Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Stafrænt skipulag-kynning.
2001057
Guðjón Fjeldsted Ólafsson kynnir innleiðingu starfræns skipulags 2020 í landupplýsingakerfi (GIS) og vefsjár þjónustu hjá teiknistofunni Hvítarósi.
USN nefnd þakkar Guðjóni fyrir kynninguna.
2.Br.ASK-Draghálsvirkjun.
1911008
Farið yfir athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur sveitarfélagið móttekið svör EFLA verkfræðistofu, f.h. framkvæmdaraðila, við framkomnum athugasemdum.
Nefndin telur eðlilegt að áður umbeðin greinargerð umhverfis- og skipulagsfulltrúa og lögfræðings sveitarfélagsins taki tillit til þeirra athugasemda. Þeim er því falið að vinna greinargerð úr innsendum umsögnum fyrir næsta fund nefndarinnar að teknu tilliti til framkominna svara frá EFLU.
Nefndin telur eðlilegt að áður umbeðin greinargerð umhverfis- og skipulagsfulltrúa og lögfræðings sveitarfélagsins taki tillit til þeirra athugasemda. Þeim er því falið að vinna greinargerð úr innsendum umsögnum fyrir næsta fund nefndarinnar að teknu tilliti til framkominna svara frá EFLU.
3.Skipulagstillaga í landi Móa
1908020
Skipulagslýsing-Móar.
Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og samhliða gerð deiliskipulags fyrir svæðið verður unnin aðalskipulagsbreyting þar sem hluti svæðisins verður skilgreindur sem verslunar-og þjónustusvæði.
Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytingar.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu samkvæmt 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Litli-Botn deiliskipulagstillaga.
2001019
Fyrir hönd nokkurra eigenda að landspildu í landi
Litla-Botns, skammt fyrir austan Botnsskála, sbr.
meðfylgjandi teikningu, er óskað eftir að hæðartakmörkun fyrir frístundabyggð verði rýmkuð.
Litla-Botns, skammt fyrir austan Botnsskála, sbr.
meðfylgjandi teikningu, er óskað eftir að hæðartakmörkun fyrir frístundabyggð verði rýmkuð.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
Afgreiðslu erindis frestað.
Afgreiðslu erindis frestað.
5.Háimelur 8 - Einbýlishús - Byggingarleyfisumsókn
1911049
Umsókn um byggingarleyfi.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2 mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010
6.Fráveitu-Rotþróarsamningur- útboð.
1910075
Farið yfir tilboð sem bárust í fráveitu- og rotþróahreinsun
hjá sveitarfélaginu.
hjá sveitarfélaginu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
7.Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Brekku L133161.
2001032
Fyrirhugað skógræktarsvæði er 100,5 ha. að stærð. Svæðið skiptist í fjallshlíð og frjósamt undirlendi. Einnig er gert ráð fyrir skjólbelti með Hvalfjarðarvegi.
USN nefnd frestar afgreiðslu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
8.Hreinsunarátak Hvalfjarðarsveitar 2019.
1903005
Yfirlit yfir hreinsunarátak 2019 ásamt verklagsreglum.
USN nefnd fór yfir notkun á gámum í hreinsunarátaki síðasta sumars.
Nefndin ráðgerir að fara yfir verklagsreglur og fyrirkomulag hreinsunarátaks fyrir vor 2020.
Nefndin ráðgerir að fara yfir verklagsreglur og fyrirkomulag hreinsunarátaks fyrir vor 2020.
9.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-innleiðing), mál nr. 329-2019.
2001037
Óskað er eftir umsögn vegna breytingu á lögum (EES-innleiðing), mál nr. 329-2019.
Fundi slitið - kl. 18:00.