Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

110. fundur 07. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Daníel Ottesen formaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Br.ASK-Draghálsvirkjun

1911008

Um er að ræða tillögu á breytingu Aðalskipulags Hvalafjarðarsveitar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin fellst í að hluti opins svæðis til sérstakra nota við bæinn Dragháls er breytt í landbúnaðarsvæði. Aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr.105/2006 og fylgir þessari breytingu umhverfisskýrsla.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 hefur verið auglýst með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif,
USN nefnd hefur kynnt sér umsagnir/ábendingar sem bárust frá 8 aðilum.
Fiskistofa, Hafrannsóknarstofnun, Minjastofnun, Skipulagsstofnun, Sporðablik ehf, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Veiðifélag Laxár.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúa ásamt lögfræðingi sveitarfélagsins er falið að vinna greinargerð úr innsendum umsögnum og skila til nefndarinnar fyrir næsta fund.

Ómar Karl Jóhannesson lögfræðingur sat fundinn frá 14:00-14:35

2.Br. deiliskipulagi-Vatnskógur

1909045

Vatnaskógur -breytingar á deiliskipulagi. Breytingartillagan felst í að svæði sem er merkt leiksvæði á gildandi deiliskipulagi milli núverandi matskála og gamla skála er fyrirhuguð bygging fyrir nýjan matskála og eldhús.
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1.mgr.43gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Nefndin leggur áherslu á að bygging falli vel að svipmóti og einkenni lands eins og kostur er og einnig að farnar verði leiðir til að forðast röskun náttúrlegs birkiskógar nema nauðsyn beri til.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið í samræmi við 1.mgr.43gr. skipulagslaga nr.123/2010

3.Fellsendi-deiliskipulagstillaga

1911051

Deiliskipulagstillaga þar sem skilgreindir eru byggingarreitir fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á véla- og geymsluhúsnæði á jörðinni Fellsenda.
USN nefnd leggur til að haldinn verði fundur með málsaðila varðandi deiliskipulagstillöguna og fá meiri upplýsingar um framtíðaráætlun svæðisins.

4.Háimelur 8 - Einbýlishús - Byggingarleyfisumsókn

1911049

Lóðarhafi á Háamel 8, L226221 óskar eftir að fara 27 fm útfyrir byggingarreit.
USN nefnd getur ekki orðið við erindi bréfritara þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Melahverfis II.

5.Vellir 3 - Nafnabreyting - Reynivellir

1910069

Eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Vellir 3, L219975, F2334083 sækir um nafnabreytingu á lóðinni. Óskað er eftir að lóðin heiti Reynivellir.
Óskað var eftir umsögn stofnun Árna Magnússonar.
Afgreiðslu frestað þar sem umsögn frá Árnastofnun hefur ekki borist.

6.Umsókn um breytingu í enduskoðun aðalskipulags.

2001001

Eigendur lóða í landi Beitistaða óska eftir breytingu í endurskoðun aðalskipulags að frístundarsvæði sjávarmegin við þjóðveg verði breytt í heilsársbyggð.
USN nefnd vísar málinu til frekari skoðunar við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

7.Furugerði frístundarbyggð í landi Stóra-Botns.

2001005

Deiliskipulagstillaga í landi Stóra-Botns. Svæði tekur til 9.1 ha að stærð. Fyrirhugað er að byggja fjögur frístundarhús en tvö hús eru þegar byggð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ný flæðigryfja við Grundartanga-beiðni um umsögn.

2001008

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna nýrrar flæðigryfju við Grundartanga.
Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að óska eftir fresti á að skila inn umsögn í ljósi þess að erindið barst þann 7. janúar og umsagnarfrestur er til 16. janúar n.k.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar