Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

35. fundur 17. apríl 2024 kl. 15:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
  • Birkir Snær Guðlaugsson Varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Ómar Örn Kristófersson boðaði forföll.

Formaður USNL nefndar vék af fundi undir dagskrárlið nr. 14.

1.Umsögn um endurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

2403040

Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti er varðar endurskoðun frá grunni lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun). Skipaður hefur verið starfshópur sem vill stuðla að því að helstu hagaðilar séu upplýstir um áformin. Tekið er á móti sjónarmiðum, athugasemdum eða ábendingum í samráðsgátt til 8. apríl.
Lagt fram til kynningar.

2.Rotþróarsamningur.

1910075

Afgreiðsla frá 395. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Þar staðfestir sveitarstjórn tillögu USNL-nefndar um að framlengja núgildandi samning við Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit.

Jafnframt að fela umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að hefja endurskoðun á eftirfarandi samþykktum:

Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit, greiðsla á kostnaði. Samþykkt frá árinu 2011.

Samþykkt varðandi endurnýjun á rotþró sem telst ónýt. Samþykkt frá árinu 2014.

Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2008 að teknu tilliti til þróunar og breytinga sem átt hafa sér stað í fráveitumálum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að hefja endurskoðun á umræddum samþykktum og leggja fyrstu drög fyrir nefndina á septemberfundi hennar.

3.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.

2210038

Afgreiðsla frá 395. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Gengið hefur verið til samninga við GB Stjórnsýsluráðgjöf slf vegna undirbúnings við gerð útboðsgagna á sorphirðu í Hvalfjarðarsveit.

Lagt fram.

4.Saman gegn sóun - opnir fundir

2404054

Erindi frá Umhverfisstofnun: Saman gegn sóun!

Framundan eru opnir fundir um úrgangsforvarnir, bæði staðfundir og streymi.

Í apríl verða fundir á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum en á höfuðborgarsvæðinu í maí (ódagsett).

Kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga og landshlutasamtaka er hvatt til að mæta.
Lagt fram.

5.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.

2210038

Verkefninu "Borgað þegar hent er" sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur leitt og Hvalfjarðarsveit hefur verið þátttakandi í, er nú lokið. Innleiðing er nú þegar hafin og stefnt er að því að ljúka henni síðar á þessu ári.
Gögn frá uppgjörsfundi lögð fram til kynningar.

6.Qair, umsögn um matsskyldu vegna vetnisframleiðslu.

2305052

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga, mál nr. 0284/2024: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), sem nú er til kynnningar í Skipulagsgátt en kynningartími er til 26.4.2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að vinna umsögn um umhverfismatsskýrsluna sem byggir á þeim umræðum sem voru á fundinum. Umsögnin verði send nefndarmönnum og jafnframt lögð fyrir sveitarstjórn þann 24. apríl nk.

7.Hreinsunarátak 2024

2404072

Árlega hefur farið fram vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit, þar sem gámum undir úrgang er komið fyrir á þremur stöðum í sveitarfélaginu og íbúar hvattir til að nýta þá til góðra verka í þágu umhverfisins. Þá hafa íbúar í dreifbýli getað sótt um gáma til afnota í tvo sólarhringa yfir sumarmánuðina.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd stefnir á árlega vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit á tímabilinu 16.-29. maí nk. Þá verði gámar fyrir timbur, járn og dekk, gróðurúrgang, óflokkaðan úrgang og moltu staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og á Innnesi. Frá 1. júní-31. ágúst gefst íbúum í dreifbýli kostur á að fá tvær gerðir af gámum til afnota í tvo sólarhringa (timbur, járn og dekk, gróðurúrgangur, óflokkaður úrgangur), skv. verklagsreglum um hreinsunarátak. Tímabil hreinsunar í frístundabyggðum er frá 1. júní til 31. ágúst og er hægt að fá gáma undir timbur, járn og gróðurúrgang í 11 daga samfellt innan tímabilsins sbr. verklagsreglur um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að undirbúa og auglýsa vorhreinsun 2024 í Hvalfjarðarsveit.

8.Samningar um refa- og minkaveiðar.

2401056

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við núverandi verktaka á sama grundvelli og verið hefur, að teknu tilliti til eðlilegra hækkana á greiðslum, miðað við að um óbreytta upphæð hefur verið að ræða frá árinu 2010.



