Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.
2102151
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Melahverfi, 3. áfanga, frá Eflu verkfræðistofu.
Á fundinn mættu Ásgeir Jónsson og María Björk Gunnarsdóttir og fóru yfir tillöguna.
Á fundinn mættu Ásgeir Jónsson og María Björk Gunnarsdóttir og fóru yfir tillöguna.
Farið yfir tillögur Eflu að nýju deiliskipulagi fyrir Melahverfi, 3. áfanga ásamt breytingum á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
2.Skorholtsnes-Akurey - umsögn um stofnun lögbýlis.
2311007
Erindi frá Jóni Sveinssyni og Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur.
Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis í Skorholtsnesi og í eyjunni Akurey í Grunnafirði.
Nafn lögbýlisins verður Akurey.
Stærð fyrirhugaðs lands verður um 21,4 hektarar.
Fyrirhuguð starfsemi verður einkum Skógrækt og æðar- og dúnrækt.
Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis í Skorholtsnesi og í eyjunni Akurey í Grunnafirði.
Nafn lögbýlisins verður Akurey.
Stærð fyrirhugaðs lands verður um 21,4 hektarar.
Fyrirhuguð starfsemi verður einkum Skógrækt og æðar- og dúnrækt.
Samþykkt að óska eftir umsögn ráðunautar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Umhverfisstofnunar vegna málsins.
Afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðslu málsins frestað.
3.Eystri-Leirárgarðaland - Nafnabreyting - Mið Leirárgarðar, L199966.
2311009
Erindi frá Magnúsi Inga Hannessyni, Eystri-Leirárgörðum.
Með erindinu óskar Magnús eftir að breyta heiti á íbúðarlóðinni Eystra-Leirárgarðalandi, landeignanúmer 199966, í Mið-Leirárgarða.
Skv. erindinu er þetta nafn með tilvísun til heitis á annarri Leirárgarðajörðinni áður en þær voru sameinaðar eftir 1918.
Stærð lóðarinnar er 5.017 m2 og er hún í eigu þriggja aðila.
Með erindinu óskar Magnús eftir að breyta heiti á íbúðarlóðinni Eystra-Leirárgarðalandi, landeignanúmer 199966, í Mið-Leirárgarða.
Skv. erindinu er þetta nafn með tilvísun til heitis á annarri Leirárgarðajörðinni áður en þær voru sameinaðar eftir 1918.
Stærð lóðarinnar er 5.017 m2 og er hún í eigu þriggja aðila.
Samþykkt að óska eftir umsögn Örnefnanefndar á vegum stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varðandi breytt heiti landspildu. Einnig að fá samþykki meðeigenda lóðarinnar.
Afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðslu málsins frestað.
4.Litla-Botnsland 1, L224375- deiliskipulag.
2311012
Erindi frá Thorwald Westmaas hjá Naturally Iceland.
Sótt er um leyfi til að breyta skipulagi á svæði úr landi Litla-Botnslands, landeignanúmer 224375.
Fyrirhuguð er starfsemi m.a. vegna gistireksturs.
Sótt er um leyfi til að breyta skipulagi á svæði úr landi Litla-Botnslands, landeignanúmer 224375.
Fyrirhuguð er starfsemi m.a. vegna gistireksturs.
Uppbygging innan svæðisins vegna m.a. gistireksturs er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi geri lýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna málsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi geri lýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna málsins.
5.Lækur Hafnarlandi - L210327- breyting á landnotkun.
2311013
Erindi frá Arnhöfða ehf. varðandi spilduna Læk Hafnarlandi, landeignanúmer L210327
Gerð er fyrirspurn um hvort heimilað væri að breyta landnotkun aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustustarfsemi og gera deiliskipulag vegna þess.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 gerir ráð fyrir frístundabyggð á svæðinu en ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.
Gerð er fyrirspurn um hvort heimilað væri að breyta landnotkun aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustustarfsemi og gera deiliskipulag vegna þess.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 gerir ráð fyrir frístundabyggð á svæðinu en ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.
Uppbygging innan svæðisins vegna m.a. gistireksturs er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi geri tillögu að lýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna málsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi geri tillögu að lýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna málsins.
6.Leirá, L 133774 - framkvæmdaleyfi til skógræktar.
2311011
Erindi frá frá Ríkey Ástu Þorsteinsdóttur f.h. landeiganda og Yggdrasill Carbon.
Sótt er um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Leirá, landeignarnúmer 133774.
Um er að ræða 34,3 ha skógrækt á 38,8 ha landsvæði.
Með erindinu fylgdi m.a. umsögn um verkefnið, ræktunaráætlun og umsögn Minjastofnunar vegna verkefnisins.
Svæðið er á skilgreindu landbúnaðarlandi L2 og á frístundasvæði F36.
Sótt er um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Leirá, landeignarnúmer 133774.
Um er að ræða 34,3 ha skógrækt á 38,8 ha landsvæði.
Með erindinu fylgdi m.a. umsögn um verkefnið, ræktunaráætlun og umsögn Minjastofnunar vegna verkefnisins.
Svæðið er á skilgreindu landbúnaðarlandi L2 og á frístundasvæði F36.
Í skilmálum um skógræktar og landgræðslusvæði segir í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 að skilgreina skuli skógræktar- og landgræðslusvæði, sé um að ræða samfellda ræktun á 10 ha svæði eða stærra.
Í umsókninni um framkvæmdarleyfið kemur fram að um sé að ræða rúmlega 38 hektara svæði.
Áformin eru því ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi geri tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna málsins.
Í umsókninni um framkvæmdarleyfið kemur fram að um sé að ræða rúmlega 38 hektara svæði.
Áformin eru því ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi geri tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna málsins.
7.Lífland-umsögn vegna starfsleyfis.
2009030
Erindi frá Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Á 126. fundi Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar var fjallað um ósk Líflands ehf, um staðfestingu vegna nýrrar verksmiðju.
Eftirfarandi bókun var gerð:
"Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið en vill minna á að svæðið er innan þynningarsvæðis sem sjá má á sveitarfélagsuppdrætti í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna stóriðjunnar á Grundartanga. Í gildandi aðalskipulagi er þynningarsvæðið undir eftirliti Umhverfisstofnunar en er víkjandi í endurskoðun á aðalskipulagi 2020-2032.
Nefndin leggur til við málsaðila að leita umsagnar viðeigandi stofnana í matvælaiðnaði."
Með tölvupósti dags. 8. nóvember 2023 kom fram eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur móttekið erindi frá Líflandi þar sem óskað var eftir endurupptöku vegna synjunar á starfsleyfi fyrir hveitimyllu á Grundartanga.
Á 165. fundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands þann 10. febrúar 2021 var fjallað um málið.
Beiðni um endurupptöku kemur til af því að fyrirtækinu hefur verið sagt upp lóðinni þar sem hveitimyllan er starfrækt í Reykjavík og sér fyrir sé samlegðaráhrif ef leyfi fæst til að færa starfsemina á Grundartanga þar sem fyrirtækið rekur fóðurverksmiðju og þar sem einnig er geymsla á uppskipuðu hveiti. Fyrirtækið hefur óskað eftir að Heilbrigðisnefnd svari erindinu eins hratt og verða mál. Því er óskað eftir að svar berist sem fyrst. Faxaflóahafnir og Hvalfjarðarsveit gáfu á sínum tíma jákvæðar umsagnir og er spurt hvort einhverjar forsendur hafi breyst frá því að leyfið var tekið síðast fyrir.
Á 126. fundi Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar var fjallað um ósk Líflands ehf, um staðfestingu vegna nýrrar verksmiðju.
Eftirfarandi bókun var gerð:
"Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið en vill minna á að svæðið er innan þynningarsvæðis sem sjá má á sveitarfélagsuppdrætti í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna stóriðjunnar á Grundartanga. Í gildandi aðalskipulagi er þynningarsvæðið undir eftirliti Umhverfisstofnunar en er víkjandi í endurskoðun á aðalskipulagi 2020-2032.
Nefndin leggur til við málsaðila að leita umsagnar viðeigandi stofnana í matvælaiðnaði."
Með tölvupósti dags. 8. nóvember 2023 kom fram eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur móttekið erindi frá Líflandi þar sem óskað var eftir endurupptöku vegna synjunar á starfsleyfi fyrir hveitimyllu á Grundartanga.
Á 165. fundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands þann 10. febrúar 2021 var fjallað um málið.
Beiðni um endurupptöku kemur til af því að fyrirtækinu hefur verið sagt upp lóðinni þar sem hveitimyllan er starfrækt í Reykjavík og sér fyrir sé samlegðaráhrif ef leyfi fæst til að færa starfsemina á Grundartanga þar sem fyrirtækið rekur fóðurverksmiðju og þar sem einnig er geymsla á uppskipuðu hveiti. Fyrirtækið hefur óskað eftir að Heilbrigðisnefnd svari erindinu eins hratt og verða mál. Því er óskað eftir að svar berist sem fyrst. Faxaflóahafnir og Hvalfjarðarsveit gáfu á sínum tíma jákvæðar umsagnir og er spurt hvort einhverjar forsendur hafi breyst frá því að leyfið var tekið síðast fyrir.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur ennþá jákvætt í erindið og bendir á að þynningarsvæði er víkjandi á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
8.Reglur um skilti í Hvalfjarðarsveit
2310043
Drög að reglum um skilti í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa drögum að reglum um skilti til umsagnar hjá lögmanni Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfisfulltrúi sat fundinn undir máli nr. 8.
Fundi slitið - kl. 18:20.