Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Ása Hólmarsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
1.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.
2102151
Deiliskipulag Melahverfis.
Á fundinn mæta Ásgeir Jónsson og Anne Bruun Hansen fyrir hönd Eflu Verkfræðistofu til að ræða hugmyndir og möguleika varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Melahverfi.
Á fundinn mæta Ásgeir Jónsson og Anne Bruun Hansen fyrir hönd Eflu Verkfræðistofu til að ræða hugmyndir og möguleika varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Melahverfi.
Farið var yfir stöðu mála á fundinum.
Rætt var um áherslur sveitarfélagsins varðandi framtíðarsýn svæðisins.
Ætlunin er að í Melahverfi verði eitt samræmt deiliskipulag fyrir allt svæðið, ásamt þeirri stækkun sem fyrirhuguð er. Huga þarf að bættum umferðartengingum við svæðið og mögulega við þjóðveg 1. Gera þarf ráð fyrir þriggja deilda leikskóla á svæðinu.
Óskaði USNL-nefnd eftir að hluti svæðisins yrði í forgangi í vinnuferlinu, til að hægt væri að undirbúa gatnagerð og úthlutun nýrra lóða á því svæði.
Í framhaldi af fundinum mun starfsfólk Eflu afla sér frekari gagna um svæðið og meta og áætla umfang verksins.
Rætt var um áherslur sveitarfélagsins varðandi framtíðarsýn svæðisins.
Ætlunin er að í Melahverfi verði eitt samræmt deiliskipulag fyrir allt svæðið, ásamt þeirri stækkun sem fyrirhuguð er. Huga þarf að bættum umferðartengingum við svæðið og mögulega við þjóðveg 1. Gera þarf ráð fyrir þriggja deilda leikskóla á svæðinu.
Óskaði USNL-nefnd eftir að hluti svæðisins yrði í forgangi í vinnuferlinu, til að hægt væri að undirbúa gatnagerð og úthlutun nýrra lóða á því svæði.
Í framhaldi af fundinum mun starfsfólk Eflu afla sér frekari gagna um svæðið og meta og áætla umfang verksins.
2.Endurskoðun fjallskilasamþykktar nr. 683-2015 og nr. 714-2015.
2303012
Erindi frá Borgarbyggð.
Óskað er eftir ábendingum um nauðsynlegar breytingar á fjallskilasamþykkt.
Stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps fjallaði um gildandi fjallskilasamþykkt á 15. fundi sínum þann 26. apríl sl.
Stjórnin óskar eftir að allar nefndir og ráð sem fjalla um fjallskil innan sveitarfélaganna fjalli um gildandi fjallskilasamþykkt og sendi ábendingar um nauðsynlegar breytingar til stjórnar, eigi síðar en 31. ágúst.
Óskað er eftir að ábendingar verði sendar á thjonustuver@borgarbyggd.is merkt: Erindi til stjórnar fjallskilaumdæmis.
Óskað er eftir ábendingum um nauðsynlegar breytingar á fjallskilasamþykkt.
Stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps fjallaði um gildandi fjallskilasamþykkt á 15. fundi sínum þann 26. apríl sl.
Stjórnin óskar eftir að allar nefndir og ráð sem fjalla um fjallskil innan sveitarfélaganna fjalli um gildandi fjallskilasamþykkt og sendi ábendingar um nauðsynlegar breytingar til stjórnar, eigi síðar en 31. ágúst.
Óskað er eftir að ábendingar verði sendar á thjonustuver@borgarbyggd.is merkt: Erindi til stjórnar fjallskilaumdæmis.
Lagt fram.
Formanni USNL nefndar og umhverfisfulltrúa falið að funda með stjórnarmanni Hvalfjarðarsveitar í stjórn fjallskilaumdæmisins.
Formanni USNL nefndar og umhverfisfulltrúa falið að funda með stjórnarmanni Hvalfjarðarsveitar í stjórn fjallskilaumdæmisins.
3.Verklagsreglur um hreinsunarátak
2305053
Verklag um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
Endurskoðun.
Endurskoðun.
Umhverfisfulltrúi fór yfir nauðsynlegar breytingar á verklagsreglum um hreinsunarátak, m.a. tímasetningar og fyrirkomulag.
Samþykkt að vísa breyttum verklagsreglum um hreinsunarátak til sveitarstjórnar.
Samþykkt að vísa breyttum verklagsreglum um hreinsunarátak til sveitarstjórnar.
4.Umhverfisvöktun við Grundartanga 2022
2305054
Í samræmi við ákvæði starfsleyfa Norðuráls, Elkem Ísland og Als álvinnslu er árlega boðað til opins kynningarfundar um niðurstöður mengunareftirlits og umhverfisvöktunar við Grundartanga.
Fundur vegna mælinga fyrir árið 2022 var haldinn í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit þann 30. maí sl. Hann var auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fundur vegna mælinga fyrir árið 2022 var haldinn í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit þann 30. maí sl. Hann var auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram.
Umhverfisfulltrúa falið að senda erindi á Matvælastofnun og Umhverfisstofnun og óska eftir skýringum á því hvers vegna ekki sé stuðst við íslenskar rannsóknir og íslensk viðmið þegar kemur að flúormælingum í sauðfé, hrossum og eftir atvikum öðrum grasbítum. Þar sem rannsóknir liggja ekki fyrir um áhrif flúors á tennur sauðfjár er miðað við niðurstöður norskrar rannsóknar frá 1990-1996 á ungum dádýrum í grennd við álver. USNL nefnd hvetur til þess að eftirlitsstofnanir á Íslandi hlutist til um að gerðar verði íslenskar rannsóknir sem nýtist í umhverfisvöktun fyrir álver á Íslandi.
Umhverfisfulltrúa falið að senda erindi á Matvælastofnun og Umhverfisstofnun og óska eftir skýringum á því hvers vegna ekki sé stuðst við íslenskar rannsóknir og íslensk viðmið þegar kemur að flúormælingum í sauðfé, hrossum og eftir atvikum öðrum grasbítum. Þar sem rannsóknir liggja ekki fyrir um áhrif flúors á tennur sauðfjár er miðað við niðurstöður norskrar rannsóknar frá 1990-1996 á ungum dádýrum í grennd við álver. USNL nefnd hvetur til þess að eftirlitsstofnanir á Íslandi hlutist til um að gerðar verði íslenskar rannsóknir sem nýtist í umhverfisvöktun fyrir álver á Íslandi.
5.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit
2210038
Endurskoðun á gjaldskrá fyrir úrgangshirðu í Hvalfjarðarsveit.
USNL nefnd felur umhverfisfulltrúa að óska eftir ábendingum og athugasemdum við drög að gjaldskrá um úrgangsmál hjá sérfræðingum úrgangsmála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt er umhverfisfulltrúa falið að kynna drögin fyrir verktaka sveitarfélagsins.
6.Glymur- Famkvæmdasjóður ferðamannastaða - styrkur 2023.
2304041
Styrkir 2023 úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Alls hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2023 fyrir alls 550 milljónir. Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk á þessu ári er viðhald gönguleiðar og náttúruvernd við fossinn Glym í botni Hvalfjarðar.
Alls hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2023 fyrir alls 550 milljónir. Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk á þessu ári er viðhald gönguleiðar og náttúruvernd við fossinn Glym í botni Hvalfjarðar.
Svæðið umhverfis Glym í botni Hvalfjarðar hlaut styrk að upphæð 5,89 milljónir króna.
Styrkurinn er ætlaður til að vernda viðkvæma náttúru, stýra umferð ferðamanna, veita upplýsingar, viðhalda fjölfarinni gönguleið og auka öryggi ferðamanna.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja verkefninu eftir.
Styrkurinn er ætlaður til að vernda viðkvæma náttúru, stýra umferð ferðamanna, veita upplýsingar, viðhalda fjölfarinni gönguleið og auka öryggi ferðamanna.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja verkefninu eftir.
7.Félag atvinnuveiðimanna á ref og mink
2305055
Í apríl síðastliðnum var kosið til nýrrar stjórnar í Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink.
Óskar félagið eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hvernig veiðum og greiðslum er háttað.
Óskar félagið eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hvernig veiðum og greiðslum er háttað.
Lagt fram.
Umhverfisfulltrúa falið að svara erindinu.
Umhverfisfulltrúa falið að svara erindinu.
8.Qair, umsögn um matsskyldu vegna vetnisframleiðslu.
2305052
Qair hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu (móttekin 12. apríl 2023), um vetnisframleiðslu á Grundartanga skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um framkvæmdina.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um framkvæmdina.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun.
Qair Iceland og Íslenska vetnisfélagið undirbúa framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga. Framkvæmdin er sjálfstætt verkefni, en er tilraunaframleiðsla sem tengist stærri áformum Qair, sem fjallað er um í matsáætlun fyrir framleiðslu rafeldsneytis á sömu lóð. Um er að ræða tilraunaframleiðslu á vetni með rafgreiningu.
Framleiðslubúnaðurinn kemst fyrir í tveimur 40 feta gámum sem staðsettir verða á steyptri plötu, ásamt hjálparbúnaði sem tilheyrir framleiðslunni. Stækkunarmöguleiki er til að unnt verði að mæta eftirspurn eftir vetni í samgöngum ef til þess kemur. Að mati Hvalfjarðarsveitar mætti koma skýrar fram hverjir mögulegir stækkunarmöguleikar framleiðslunnar eru.
Helstu áhrifaþættir verkefnisins eru framkvæmdir við að setja upp starfsemina og á rekstrartíma búnaður og rekstur stöðvarinnar. Áhrifin eru helst rask og ásýndarbreytingar. Losun í andrúmsloft er hreint súrefni og ekki verður losun í jörð eða vatn. Umhverfisþættir sem fjallað er um eru loftgæði, hljóðvist, gróðurfar, ásýnd, vatn, lífríki, menningarminjar, loftslag, öryggi og heilsa.
Fyrir vetnisframleiðslu með 5 MW rafgreini er ársframleiðsla um 750 tonn og mikilvægustu aðföng eru rafmagn og vatn og skv. magntölum (tafla 2 í skýrslunni) er talað um allt að 12 MW og 2.000 lítra af vatni á klst. Hvalfjarðarsveit bendir á, að þrátt fyrir góða innviði á Grundartanga þá er ekki um ótakmarkaðar auðlindir að ræða og því m.a. nauðsynlegt að gera betur grein fyrir vatnsöflun og öflun raforku fyrir verkefnið.
Hvalfjarðarsveit bendir einnig á verndarsvæði í nágrenni framkvæmdarsvæðisins en þar eru svæði á náttúruminjaskrá vegna fjölbreytts landslag, fuglalífs, fjöruvistgerða og sela. Einnig er Hvalfjörður skilgreindur alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (Important Bird Areas). Að mati Hvalfjarðarsveitar þarf álit sérfræðinga á því hvort fyrirhuguð framleiðsla hafi áhrif lífríki og/eða vistgerðir.
Hvað varðar hljóðvist, þá er tekið fram að hávaði frá tækjabúnaði verði undir viðmiðunarmörkum reglugerða. Hvalfjarðarsveit vill beina því til Skipulagsstofnunar að gerðar verði hljóðvistarmælingar á Grundartanga en talsvert hefur borið á því að kvartanir berist vegna hávaðamengunar frá svæðinu. Það er því ljóst að þó hávaði sé innan skilgreindra marka, þá hefur hann áhrif og veldur óþægindum langt útfyrir framkvæmdasvæðið.
Í tilkynningunni er talað um að gengið verði frá hættulegum efnum þannig að ekki sé hætta á að þau berist út í umhverfið og valdi mengunaróhöppum. Það mætti koma skýrar fram um hvaða hættulegu efni er verið að ræða.
Þá er rætt um fornleifar og þjóðminjavernd og það orðað sem svo að ólíklegt sé að þær minjar sem fyrir eru raskist. Hvalfjarðarsveit finnst mikilvægt að framkvæmdaraðili tryggi að ekki verði röskun minja við framkvæmdina og að náið samráð verði haft við Minjastofnun Íslands þar sem staðsetning framleiðslunnar gæti haft áhrif á fornminjar.
Vegna sprengihættu leggur Hvalfjarðarsveit ríka áherslu á að gert verði áhættumat fyrir framleiðsluna. Einnig þarf að staðsetja útblástur súrefnis þannig að ekki skapist hætta fyrir fólk og dýr, en hreint súrefni er varasamt fyrir lífverur.
Í umfjölluninni er vísað í aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Nýtt aðalskipulag hefur öðlast gildi og því mikilvægt að uppfæra upplýsingar til samræmis við það.
Í deiliskipulagi er afmarkaður byggingarreitur og falla mannvirkin undir skilmála sem þar eru settir fram. Rætt er um að mögulega verði valin staðsetning utan byggingareitar en þá þarf að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Sækja þarf um byggingarleyfi til Hvalfjarðarsveitar.
Að þessum skilyrðum uppfylltum telur Hvalfjarðarsveit ólíklegt að framkvæmdin valdi verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum í skilningi laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Framleiðslubúnaðurinn kemst fyrir í tveimur 40 feta gámum sem staðsettir verða á steyptri plötu, ásamt hjálparbúnaði sem tilheyrir framleiðslunni. Stækkunarmöguleiki er til að unnt verði að mæta eftirspurn eftir vetni í samgöngum ef til þess kemur. Að mati Hvalfjarðarsveitar mætti koma skýrar fram hverjir mögulegir stækkunarmöguleikar framleiðslunnar eru.
Helstu áhrifaþættir verkefnisins eru framkvæmdir við að setja upp starfsemina og á rekstrartíma búnaður og rekstur stöðvarinnar. Áhrifin eru helst rask og ásýndarbreytingar. Losun í andrúmsloft er hreint súrefni og ekki verður losun í jörð eða vatn. Umhverfisþættir sem fjallað er um eru loftgæði, hljóðvist, gróðurfar, ásýnd, vatn, lífríki, menningarminjar, loftslag, öryggi og heilsa.
Fyrir vetnisframleiðslu með 5 MW rafgreini er ársframleiðsla um 750 tonn og mikilvægustu aðföng eru rafmagn og vatn og skv. magntölum (tafla 2 í skýrslunni) er talað um allt að 12 MW og 2.000 lítra af vatni á klst. Hvalfjarðarsveit bendir á, að þrátt fyrir góða innviði á Grundartanga þá er ekki um ótakmarkaðar auðlindir að ræða og því m.a. nauðsynlegt að gera betur grein fyrir vatnsöflun og öflun raforku fyrir verkefnið.
Hvalfjarðarsveit bendir einnig á verndarsvæði í nágrenni framkvæmdarsvæðisins en þar eru svæði á náttúruminjaskrá vegna fjölbreytts landslag, fuglalífs, fjöruvistgerða og sela. Einnig er Hvalfjörður skilgreindur alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (Important Bird Areas). Að mati Hvalfjarðarsveitar þarf álit sérfræðinga á því hvort fyrirhuguð framleiðsla hafi áhrif lífríki og/eða vistgerðir.
Hvað varðar hljóðvist, þá er tekið fram að hávaði frá tækjabúnaði verði undir viðmiðunarmörkum reglugerða. Hvalfjarðarsveit vill beina því til Skipulagsstofnunar að gerðar verði hljóðvistarmælingar á Grundartanga en talsvert hefur borið á því að kvartanir berist vegna hávaðamengunar frá svæðinu. Það er því ljóst að þó hávaði sé innan skilgreindra marka, þá hefur hann áhrif og veldur óþægindum langt útfyrir framkvæmdasvæðið.
Í tilkynningunni er talað um að gengið verði frá hættulegum efnum þannig að ekki sé hætta á að þau berist út í umhverfið og valdi mengunaróhöppum. Það mætti koma skýrar fram um hvaða hættulegu efni er verið að ræða.
Þá er rætt um fornleifar og þjóðminjavernd og það orðað sem svo að ólíklegt sé að þær minjar sem fyrir eru raskist. Hvalfjarðarsveit finnst mikilvægt að framkvæmdaraðili tryggi að ekki verði röskun minja við framkvæmdina og að náið samráð verði haft við Minjastofnun Íslands þar sem staðsetning framleiðslunnar gæti haft áhrif á fornminjar.
Vegna sprengihættu leggur Hvalfjarðarsveit ríka áherslu á að gert verði áhættumat fyrir framleiðsluna. Einnig þarf að staðsetja útblástur súrefnis þannig að ekki skapist hætta fyrir fólk og dýr, en hreint súrefni er varasamt fyrir lífverur.
Í umfjölluninni er vísað í aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Nýtt aðalskipulag hefur öðlast gildi og því mikilvægt að uppfæra upplýsingar til samræmis við það.
Í deiliskipulagi er afmarkaður byggingarreitur og falla mannvirkin undir skilmála sem þar eru settir fram. Rætt er um að mögulega verði valin staðsetning utan byggingareitar en þá þarf að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Sækja þarf um byggingarleyfi til Hvalfjarðarsveitar.
Að þessum skilyrðum uppfylltum telur Hvalfjarðarsveit ólíklegt að framkvæmdin valdi verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum í skilningi laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
9.Umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.
2305009
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.
Frumvarpið er liður í samhæfingu aðgerða stjórnvalda vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd og tekur til tímabundinna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í húsnæði sem þegar er fyrir hendi á húsnæðismarkaði en þar sem búseta er ekki heimil samkvæmt aðal- eða deiliskipulagi hlutaðeigandi sveitarfélags, lögum um mannvirki eða byggingarreglugerð, og getur Skipulagsstofnun, að fenginni beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn hlutaðeigandi sveitarfélags, veitt tímabundna undanþágu frá einstökum greinum laga þessara, laga um brunavarnir, laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um mannvirki, reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli þeirra og skipulagi hlutaðeigandi sveitarfélags til að heimila þar tímabundið breytta notkun húsnæðisins til búsetu, að uppfylltum skilyrðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.
Frumvarpið er liður í samhæfingu aðgerða stjórnvalda vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd og tekur til tímabundinna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í húsnæði sem þegar er fyrir hendi á húsnæðismarkaði en þar sem búseta er ekki heimil samkvæmt aðal- eða deiliskipulagi hlutaðeigandi sveitarfélags, lögum um mannvirki eða byggingarreglugerð, og getur Skipulagsstofnun, að fenginni beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn hlutaðeigandi sveitarfélags, veitt tímabundna undanþágu frá einstökum greinum laga þessara, laga um brunavarnir, laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um mannvirki, reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli þeirra og skipulagi hlutaðeigandi sveitarfélags til að heimila þar tímabundið breytta notkun húsnæðisins til búsetu, að uppfylltum skilyrðum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
10.Kiðafellsnáma, umsögn um efnistöku.
2305058
Lex lögmannsstofa, f.h. Björgunar, hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu vegna Kiðafellsnámu skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn sveitarfélagsins.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þarf að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi. Þá er einnig meðfylgjandi uppdráttur og yfirlitsmynd af efnistökusvæðinu. Frekari gögn varðandi leyfi Orkustofnunar og matsskýrslu Björgunar og álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2009 er að finna á heimasíðum viðkomandi stofnana.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 29. júní 2023.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn sveitarfélagsins.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þarf að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi. Þá er einnig meðfylgjandi uppdráttur og yfirlitsmynd af efnistökusvæðinu. Frekari gögn varðandi leyfi Orkustofnunar og matsskýrslu Björgunar og álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2009 er að finna á heimasíðum viðkomandi stofnana.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 29. júní 2023.
Lagt fram.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og leggja drög að svari fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og leggja drög að svari fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
11.Hólabrúarnáma, efnistaka - umsögn um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis.
2305047
Erindi frá Skipulagsstofnun.
Borgarverk ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 24. maí 2023, um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis Hólabrúarnámu í landi Kúludalsár í Hvalfjarðarsveit skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Fyrirtækið Borgarverk ehf. hefur í hyggju að stækka efnistökusvæði í Hólabrúarnámu í Hvalfjarðarsveit til að halda áfram efnistöku þar. Ástæða fyrirhugaðrar stækkunar er að núverandi námusvæði er fullnýtt. Náman (efnistökusvæði E17 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032) er í landi Kúludalsár, staðsett nálægt norðuropi Hvalfjarðargangnanna ofan við Hringveginn. Að vestanverðu liggur náman að stærri námu fyrirtækisins Steypustöðin-námur ehf. í landi Innra-Hólms, en malarhaft aðskilur námurnar á landamerkjum jarðanna.
Verkefnið sem um ræðir felst í áframhaldandi efnistöku á sama svæði og áður, nema hvað efnistökusvæðið verður stækkað til norðurs og norðausturs frá þeirri námu sem unnið hefur verið úr. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gaf út framkvæmdaleyfi til efnisvinnslu í námunni árið 2008 fyrir allt að 49.000 m3. Það efni er nú fullnýtt. Stækkunin sem þessi tilkynning á við mun verða um 4,8 ha og 288.000 m3, og er þá miðað við að efni verði tekið niður í sömu dýpt og núverandi námubotn er í, eða allt að 6 m vinnsludýpt. Núverandi vinnslusvæði er 1,5 ha en með fyrirhugaðri stækkun verður námusvæðið alls 6,3 ha.
Svæðið sem um ræðir hentar að mörgu leiti vel til efnistöku m.t.t. efnisgæða, efnismagns og staðsetningar. Áætluð tímalengd efnistöku er 10 ár.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er gert ráð fyrir 50.000 m3 í efnistöku á 3 ha svæði í námunni og mun þessi framkvæmd því kalla á breytingu á því aðalskipulagi.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Hvalfjarðarsveit telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Hvalfjarðarsveit telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati sveitarfélagsins á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð.
Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi gögnum málsins. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 23. júní 2023.
Borgarverk ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 24. maí 2023, um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis Hólabrúarnámu í landi Kúludalsár í Hvalfjarðarsveit skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Fyrirtækið Borgarverk ehf. hefur í hyggju að stækka efnistökusvæði í Hólabrúarnámu í Hvalfjarðarsveit til að halda áfram efnistöku þar. Ástæða fyrirhugaðrar stækkunar er að núverandi námusvæði er fullnýtt. Náman (efnistökusvæði E17 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032) er í landi Kúludalsár, staðsett nálægt norðuropi Hvalfjarðargangnanna ofan við Hringveginn. Að vestanverðu liggur náman að stærri námu fyrirtækisins Steypustöðin-námur ehf. í landi Innra-Hólms, en malarhaft aðskilur námurnar á landamerkjum jarðanna.
Verkefnið sem um ræðir felst í áframhaldandi efnistöku á sama svæði og áður, nema hvað efnistökusvæðið verður stækkað til norðurs og norðausturs frá þeirri námu sem unnið hefur verið úr. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gaf út framkvæmdaleyfi til efnisvinnslu í námunni árið 2008 fyrir allt að 49.000 m3. Það efni er nú fullnýtt. Stækkunin sem þessi tilkynning á við mun verða um 4,8 ha og 288.000 m3, og er þá miðað við að efni verði tekið niður í sömu dýpt og núverandi námubotn er í, eða allt að 6 m vinnsludýpt. Núverandi vinnslusvæði er 1,5 ha en með fyrirhugaðri stækkun verður námusvæðið alls 6,3 ha.
Svæðið sem um ræðir hentar að mörgu leiti vel til efnistöku m.t.t. efnisgæða, efnismagns og staðsetningar. Áætluð tímalengd efnistöku er 10 ár.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er gert ráð fyrir 50.000 m3 í efnistöku á 3 ha svæði í námunni og mun þessi framkvæmd því kalla á breytingu á því aðalskipulagi.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Hvalfjarðarsveit telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Hvalfjarðarsveit telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati sveitarfélagsins á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð.
Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi gögnum málsins. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 23. júní 2023.
Lagt fram.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og leggja drög að svari fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og leggja drög að svari fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi vék af fundi.
12.Litla Botnsland 3 - Umsókn um byggingarleyfi
2204012
Erindi frá Petru S. Sveinsdóttur.
Erindið snýr að því að heimila húsbyggjanda að reisa hús nær lóðamörkum en áskilið er í aðalskipulagi/skipulagslögum.
Erindið snýr að því að heimila húsbyggjanda að reisa hús nær lóðamörkum en áskilið er í aðalskipulagi/skipulagslögum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd heimilar ekki byggingu húss útfyrir byggingarreit eða nær lóðarmörkum en 10 m, með hliðsjón af ákvæðum greinar 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 en þar segir m.a. að óheimilt sé í frístundabyggðum að byggja nær lóðarmörkum en 10 m.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Nefndin vill benda á að skráður eigandi/umráðandi lóðarinnar er ekki sá sami og kemur fram í umsókn sbr. fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Nefndin vill benda á að skráður eigandi/umráðandi lóðarinnar er ekki sá sami og kemur fram í umsókn sbr. fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
13.Vellir 7 L219979 - fyrirspurn á skipulag
2305028
Erindi frá Sigrúnu Sigurgeirsdóttur.
Spurst er fyrir um hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að gera íbúðarlóðir á landinu Völlum 7.
Spurst er fyrir um hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að gera íbúðarlóðir á landinu Völlum 7.
Lagt fram.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.
14.Ás - stofnun vegsvæðis
2305035
Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Ósk um stofnun landeignar vegna vegsvæðis úr landi Áss, L133730.
Stærð vegsvæðis er 18.071,5 m2.
Breidd vegsvæðis er 30 m þ.e. 15 m til hvorrar handar út frá miðlínu vegar.
Heiti nýrrar lóðar verður Ás vegsvæði, landeignanúmer 235850.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Ósk um stofnun landeignar vegna vegsvæðis úr landi Áss, L133730.
Stærð vegsvæðis er 18.071,5 m2.
Breidd vegsvæðis er 30 m þ.e. 15 m til hvorrar handar út frá miðlínu vegar.
Heiti nýrrar lóðar verður Ás vegsvæði, landeignanúmer 235850.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna.
15.Ásland Sómastaðir - stofnun vegsvæðis
2305036
Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Ósk um stofnun landeignar vegna vegsvæðis úr landi Áslands Sómastaða, L198632.
Stærð vegsvæðis er 7.846,2 m2.
Breidd vegsvæðis er 30 m þ.e. 15 m til hvorrar handar út frá miðlínu vegar.
Heiti nýrrar lóðar verður Ásland Sómastaðir vegsvæði, landeignanúmer 235852.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Ósk um stofnun landeignar vegna vegsvæðis úr landi Áslands Sómastaða, L198632.
Stærð vegsvæðis er 7.846,2 m2.
Breidd vegsvæðis er 30 m þ.e. 15 m til hvorrar handar út frá miðlínu vegar.
Heiti nýrrar lóðar verður Ásland Sómastaðir vegsvæði, landeignanúmer 235852.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna.
16.Melar - stofnun vegsvæðis
2305037
Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Ósk um stofnun landeignar vegna vegsvæðis úr landi Mela, L133788.
Stærð vegsvæðis er 17.509,7 m2.
Breidd vegsvæðis er 30 m þ.e. 15 m til hvorrar handar út frá miðlínu vegar.
Heiti nýrrar lóðar verður Melar vegsvæði, landeignanúmer 235851.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Ósk um stofnun landeignar vegna vegsvæðis úr landi Mela, L133788.
Stærð vegsvæðis er 17.509,7 m2.
Breidd vegsvæðis er 30 m þ.e. 15 m til hvorrar handar út frá miðlínu vegar.
Heiti nýrrar lóðar verður Melar vegsvæði, landeignanúmer 235851.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna.
17.Narfabakki - Deiliskipulag.
2101108
Narfabakki, deiliskipulag.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Narfabakka skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu.
Um er að ræða deiliskipulag íbúða-, athafna- og landbúnaðarlóða á svæði sem er 12,2 ha að stærð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1. Innan svæðis er Vatnshamralína 2.
Narfabakka (L203959) var skipt út úr jörð Narfastaða og er á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði (L3) og að hluta til athafnasvæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Á Narfabakka er stefnt að fastri búsetu og nú þegar er unnið að uppbyggingu þar. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagssvæðinu.
Gerð nýs deiliskipulags kemur til með að taka á þeirri uppbyggingu sem áætluð er á landinu.
Gert er ráð fyrir 7 íbúðarhúsum auk bílskúra, hvert um sig á sér lóðum með afmarkaðan byggingarreit, skrifstofuhúsum, og gróðurhúsum á landbúnaðarlandi tengdri þeirri starfsemi sem verður á landinu auk þess serm nýta á landið fyrir ferðaþjónustu og sem beitiland. Þá er stefnt að uppbyggingu lítilla vindhverfla á svæðinu til raforkuframleiðslu og uppbyggingu atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar athafna- og iðnaðarstarfsemi s.s. þróunar- og framleiðslu í tæknigeiranum.
Svæðið skiptist upp í samtals allt að 13 lóðir.
Innan athafnasvæðis verða 5 lóðir, þar sem verður heimilt að byggja sbr. skilmála B3 og B4. Tvær lóðir verða aðallega ætlaðar fyrir orkuöflun, þ.e. vindhverfla og sólarspegla (sellur) og heimilt að staðsetja þá allt að 3 m frá lóðamörkum. Hver sólarspegill verður um 2 m2 að flatarmáli og verður reynt að lágmarka glampa af þeim eins og unnt er og verða þeir flestir niður við jörð. Vindhverflar geta verið allt að 3 m háir og heimilað verður að vera með allt að 12 vindhverfla hverju sinni. Sólarspeglar (sólarsellur) sem samtals geta verið allt að 250 m2. Eftir atvikum er heimilt að hafa lítinn spenni/vinnuskúr, allt að 15 m2 innan lóða til að þjóna orkuvinnslu.
Innan landbúnaðarlands verða allt að 7 lóðir, m.a. til garðræktar, auk þess sem stofnaðar verða lóðir undir íbúðarhús og bílskúra sbr. skilmála B1 og B2.
Skipulagssvæðið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Landið Narfabakki er skilgreint sem landbúnaðarland L3 en einnig er skilgreint allt að 3 ha athafnasvæði innan svæðisins AT12. Þá er heimild í aðalskipulagi til stakra framkvæmda.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Narfabakka skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu.
Um er að ræða deiliskipulag íbúða-, athafna- og landbúnaðarlóða á svæði sem er 12,2 ha að stærð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1. Innan svæðis er Vatnshamralína 2.
Narfabakka (L203959) var skipt út úr jörð Narfastaða og er á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði (L3) og að hluta til athafnasvæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Á Narfabakka er stefnt að fastri búsetu og nú þegar er unnið að uppbyggingu þar. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagssvæðinu.
Gerð nýs deiliskipulags kemur til með að taka á þeirri uppbyggingu sem áætluð er á landinu.
Gert er ráð fyrir 7 íbúðarhúsum auk bílskúra, hvert um sig á sér lóðum með afmarkaðan byggingarreit, skrifstofuhúsum, og gróðurhúsum á landbúnaðarlandi tengdri þeirri starfsemi sem verður á landinu auk þess serm nýta á landið fyrir ferðaþjónustu og sem beitiland. Þá er stefnt að uppbyggingu lítilla vindhverfla á svæðinu til raforkuframleiðslu og uppbyggingu atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar athafna- og iðnaðarstarfsemi s.s. þróunar- og framleiðslu í tæknigeiranum.
Svæðið skiptist upp í samtals allt að 13 lóðir.
Innan athafnasvæðis verða 5 lóðir, þar sem verður heimilt að byggja sbr. skilmála B3 og B4. Tvær lóðir verða aðallega ætlaðar fyrir orkuöflun, þ.e. vindhverfla og sólarspegla (sellur) og heimilt að staðsetja þá allt að 3 m frá lóðamörkum. Hver sólarspegill verður um 2 m2 að flatarmáli og verður reynt að lágmarka glampa af þeim eins og unnt er og verða þeir flestir niður við jörð. Vindhverflar geta verið allt að 3 m háir og heimilað verður að vera með allt að 12 vindhverfla hverju sinni. Sólarspeglar (sólarsellur) sem samtals geta verið allt að 250 m2. Eftir atvikum er heimilt að hafa lítinn spenni/vinnuskúr, allt að 15 m2 innan lóða til að þjóna orkuvinnslu.
Innan landbúnaðarlands verða allt að 7 lóðir, m.a. til garðræktar, auk þess sem stofnaðar verða lóðir undir íbúðarhús og bílskúra sbr. skilmála B1 og B2.
Skipulagssvæðið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Landið Narfabakki er skilgreint sem landbúnaðarland L3 en einnig er skilgreint allt að 3 ha athafnasvæði innan svæðisins AT12. Þá er heimild í aðalskipulagi til stakra framkvæmda.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð skipulagstillögunnar og fara yfir áherslur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar vegna tillögunnar.
18.Vestri Leirárgarðar - Deiliskipulagsbreyting
2102006
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem skipulagstillagan takmarkast við er 92 ha að stærð innan jarðar Vestri-Leirárgarða og skv. gildandi deiliskipulagi frá árinu 2011 er m.a. heimilt að byggja reiðhöll, tvö íbúðarhús og reiðvöll til viðbótar við núverandi byggingar, auk þess er kvöð um gegnumakstur á vegi sem liggur um jörð Vestri-Leirárgarða.
Skv. breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á jörðinni og eru byggingarreitir íbúðarhúsa og reiðhallar felldir út, auk þess sem ekki er gert ráð fyrir nýjum reiðvelli og kvöð um gegnumakstur um jörð Vestri-Leirárgarða felld út. Gerð er leiðrétting á skipulagsmörkum frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, milli Vestri-Leirárgarða og Eystri-Leirárgarða. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. apríl 2023.
Athugasemdir bárust frá eigendum að Eystri-Leirárgörðum og er bréfið í 13 tölusettum liðum. Þar er því m.a. mótmælt að deiliskipulagsmörk/byggingarreitur sem skv. gildandi deiliskipulagi nær innfyrir jarðamörk Eystri-Leirárgarða, verði breytt. Þá er því einnig mótmælt að kvöð um umferðarrétt verði felld út úr deiliskipulaginu. Þá er í bréfinu upptalning á því hvernig vegurinn í landi Vestri-Leirárgarða, sem afnema á kvöð um umferðarrétt á skv. tillögunni, hafi verið notaður allt frá fyrri tíð. Þá er því mótmælt að verið sé að afnema kvöð um umferð á akvegi sem að mati eigenda Eysti-Leirárgarða sé eini akfæri vegurinn að tilteknum veiðistöðum í Leirá.
Athugasemndir bárust frá Veiðifélagi Leirár þar sem samþykkt var tillaga stjórnar félagsins, þar sem því er mótmælt að verið sé að afnema kvöð um umferð á akvegi sem að mati stjórnar sé eini akfæri vegurinn að tilteknum veiðistöðum í Leirá. Þá er farið fram á að hætt verði við deiliskipulagsbreytinguna eða henni frestað í tiltekinn tíma.
Fiskistofa, Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem skipulagstillagan takmarkast við er 92 ha að stærð innan jarðar Vestri-Leirárgarða og skv. gildandi deiliskipulagi frá árinu 2011 er m.a. heimilt að byggja reiðhöll, tvö íbúðarhús og reiðvöll til viðbótar við núverandi byggingar, auk þess er kvöð um gegnumakstur á vegi sem liggur um jörð Vestri-Leirárgarða.
Skv. breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á jörðinni og eru byggingarreitir íbúðarhúsa og reiðhallar felldir út, auk þess sem ekki er gert ráð fyrir nýjum reiðvelli og kvöð um gegnumakstur um jörð Vestri-Leirárgarða felld út. Gerð er leiðrétting á skipulagsmörkum frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, milli Vestri-Leirárgarða og Eystri-Leirárgarða. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. apríl 2023.
Athugasemdir bárust frá eigendum að Eystri-Leirárgörðum og er bréfið í 13 tölusettum liðum. Þar er því m.a. mótmælt að deiliskipulagsmörk/byggingarreitur sem skv. gildandi deiliskipulagi nær innfyrir jarðamörk Eystri-Leirárgarða, verði breytt. Þá er því einnig mótmælt að kvöð um umferðarrétt verði felld út úr deiliskipulaginu. Þá er í bréfinu upptalning á því hvernig vegurinn í landi Vestri-Leirárgarða, sem afnema á kvöð um umferðarrétt á skv. tillögunni, hafi verið notaður allt frá fyrri tíð. Þá er því mótmælt að verið sé að afnema kvöð um umferð á akvegi sem að mati eigenda Eysti-Leirárgarða sé eini akfæri vegurinn að tilteknum veiðistöðum í Leirá.
Athugasemndir bárust frá Veiðifélagi Leirár þar sem samþykkt var tillaga stjórnar félagsins, þar sem því er mótmælt að verið sé að afnema kvöð um umferð á akvegi sem að mati stjórnar sé eini akfæri vegurinn að tilteknum veiðistöðum í Leirá. Þá er farið fram á að hætt verði við deiliskipulagsbreytinguna eða henni frestað í tiltekinn tíma.
Fiskistofa, Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fór yfir þær athugasemdir sem bárust á kynningartímanum og er öllum athugasemdum sem bárust frá eigendum Eystri-Leirárgarða og frá Veiðifélagi Leirár hafnað af nefndinni og er skipulagsfulltrúa falið að svara bréfriturum.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og auglýsa staðfestingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og auglýsa staðfestingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.
19.Hafnarfjall 2-tillaga á breytingu á deiliskipulagi
2112022
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarfjall 2 í Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 369. fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Hafnarfjalls 2 í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lóðin sem skipulagssvæðið takmarkast við er 9,54 ha að stærð en helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í að nýr byggingarreitur bætist við á lóðinni þar sem heimilt verður að byggja allt að 6 ný smáhýsi (gistihús).
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá og með 5. apríl 2023 til og með 17. maí 2023.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 17. maí 2023.
Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Minjastofnun Íslands, Borgarbyggð gera ekki athugasemd við tillöguna.
Umhverfisstofnun bendir m.a. á röskun á náttúrulegum birkiskógum þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá og hvetur til að sem minnst verði hróflað við upprunalegum birkiskógi á svæðinu, en huga þurfi að vernd, mótvægisaðgerðum og endurheimt náttúrulegra birkiskóga vegna rasks á svæðinu til að raska ekki verndargildi svæðisins.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 369. fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Hafnarfjalls 2 í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lóðin sem skipulagssvæðið takmarkast við er 9,54 ha að stærð en helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í að nýr byggingarreitur bætist við á lóðinni þar sem heimilt verður að byggja allt að 6 ný smáhýsi (gistihús).
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá og með 5. apríl 2023 til og með 17. maí 2023.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 17. maí 2023.
Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Minjastofnun Íslands, Borgarbyggð gera ekki athugasemd við tillöguna.
Umhverfisstofnun bendir m.a. á röskun á náttúrulegum birkiskógum þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá og hvetur til að sem minnst verði hróflað við upprunalegum birkiskógi á svæðinu, en huga þurfi að vernd, mótvægisaðgerðum og endurheimt náttúrulegra birkiskóga vegna rasks á svæðinu til að raska ekki verndargildi svæðisins.
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru á jaðri birkiskógar svæðisins, á svæði þar sem þegar hafa verið byggð nokkur hús og er hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis á lítt vöxnu trjásvæði.
Engu að síður tekur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd undir ábendingar Umhverfisstofnunar um að röskun á náttúrulegum birkiskógum verði haldið í lagmarki og hvetur landeiganda/framkvæmdaraðila til mótvægisaðgerða vegna þess.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Engu að síður tekur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd undir ábendingar Umhverfisstofnunar um að röskun á náttúrulegum birkiskógum verði haldið í lagmarki og hvetur landeiganda/framkvæmdaraðila til mótvægisaðgerða vegna þess.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
20.Hafnarland - Lísuborgir - deiliskipulag.
2110020
Erindi frá Panorama Glass Lodge ehf.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Lísuborgir úr landi Hafnar, skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu.
Lóðin Hafnaland Lísuborgir (L203319) er 20 ha að stærð og liggur neðan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Höfn 2, Hafnarberg Hafnarland og Hraukar. Lóðin er er mikið gróin og er hluti af Hafnarskógi
sem nær yfir stærra svæði, er nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði og heimilt er að vera með þjónustu á svæðinu og útleigu frístundahúsa og verða byggð á lóðinni frístundahús og þjónustuhús með möguleikum fyrir verslun og veitingar.
Afmarkaðar eru 4 nýjar lóðir syðst á skipulagssvæðinu. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 12 frístundahúsum og 5 þjónustuhúsum.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir Lísuborgir úr landi Hafnar, skv. deiliskipulagstillögu frá Eflu Verkfræðistofu.
Lóðin Hafnaland Lísuborgir (L203319) er 20 ha að stærð og liggur neðan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Höfn 2, Hafnarberg Hafnarland og Hraukar. Lóðin er er mikið gróin og er hluti af Hafnarskógi
sem nær yfir stærra svæði, er nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2032. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði og heimilt er að vera með þjónustu á svæðinu og útleigu frístundahúsa og verða byggð á lóðinni frístundahús og þjónustuhús með möguleikum fyrir verslun og veitingar.
Afmarkaðar eru 4 nýjar lóðir syðst á skipulagssvæðinu. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 12 frístundahúsum og 5 þjónustuhúsum.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og fara í vettvangsferð til að skoða aðstæður á skipulagssvæðinu m.a. fjarlægðir frá reiðvegi, frágang rotþróa ofl.
21.Brekka í Hvalfirði, breyting á deiliskipulagi
2303025
Erindi frá landeiganda.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Brekku, skv. deiliskipulagstillögu frá Landlínum.
Í breytingunni felst m.a. að skipulagssvæðið stækkar um 4 ha og 6 byggingarreitir bætast við.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Brekku, skv. deiliskipulagstillögu frá Landlínum.
Í breytingunni felst m.a. að skipulagssvæðið stækkar um 4 ha og 6 byggingarreitir bætast við.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu vegna málsins og telur að umrædd útleiguhús skv. skipulagstillögunni séu frístundahús, utan þéttbýlis sem nýtt séu til tímabundinnar dvalar og skuli skilgreina fjarlægðir þeirra frá stofn- og tengivegum skv. 1. málsgrein d. liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Samkvæmt greininni er ekki heimilt að byggja umrædd hús nær stofn- og tengivegum en 100 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
d-liður greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð: Fjarlægð milli bygginga og vega.
1. mgr. Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
2. mgr. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
3. mgr. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.
4. mgr. Óheimilt er að færa þjóðveg eða byggja nýjan veg utan þéttbýlis þannig að fjarlægð milli bygginga og vega verði minni en framangreind mörk segja til um án undangenginnar málsmeðferðar um deiliskipulag.
Land sem skipulagstillagan tekur til, er landbúnaðarland L2 skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Skv. aðalskipulaginu er heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði.
Heimilt er að byggja upp á stökum landspildum, 2 ha eða stærri til fastrar búsetu.
Heimilt er að byggja stök frístundahús á 0,25 - 2 ha lóðum. Verði frístundalóðir 4 eða fleiri samliggjandi skal skilgreina svæðið sem frístundabyggð.
Að mati nefndarinnar fellur frístundahús til útleigu undir d-lið greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, hvort heldur sem það sé á skilgreindu frístundabyggðasvæði eða landbúnaðarsvæði eins og raunin er skv. aðalskipulagi.
Að mati nefndarinnar falla skemmur og útihús undir aðrar byggingar skv. 2. mgr. d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill benda á, að skv. 3. mgr. d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, segir að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um fjarlægðir frá stofn- og tengivegum þegar um sé að ræða verslunar- og þjónustubyggingar, en nefndin vill í því sambandi benda á að skv. almennum skilmálum um landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, segi að þar sem sé föst búseta, sé heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði, m.a. með gistingu fyrir allt að 15 gesti.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur ekki afstöðu til annarra atriða í tillögunni.
Umsókninni er hafnað. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Samkvæmt greininni er ekki heimilt að byggja umrædd hús nær stofn- og tengivegum en 100 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
d-liður greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð: Fjarlægð milli bygginga og vega.
1. mgr. Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
2. mgr. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
3. mgr. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.
4. mgr. Óheimilt er að færa þjóðveg eða byggja nýjan veg utan þéttbýlis þannig að fjarlægð milli bygginga og vega verði minni en framangreind mörk segja til um án undangenginnar málsmeðferðar um deiliskipulag.
Land sem skipulagstillagan tekur til, er landbúnaðarland L2 skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Skv. aðalskipulaginu er heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði.
Heimilt er að byggja upp á stökum landspildum, 2 ha eða stærri til fastrar búsetu.
Heimilt er að byggja stök frístundahús á 0,25 - 2 ha lóðum. Verði frístundalóðir 4 eða fleiri samliggjandi skal skilgreina svæðið sem frístundabyggð.
Að mati nefndarinnar fellur frístundahús til útleigu undir d-lið greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, hvort heldur sem það sé á skilgreindu frístundabyggðasvæði eða landbúnaðarsvæði eins og raunin er skv. aðalskipulagi.
Að mati nefndarinnar falla skemmur og útihús undir aðrar byggingar skv. 2. mgr. d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill benda á, að skv. 3. mgr. d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, segir að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um fjarlægðir frá stofn- og tengivegum þegar um sé að ræða verslunar- og þjónustubyggingar, en nefndin vill í því sambandi benda á að skv. almennum skilmálum um landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, segi að þar sem sé föst búseta, sé heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði, m.a. með gistingu fyrir allt að 15 gesti.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur ekki afstöðu til annarra atriða í tillögunni.
Umsókninni er hafnað. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
22.Efra-Skarð, deiliskipulagsbreyting.
2305059
Erindi frá landeiganda.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi í landi Efra-Skarðs.
Óskað er eftir að sveitarfélagið auglýsi tillögu að deiliskipulagi í landi Efra-Skarðs.
Afgreiðslu málsins frestað, skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu á milli funda og að óska eftir afriti af ofanflóðahættumati Veðurstofunnar frá árinu 2021 sem deiliskipulagstillagan byggir á.
Fundi slitið - kl. 18:00.