Jafnframt staðfesti sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að fela umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að skoða markmið með minkaveiðum í Hvalfjarðarsveit og hvort hægt er að standa með öðrum hætti að þeim veiðum til að ná betri árangri.
USNL-nefnd felur umhverfis- og skipulagsdeild í samstarfi við formann nefndarinnar að ganga frá samningum við umrædda verktaka.

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Heynes 133688 - Flokkur 1,

2403042

Erindi frá byggingarfulltrúa.
Samþykkt að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi en fyrirhuguð skemma samræmist ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

10.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ölver 3 - Flokkur 1,

2312006

Erindi frá Byggingarfulltrúa.
Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið er samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfi skv. uppfærðum aðaluppdráttum þar sem fram komi að hús verði staðsett 10 m frá lóðarmörkum.
Grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Ölveri 13, 24, 25 og landeiganda Hafnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

11.Skilti við Hvalfjarðargöng

2205056

Lagt fram minnisblað frá lögmanni sveitarfélagsins.
Umræður voru um minnisblaðið og efni þess.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd staðfestir fyrri afgreiðslu sína um að umrætt skilti við Hvalfjarðargöng sé ekki í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins um skilti, en skiltið var reist þrátt fyrir niðurstöðu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um að hafna umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skiltisins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins eftirfylgni með málinu, m.a. í samræmi við úrræði 2.9.1 greinar byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og gera kröfu um að skiltið verði fjarlægt.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

12.Þjóðlendumál - eyjar og sker.

2402018

Tilkynning frá óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja
Lagt fram til kynningar.

13.Virkjun í landi Þórisstaða.

2310021

Virkjun í landi Þórisstaða. Erindi frá landeiganda þar sem óskað er framkvæmdaleyfis fyrir virkjun.

Erindið var áður á dagskrá 32. fundar USNL-nefndar þann 31.01.2024 og frestaði nefndin þá afgreiðslu málsins og samþykkti að afla frekari upplýsinga vegna málsins m.a. með hliðsjón af skipulagsmálum.
Fyrir liggur minnisblað frá lögmanni sveitarfélagsins dags. 12. apríl 2024 vegna málsins og voru umræður um efni og innihald þess á fundinum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd telur sér ekki fært um, á þessu stigi málsins, að samþykkja veitingu framkvæmdaleyfis fyrir fyrirhugaða virkjun í landi Þórisstaða.
Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram að virkjanir eins og sú sem hér er til umfjöllunar, séu í samræmi við aðalskipulag, kafla 2.3.4 um stakar framkvæmdir.
Þar segir einnig: „Gert er ráð fyrir að skoðað verði í hverju tilfelli fyrir sig hvort og þá hvar eftirfarandi stakar framkvæmdir verða heimilaðar. Áfram verður gerð krafa um deiliskipulag eða eftir atvikum grenndarkynningu, þá þarf framkvæmdaleyfi og/eða byggingaleyfi.“
Ekki er að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar, fullnægjandi eitt og sér, að gert sé ráð fyrir stökum virkjanaframkvæmdum í aðalskipulagi, til að veita megi leyfi fyrir virkjun á Þórisstöðum, heldur þurfi jafnframt að liggja fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra áforma.
Erindi landeiganda þar sem óskað er framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða er því hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill hvetja landeigendur Þórisstaða til að leita frekari leiða til að afla samþykkis allra aðliggjandi landeigenda vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

14.Aukin efnistaka í Hólabrú og Kúludalsá

2404055

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 22.03.2024.

Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu.



Steypustöðin-námur áætlar stækkun Hólabrúarnámu sem nemur um 250.000 m3 (um 2 ha) og Borgarverk áætlar stækkun Kúludalsnámu sem nemur um 200.000 m3 (um 4 ha). Námurnar eru staðsettar í Hvalfjarðarsveit, um 8 km frá Akranesi. Auk þess eru umhverfisáhrif þeirrar efnisvinnslu sem áður hefur farið fram í Kúludalsnámu til umfjöllunar í þessari greinargerð. Matskyldufyrirspurn þessi nær því til stækkunar á Hólabrúarnámu upp á 250.000 m3 , stækkunar Kúludalsá upp á 200.000 m3 og 49.000 m3 sem þegar hafa verið unnir úr Kúludalsnámu, alls 499.000 m3 .

Óskað er umsagnar til dagsins 22.04.2024.
Í matsskyldufyrirspurn Eflu, dagsett 21. mars sl. fyrir aukna efnistöku í Hólabrú og Kúludalsárnámu er tekið tillit til athugasemda Hvalfjarðarsveitar sbr. umsögn sveitarfélagsins á fyrri stigum málsins. En þó er vert að nefna að Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd óskar eftir góðu samstarfi um tilfærslu á reið- og gönguleið sem tekið er fram að muni raskast við stækkunina. Mikilvægt er að fundin sé lausn á nýrri útfærslu á innkeyrslum á efnistökusvæðin og að speglar verði settir upp við innkeyrslu eins fljótt og auðið er. Getið er þess að nú þegar sé efnisvinnslan að valda hljóðmengun og bendir USNL-nefnd á að mótvægisaðgerða vegna hávaða frá framkvæmdasvæðinu sé því þörf bæði fyrir og eftir stækkun svæðisins.
Þá vill nefndin benda á að finna þarf leið til að ekki verði óþrif á þjóðvegi 1 vegna aksturs bíla frá námusvæðinu.
Framkvæmdaraðilar koma til með að sækja um breytingu á núgildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, þar sem tekið verður mið af stækkunum, ósamræmi í stærð efnistökusvæðis og fyrri efnistöku og heiti efnistökusvæðis.
USNL-nefnd telur að framkvæmdin uppfylli kröfur um umhverfismat en áréttar að þörf sé á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem ekki er gerð ítarleg grein fyrir efnistökunni í aðalskipulagi.

15.Hafnarberg - breyting á aðalskipulagi.

2403046

Erindi dags. 21.03.2024 frá Eflu þar sem óskað er breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags fyrir Hafnarberb í landi Hafnar, landeignanúmer 208217.

Með erindinu fylgdi skipulagslýsing þar sem m.a. kom fram að:

Gerð verður breyting á greinargerð og uppdrætti Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020 ? 2032. Lóð Hafnarbergs verður breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.

Landbúnaðarsvæðið verður 3 ha að stærð og innan þess verður íbúðarhús og skemma. Verslunar- og þjónususvæðið verður 6 ha að stærð og innan þess verða 22 gistihús til útleigu, 2 þjónustubyggingar, bygging fyrir veitingastað og afmörkuð verður aðstaða fyrir tjaldsvæði.



Nýtt deiliskipulag mun taka til um 10 ha svæðis sem afmarkast af lóð Hafnarbergs. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingum og aðkomuvegi. Aðkoma að svæðinu verður frá Vesturlandsvegi.

Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir fyrirhuguðum mannvirkjum. Fyrirhugað er að byggja 400 m2 íbúðarhús og 400 m2 skemmu, 22 lítil gistihús til útleigu, 2 þjónustubyggingar, byggingu fyrir veitingastað og afmarka aðstöðu fyrir tjaldsvæði.



Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Meta skal líkleg áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og starfsemi á aðliggjandi svæði og einstaka þætti áætlunarinnar sjálfrar, eftir því sem við á. Matinu er ætlað að upplýsa um möguleg áhrif af stefnu skipulagsins og finna leiðir til að draga úr mögulegum neikvæðum umhverfisáhrifum.
Samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

16.Ásvellir 8 - Byggingarleyfi f. einbýlishús

2305023

Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Samþykkt að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.

17.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 26 - Flokkur 1,

2402054

Erindi frá byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

Um er að ræða erindi frá 26.01.2024.

Ekkert deiliskipuag er í gildi fyrir umrædda lóð.

Því þarf að grenndarkynna hvert byggingarleyfi á þessu svæði, að undangenginni afgreiðslu í skipulagsnefnd sveitarfélagsins.

Hafa þarf til hliðsjónar ákvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið er samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfið.
Grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

18.Hringvegur 1 - Hvalfjarðargöng-Borgarnes.

2312029

Fundargerð frá Vegagerðinni.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Umsögn um matsáætlun - Sundabraut.

2404060

Erindi frá Skipulagsstofnun.

Álit stofnunarinnar vegna matsáætlunar um Sundabraut og umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67

2403006F

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
  • 20.1 2206049 Running Tide - Grundartanga - Stöðuleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  • 20.2 2307031 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bjarkarás 7 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 20.3 2202014 Ásvellir 2 - Nýbygging einbýlishús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 20.4 2402054 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 26 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67 Málinu vísað til USNL nefndar vegna skipulags
  • 20.5 2209008 Hrísabrekka 27 - byggingarheimild - viðbygging
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 20.6 2312015 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðstiás 8 - Flokkur 2,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 67 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68

2403008F

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
  • 21.1 2402029 Skorholtsnes L206127 og Akurey L133729 - samruni lóða.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68 Samruni Akureyjar og Skorholtsness, undir landeignanúmeri og heiti Akureyjar, er samþykktur.
  • 21.2 2401036 Áshamar 2, L2206940 - stofnun og sameining lóða
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68 Stofnun millilóða, samruni lóða og breytt heiti lóða er samþykkt.
  • 21.3 2402025 Vellir 7, L 219979 - stofnun lóðar - Vallarás.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68 Stofnun lóðarinnar er samþykkt.
  • 21.4 2306030 Nes stofnun tveggja frístundalóða - Nes 1 og Nes 2.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68 Stofnun lóðanna er samþykkt.
  • 21.5 2403019 Vestra-Miðfell, L 133214 - stofnun lóðar - Brekkubær.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68 Stofnun millilóðar, samruni lóða og breytt heiti lóðar er samþykkt.
  • 21.6 2304020 Belgsholt - stofnun lóðar - Skógarás 2.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 68 Stofnun lóðarinnar er samþykkt.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 69

2403012F

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
  • 22.1 2207004 Hrísabrekka 8 - byggingarheimild
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 69 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 22.2 2208037 Ytri Hólmur I - byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 69 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 22.3 2310029 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 6 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 69 Máli frestað þar til að umsögn liggur fyrir frá eldvarnareftirliti Akraness- og Hvalfjarðarsveitar.
  • 22.4 2207005 Ásvellir 3 - Byggingarleyfi fjölbýlishús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 69 Máli frestað þar til að umsögn liggur fyrir frá eldvarnareftirliti Akraness- og Hvalfjarðarsveitar
  • 22.5 2401063 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Heynes 2 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 69 Skv. aðalskipulagi flokkast heiti landsins sem "annað landbúnaðarland". Í skipulagsákvæðum stendur "að heimilt er að byggja upp á stökum landspildum, 2 ha eða stærri til fastrar búsetu. Nýtingarhlutfall lóðar allt að 0,05, þó aldrei meira en 2500m2". Með tilkommu þessa húss er nýtingarhlutfallið komið yfir 0,07.

    Máli frestað þar til að umsögn liggur fyrir vegna aðalskipulags.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70

2404004F

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
  • 23.1 2403047 Hótel Hafnarfjall - stöðuleyfi.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70 Umsókn nr. 1. Óskað er eftir stöðuleyfi vegna 3. geymslugáma og vinnusvæðis. Erindið samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins, erindinu hafnað.
    Umsókn nr. 2. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 2. gámum í einni röð fyrir byggingastjóra og starfsmenn vestan megin við hótel. Erindið samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins, erindinu hafnað.
    Umsókn nr. 3. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 4-6 gáma meðfram veginum að smáhúsahverfinu sem nýttir verða til að reisa starfsmannahús á starfsmannareit. Erindið samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins, erindinu hafnað.
    Umsókn nr. 4. Sótt er um stöðuleyfi fyrir 4-6 gáma á byggingareit sem er fyrirhugaður fyrir þjónustumiðstöð fyrir tjaldsvæði. Erindið samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins, erindinu hafnað.
    Umsókn nr. 5. Sótt er um til vara sem valkost við umsókn nr. 4. og hins vegar að setja þessa gáma niður nær aðalbyggingunni (móti rótþró). Óskað er eftir leyfi til að velja annan tveggja kosta um bráðabirgða staðsetningu 4-5 gáma. Erindið samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins, erindinu hafnað.
  • 23.2 2402027 Ölver 3, L 133745, niðurrif mannvirkis.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr.160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform sammþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 23.3 2312006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ölver 3 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70 Ekkert deiliskipulag er til yfir landið.

    Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 23.4 2401051 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ölver 40 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr.160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform sammþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 23.5 2403042 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Heynes 133688 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70 Ekkert deiliskipulag er í gildi um landið. Skv. aðalskipulagi þar sem staðsetning hússins er teiknuð á landið er afmarkaður reitur (AF10), landnotkunarflokkur fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði, þar sem gert er ráð fyrir tjaldsvæði/hjólhýsa aðstöðu ásamt aðstöðuhúsi, en húsið lendir innan þess reits. Vegna þessa annmarka er málinu vísað til nefndar.

    Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 23.6 2401063 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Heynes 2 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr.160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform sammþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

24.Styrktarsjóður EBÍ 2024.

2403041

Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

Bréf til kynningar á Styrktarsjóði EBÍ en aðildarsveitarfélögin geta sótt í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar