Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

121. fundur 07. júlí 2020 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Br.aðalskipulag-skipulagstillaga í landi Móa

1908020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna svæðis fyrir verslun og þjónustu að Móum.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 "Móar" samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.

2.Stóri-Botn-Furugerði-deiliskipulagstillaga

2001005

Stóri-Botn, deiliskipulagstillaga Furugerði.
Fyrir liggur samþykki Umhverfissráðuneytisins og álit Skipulagsstofnunar sem gerir ekki athugasemd við undanþága verði veitt á grundvelli staðhátta og telur staðsetningu frístundahúss svo nærri lóðarmörkum komi ekki til með að valda ónæði eða takmarki nýtingu nærliggjandi lóða. Í ljósi framangreinds fellst Umhverfisráðuneytið á að veita undanþágu frá ákvæði 5.3.2.12 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 fyrir byggingu frístundahúss í samræmi við tillögu að deiliskipulagi dags. 7.apríl 2020.
Nefndin tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að fara með gát við framkvæmdir og forðast rask á birkikjarri og skógi.

Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

3.Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Sérstök búsetuúrræði.

2006002

Sérstök búsetuúrræði geta verið heimil eftirfarandi landnotkunarsvæða:
Íbúðabyggðar (ÍB), Samfélagsþjónustu (S), Verslunar- og þjónustusvæða (VÞ), Miðsvæða (M), Athafnasvæða (AT), Hafnarsvæða (H), Iðnðarsvæða (I), Opinna svæða (sbr. kaflinn opin svæði til sérstakra nota, bls. 211) og Landbúnaðarsvæða (L).
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

4.Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Elliðaárvogur, smábátahöfn.

2006003

Lögð er fram drög til kynningar að minniháttar breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins er varðar hafnargarð við smábátahöfn Snarfara við Naustavog, í Elliaárvogi.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

5.Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir

2006004

Breytingartillögur taka til eftirfarandi reita, sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir, sbr. stefna um íbúðabyggð sem sett er fram í kaflanum "Borgin við Sundið" (bls. 32-33). Arnarbakki, Eddufell-Völvufell, Rangársel, Háaleitisbraut-Miklabraut, Fururgerði-Bústaðavegur og Vindás-Brekknaás.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

6.Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Nýi Skerjafjörður.

2006009

Ný byggð austan núverandi byggðar í Skerjafirði, hér nefnd Nýji Skerjafjörður er hluti af heildarskipulagi Vatnsmýrar eins og sett er fram í gildandi aðalskipulag Reykjavíkur (AR2010-2030).

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

7.Umsókn um stofnun lóða Vallarnesland B og Vallarnesland C sem stofnað er úr landi Vallarneslandi A.

2001054

Um er að ræða þrjár spildur sem eru Vallarnesland A, Vallarnesland B og Vallarnesland C, hver um sig 4ha.
USN leggur til sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna Vallarnesland B og Vallarnesland C, einnig leiðrétt stærð á Vallarneslandi A.

8.Arkarlækur - Stofnun og samruni lóða - Stóraholt 1 og 2

2006035

Umsókn um stækkun lóðar.

USN nefnd tekur jákvætt í erindið, en frestar afgreiðslu þar til betri gögn hafa borist með umsókninni.

9.Narfastaðaland 4 no. 2A - Nafnabreyting í Narfasel.

2006040

Umsókn um nafnabreytingu á Narfastaðalandi 4 no. 2A.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis og - skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn stofnunar Árna Magnússonar á bæjarnafninu Narfasel.

10.Sjávartröð 5 - Sumarhús

1812018

Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi á skógrækt

2006045

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Kúludalsár.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir landeigendum innan Kúludalsár, Innri Hólms, Kirkjubóls og Grafar
Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni fyrir næsta fund nefndarinnar.

12.DSK-Krossland enduskoðað skipulag.

2002004

Endurskoðað deiliskipulag í Krosslandi.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni drög að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Krossland.
Afgreiðslu frestað.

13.Hlíðarbær-nýtt deiliskipulag

2007003

Drög að deiliskipulagstillögu í Hlíðabæ.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni drög að nýju deiliskipulagi fyrir Hlíðarbæ.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Afgreiðslu frestað.

14.Breyting á deiliskipulagi Melahverfi II

2007004

Drög að deiliskipulagstillögu í Melahverfi II
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni drög að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Melahverfi II. USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Afgreiðslu frestað.

15.Útivistarstígar í Hvalfjarðarsveit

2007005

Drög útivistarstíga við Melahverfi og tengingu við önnur svæði.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi kynnti drög að verkefni um útivistarstíga við Melahverfi og nágrenni sem Þóra Margrét Júlíusdóttir er að vinna. Annar hluti verkefnisins verður kynntur á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Efni síðunnar