Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

117. fundur 05. maí 2020 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Br.ASK-Draghálsvirkjun

1911008

Um er að ræða tillögu á breytingu Aðalskipulags Hvalafjarðarsveitar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin fellst í að hluti opins svæðis til sérstakra nota við bæinn Dragháls er breytt í landbúnaðarsvæði. Aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr.105/2006 og fylgir þessari breytingu umhverfisskýrsla.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 hefur verið auglýst með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif
USN nefnd fór yfir minnisblað frá lögfræðingi sveitarfélagsins.

Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Ómar Karl Jóhannesson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.

2.Ósk um framkvæmdaleyfi vegna lagningu Akraneslínu 2

2004018

Landsnet undirbýr lagningu 66kV jarðstrengs, Akraneslínu2, og ljósleiðararör um 3,6km leið milli endamasturs nr. 4 á loftlínunni Vatnshamralínu 2 og hornmasturs nr. 24 á sömu línu, þar af um 1,3km innan sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi á grundvelli 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013.

3.Br.aðalskipulag-skipulagstillaga í landi Móa

1908020

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Fyrirhuguð er að breyta landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í landi Móa L207358.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.

4.Aflögð asbest lögn í landi Ytri-Hólms

2003053

Aflögð asbest lögn í landi Ytri-Hólms
USN nefnd álítur að umrædda asbestlögn beri að fjarlægja og koma í urðun á viðurkenndum urðunarstað. Ekki sé heimilt að veita leyfi til að láta lögnina liggja óhreyfða í jörð sbr. ákvæði í reglugerðum nr. 737/2003 og 705/2009. Nefndin álítur að áhættan sé það mikil að láta lögnina liggja í jörðu á einkalandi og ekki tryggt að hún verði ekki grafin upp eða hreyfð á síðari tímum með þeirri áhættu sem þá skapast.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að Veitum ohf verði gert að fjarlægja lögnina.

D.O yfirgaf fundinn undir þessum lið. G.J stjórnaði fundi á meðan.

5.Hrafnabjörg 2 L198153 - Viðbygging - Milli mhl.01 og 02

2004015

Eigandi íbúðarhússins að Hrafnabjörgum 2, L198153 óskar eftir byggingarleyfi fyrir 61 fm viðbyggingu sem mun tengja saman mhl. 01 og 02.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu fyrir landeiganda sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


6.Ferstikluland L133418 - Nafnabreyting - Nýlenda

2004014

Eigendur sumarhúsalóðarinnar Ferstikluland, L133418, F2104585 sækja um nafnabreytingu á lóðinni. Óskað er eftir að lóðin heiti Nýlenda.
USN nefnd felur umhverfis og -skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn stofnun Árna Magnússonar.

7.Fyrirspurn vegna starfsleyfis og úrgangs frá þauleldi að Melum

1905023

Fyrirspurn varðandi starfsleyfi og úrgangs frá þauleldi á Melabökkum.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum frá Umhverfisstofnun vegna málsins.

8.Landnýting opinna svæða, göngu- og reiðshjólastígar.

2004037

Heildræn landnýting á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar.
USN nefnd samþykkir að fara í samstarf við Þóru M. Júlíusdóttur um heildræna hönnun á landnýtingu við Melahverfi og næsta nágrenni.

Þóra M. Júlíusdóttir hönnuður sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar