf.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið en vill minna á að svæðið er innan þynningarsvæðis sem sjá má á sveitarfélagsuppdrætti í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna stóriðjunnar á Grundartanga. Í gildandi aðalskipulagi er þynningarsvæðið undir eftirliti Umhverfisstofnunar en er víkjandi í endurskoðun á aðalskipulagi 2020-2032.
Nefndin leggur til við málsaðila að leita umsagnar viðeigandi stofnana í matvælaiðnaði.

3.Sæhamar L226035 - Viðbygging

2010080

Þórdís Guðný Magnúsdóttir, eigandi Sæmhamars L226035, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á sumarhúsi, mhl.01. Um er að ræða 16,1 fm stækkun og verður sumarhúsið eftir stækkun 47,6 fm.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

4.Ægissíða L133707 - Viðbygging

2010053

Áskell Þórisson óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni Ægissíða L133707. Um er að ræða 25 fm stækkun og yrði íbúðarhúsið eftir stækkun 104,4 fm.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

5.Hæðarbyggð 1

2010085

Óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi í landi Kalastaða fyrir lóðina Hæðarbyggð 1.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir Hæðarbyggð 1 samkvæmt 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Eftirlitsmyndarvélar

2009040

Umsókn frá Akraneskaupstað um framkvæmdaleyfi til að setja upp öryggismyndavélar á tveimur vegsvæðum við Akrafjallsveg 51.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd heimilar framkvæmaleyfi fyrir eftirlitsmyndavélar á tveimur stöðum í Hvalfjarðarsveit.
Rafræn vöktun er ávallt háð því skilyrði að hún fari fram í málefnalegum tilgangi að uppsetning og notkun skuli vera samkvæmt 9. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (pvl).
Uppsetning skal vera ákveðin í samráði við Vegagerðina, Lögregluna á Vesturlandi og 112 Neyðarlínuna.

7.Skólastígur 3 - skipulag og nýting.

2010024

Erindi frá Geir K. Theodórssyni varðandi gamla skólann á Skólastíg.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tók fyrir erindi málsaðila við spurningum um Skólastíg 3.
1) Lóðin er skilgreind sem þjónustustofnanir (þs) í gildandi aðalskipulagi. Möguleiki væri að hafa ráðstefnu- og menningarsetur en heimilar ekki einhliða gisti- og veitingarekstur í gildandi aðal- og deiliskipulagi.
2) Kvaðir eru á eigninni varðandi hitaveituvatn, og bendir nefndin málsaðila á að skoða þinglýst gögn varðandi sölu á milli núverandi eiganda og Hvalfjarðarsveitar.
3) Samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi er ekki heimilt að eiga lögheimili á Skólastíg 3.

Nefndin er reiðubúin til frekari viðræðna um skipulag vegna nýtingarmöguleika á lóðinni.

8.Skólastígur 3 - skipulag og nýting.

2010029

Erindi frá Lifandi samfélagi
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tók fyrir erindi málsaðila við spurningum um Skólastíg 3.
Nefndin er reiðubúin til frekari viðræðna um skipulag vegna nýtingarmöguleika á lóðinni.

9.Reiðvegur í landi Kúludalsá.

2008007

Erindi frá Jóni Valgeiri Björgvinssyni.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna varðandi málið.

10.Eyrarskógur 65_fyrirspurn um mögulega breytingu á deiliskipulagi.

2010086

Fyrirspurnar um mögulega deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 65 í Eyrarskógi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggst gegn því að breyta deiliskipulagi varðandi mænisstefnu á lóð nr. 65 í Eyrarskógi.

11.Skilti-Fyrirspurn

2010083

Erindi frá Alexander Eiríkssyni.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa vinna málið áfram í samræmi við reglur um skilti í Hvalfjarðarsveit síðan 2010.

12.Tilkynning um umsókn um starfsleyfi á stækkun kjúklingabús Matsfugls ehf að Hurðarbaki.

1808001

Tilkynning frá Umhverfisstofnum vegna starfsleyfisumsóknar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd ítrekar fyrri umsögn sem var bókuð á fundi nefndarinnar þann 09.ágúst 2018.

Í frummatsskýrslunni segir m.a. að „framkvæmdin sé að öðru leyti í samræmi við það byggingarmagn sem leyft er í gildandi deiliskipulagi svæðisins og önnur ákvæði og því telur framkvæmdaaðili ekki vera þörf á endurskoðun deiliskipulags vegna þess. Með vísan til þess sem fram kemur hér að framan leggur Hvalfjarðarsveit áherslu á að deiliskipulagið verði endurskoðað með tilliti til framleiðsluaukningar og breyttra byggingaráforma þar sem núverandi deiliskipulag sé ekki fullnægjandi hvað þessi atriði varðar.

13.Tillaga til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá fulltrúum Íbúalistans.

2010076

Leggja til við sveitarstjórn tillögur af markaðs- og kynningarátaki Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar tillöguna.
Í fjárhagsáætlun 2021-2024 er gert ráð fyrir fjármagni til að vinna deiliskipulag á Melahverfi III í samræmi við endurskoðun á aðalskipulagi 2020-2032.

14.Aðalskipulag Reykjavíkur. Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggðog framlenging skipulagstímabils til ársins 2040

2010084

Heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdum málaflokkum.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar um skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdum málaflokkum.

15.Strandverðir Íslands - kveðja frá Veraldarvinum

2011006

Veraldarvinir kynna verkefni sem ber heitið Strandverðir Íslands og felst í hreinsun strandlengju Íslands næstu fimm árin sem Hvalfjarðarsveit er boðin þáttaka í verkefninu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni nefndarinnar að vera í sambandi við málsaðila.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar