Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit
2210038
Upplýsingar og gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við "Borgað þegar hent er" m.a. ílátakortlagning og fundarboð.
2.Skógarreitir og græn svæði innan byggðar.
2309025
Skógræktarfélag Íslands vill með erindi sínu fylgja eftir ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins frá byrjun september sl. Þar eru sveitarfélög hvött til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni.
USNL nefnd telur erindið einnig eiga heima hjá sveitarstjórn og í mannvirkja- og framkvæmdanefnd sveitarfélagsins og leggur til við sveitarstjórn að því verði vísað þangað til kynningar.
3.Endurskoðun fjallskilasamþykktar nr. 683-2015 og nr. 714-2015.
2303012
Erindi frá Borgarbyggð er varðar endurskoðun fjallskilasamþykktar nr. 683-2015.
Stjórn fjallskilaumdæmisins óskaði eftir ábendingum er varðar gildandi fjallskilasamþykkt, en hún er nú í endurskoðun.
Stjórn fjallskilaumdæmisins óskaði eftir ábendingum er varðar gildandi fjallskilasamþykkt, en hún er nú í endurskoðun.
Formaður USNL-nefndar og umhverfisfulltrúi lögðu fram minnisblað frá fundi með leitarstjórum Hvalfjarðarsveitar, sem haldinn var þann 21. ágúst sl. og greindu frá helstu atriðum og ábendingum sem fram komu á þeim fundi. Umhverfisfulltrúa falið að koma ábendingunum til stjórnar fjallskilaumdæmisins.
4.Áfangastaðaáætlun Vesturlands
2101101
Erindi frá Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands er varðar áherslulista innviðauppbyggingar áningarstaða og útivistarleiða í hverju sveitarfélagi.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsögn um beiðni um undanþágu frá ákvæði 5., 3., 2. og 14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90-2013.
2309008
Erindi dags. 05.09.2023 frá Innviðaráðuneyti.
Ráðuneytinu hefur borist erindi Ólafs Þorsteinssonar og Sigríðar Helgadóttur, dags. 28. ágúst sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.
Með erindinu felst sú breyting að byggingarreitir verði staðsettir allt að 25 m frá sjó í stað 50 m, til samræmis við önnur aðliggjandi hús á þessum sama stað.
Með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið hér með á leit að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 26. september nk.
Ráðuneytinu hefur borist erindi Ólafs Þorsteinssonar og Sigríðar Helgadóttur, dags. 28. ágúst sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.
Með erindinu felst sú breyting að byggingarreitir verði staðsettir allt að 25 m frá sjó í stað 50 m, til samræmis við önnur aðliggjandi hús á þessum sama stað.
Með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið hér með á leit að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 26. september nk.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir athugasemd við að veitt verði undanþága fyrir fjarlægð umræddra byggingarreita frá sjó. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
6.Holtavörðuheiðarlína 1 - Umsögn um matsáætlun
2205036
Erindi dags. 18.09.2023 frá Skipulagsstofnun.
Holtavörðuheiðarlína 1, Hallarmúlaleið - Nýr valkostur, nr. 0619/2023: Kynning matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum).
Erindið barst gegnum Skipulagsgátt þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna greinagerðar Landsnets um nýjan valkost við Holtavörðuheiðarlínu 1 sem stofnunin taldi ástæðu að kynna fyrir almenningi og lögbundnum umsagnaraðilum og gefa þeim kost á að senda inn umsögn um þessa nýju línuleið. Fyrir liggur nú þegar umsögn frá Hvalfjarðarsveit um Holtavörðuheiðarlínu 1 en ef sveitarfélagið metur það svo að ástæða sé til að skila inn umsögn um þennan nýja valkost þá er þess óskað að hún berist í Skipulagsgáttina fyrir 18. október nk.
Holtavörðuheiðarlína 1, Hallarmúlaleið - Nýr valkostur, nr. 0619/2023: Kynning matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum).
Erindið barst gegnum Skipulagsgátt þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna greinagerðar Landsnets um nýjan valkost við Holtavörðuheiðarlínu 1 sem stofnunin taldi ástæðu að kynna fyrir almenningi og lögbundnum umsagnaraðilum og gefa þeim kost á að senda inn umsögn um þessa nýju línuleið. Fyrir liggur nú þegar umsögn frá Hvalfjarðarsveit um Holtavörðuheiðarlínu 1 en ef sveitarfélagið metur það svo að ástæða sé til að skila inn umsögn um þennan nýja valkost þá er þess óskað að hún berist í Skipulagsgáttina fyrir 18. október nk.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við nýjan valkost við Holtavörðuheiðarlínu 1, svokallaða Hallarmúlaleið. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
7.Flæðigryfjur Grundartanga.
2203027
Álit Skipulagsstofnunar um vestari flæðigryfju á Grundartanga sem barst 17.08.2023.
Lagt fram til kynningar.
8.Uppsetning á girðingu og hliði - Hafnarland, Lísuborgir.
2307036
Bréf dags. 23. ágúst sl., frá Eiríki Gunnsteinssyni lögmanni fyrir hönd landeiganda Lísuborga í landi Hafnar.
Efni bréfsins varðar uppsetningu á girðingu og hliði í landi Lísuborga.
Málið var áður á dagskrá 22. fundar í Umhverfis-, skipulgas-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd þann 16.08.2023.
Efni bréfsins varðar uppsetningu á girðingu og hliði í landi Lísuborga.
Málið var áður á dagskrá 22. fundar í Umhverfis-, skipulgas-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd þann 16.08.2023.
Lagt fram til kynningar.
9.Háimelur 2 - Stjórnsýslukæra IRN22110097
2211037
Úrskurður frá Innviðaráðuneyti sem kveðinn var upp þann 18. ágúst sl., er varðar afturköllun lóðaúthlutunar vegna Háamels nr. 2.
Einnig fylgir með svarbréf lögmanns sveitarfélagsins til málsaðila.
Einnig fylgir með svarbréf lögmanns sveitarfélagsins til málsaðila.
Lagt fram til kynningar.
10.Stjórnsýslukæra nr. 84-2023 - Lækjarmelur 5, afturköllun byggingarleyfis.
2307022
Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 11. júlí 2023.
Með erindinu fylgdi afrit stjórnsýslukæru, móttekin 11. júlí 2023 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 16. júní 2023 um afturköllun byggingarleyfis vegna Lækjarmels 5.
Með erindinu fylgdi afrit stjórnsýslukæru, móttekin 11. júlí 2023 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 16. júní 2023 um afturköllun byggingarleyfis vegna Lækjarmels 5.
Lagt fram til kynningar.
11.Skipulagsdagurinn 2023.
2309013
Tilkynning frá Skipulagsstofnun.
Minnt er á Skipulagsdaginn, sem er árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, sem haldið verður þann 19. október næstkomandi. Er fagfólk sem og aðrir áhugasamir aðilar um skipulags-og umhverfismál, hvatt til að taka daginn frá en nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Minnt er á Skipulagsdaginn, sem er árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, sem haldið verður þann 19. október næstkomandi. Er fagfólk sem og aðrir áhugasamir aðilar um skipulags-og umhverfismál, hvatt til að taka daginn frá en nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Lagt fram til kynningar.
12.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit
2210038
Drög að nýrri gjaldskrá fyrir söfnun, meðhöndlun, flokkun og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfisfulltrúi kynnti drög að nýrri gjaldskrá fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit, í samræmi við breytt lagaumhverfi og "Borgað þegar hent er".
Ákveðið að fá rýni á drögin og að funda með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins varðandi útfærslur og kostnað við breytta úrgangshirðu.
Umhverfisfulltrúa og USNL-nefnd falið að vinna að málinu áfram.
Ákveðið að fá rýni á drögin og að funda með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins varðandi útfærslur og kostnað við breytta úrgangshirðu.
Umhverfisfulltrúa og USNL-nefnd falið að vinna að málinu áfram.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Umhverfisfulltrúi sat fundinn vegna mála nr. 1, 2, 3, 4 og 12.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Lagt fram til kynningar.